Vilhjálmur segir Bryndísi hafa flaðrað upp um sig eins og hundstík Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2021 13:54 Vilhjálmur gefur lítið fyrir lýðræðið innan Sjálfstæðisflokknum. Hann lýsir því hvernig sér hafi verið fórnað í prófkjöri af uppstillingarnefnd en Bryndís Haraldsdóttir tók sætið. Hún sagði ekki einu sinni takk en hringdi einhvern tíma í Vilhjálm, bullaði og lét eins og fífl, að sögn Vilhjálms. Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir lýðræðið í Sjálfstæðisflokknum. Hann skrifar einskonar kveðjupistil sem birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem hann fer hörðum orðum um það hversu grátt hann var leikinn af uppstillingarnefnd og forystu flokksins. Á vefmiðlinum Miðjunni, sem gerir sér mat úr pistlinum og endurbirtir í heild, er fullyrt að Morgunblaðið hafi beðið með birtingu pistilsins þar til eftir kosningar. Í athugasemd sem birtist með pistlinum í blaðinu segir að greinin hafi verið tilbúin til birtingar á kjördag og engu hafi verið breytt eftir að úrslit lágu fyrir. Vilhjálmur segist hafa verið niðurlægður og svikinn og fylltur af lygi þegar hann stóð í baráttu um sæti á lista flokksins í Kraganum. Fórnað á altari kynjakvóta Vilhjálmur greinir frá því að þjónusta hans við þingræðið hafi hafist 27. apríl 2013 með fullu umboði fyrir kjördæmi sitt Kragann. Því er nú lokið. Skjáskot af hluta pistils Vilhjálms en þar fer hann hörðum orðum um það hvernig hlutirnir gangi fyrir sig innan Sjálfstæðisflokksins. Hann gefur ekki mikið fyrir hina meintu lýðræðisveislu sem prófkjör flokksins eru sögð vera.Morgunblaðið „Ég fór þrisvar í gegnum lýðræðisveislu, sem kölluð er prófkjör. Tvisvar vegnaði mér vel. Hið fyrsta sinni leitaði formaður uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Jónas Guðmundsson lögmaður, allra leiða til að færa mig af listanum, ellegar að færa mig úr því sæti sem lýðræðisveislan skilaði. Það gekk ekki eftir! Einhverjum til mæðu!“ Næst heppnaðist Jónasi, að sögn Vilhjálms að færa hann niður um sæti sem þó tryggði honum þingsæti þá. „Því sinni lýsti formaður Sjálfstæðisflokksins þessa tilfærslu mikla snilli með mikilli ánægju. Núverandi ritari flokksins taldi þessa tilfærslu mikla snilli með mikilli ánægju. Sá er hlaut kosningu í þriðja sæti lýsti einnig ánægju með snillina.“ Vilhjálmur segir að það sem hann kallar „runk með listann“ hafi ekki skipt þessa menn neinu máli. „En þeir litu betur út í augum Landssambands sjálfstæðiskvenna. Þær konur fengu mikla upphefð. Sú er hlaut upphefðina þakkaði aldrei fyrir sig, fyrir að halda frið. Þegar sá, er var niðurlægður, var fallinn af Alþingi í snemmbúnum kosningum hringdi hún og bullaði og lét eins og fífl. Síðar flaðraði hún upp um mig þegar ég varð á vegi hennar, eins og hundstík, og sagði innihaldslaust bull: „Gott að sjá þig.““ En þarna er um að ræða Bryndísi Haraldsdóttur þingmann. Lygi, niðurlæging og svik Vilhjálmur rekur að honum hafi ekki vegnað vel í þriðja skipti sem hann reyndi fyrir sér í vegnaði honum ekki vel enda ekki í náðinni þeirra sex efstu í prófkjöri á liðnu sumri. Hann hafi verið talinn hættulegur. „Þegar einhverjir fulltrúar í uppstillingarnefnd vildu leiðrétta hlut Vilhjálms Bjarnasonar sagði ein meginfraukan úr Mosfellsbæ: „Þessi Vilhjálmur Bjarnason skiptir engu máli.““ Vilhjálmur segir að eftir niðurlægingu í prófkjöri 2016 hafi sér verið gefin loforð „sem voru svikin og einskis verð lygi.“ Í pistlinum segist Vilhjálmur hafa þjónað þingræðinu eftir bestu samvisku og betur sé ekki hægt að gera. „Ég geng uppréttur og stoltur frá borði þrátt fyrir lygi, niðurlægingu og svik.“ Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Davíð og Hannes glaðhlakkalegir vegna rýrrar uppskeru Gunnars Smára Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur og Sjálfstæðismaður hafa báðir skrifað pistil þar sem þeir fagna niðurstöðum kosninga. Ekki þykir þeim verra að Gunnar Smári Egilsson og Sósíalistaflokkurinn náðu ekki manni á þing. 28. september 2021 11:13 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Á vefmiðlinum Miðjunni, sem gerir sér mat úr pistlinum og endurbirtir í heild, er fullyrt að Morgunblaðið hafi beðið með birtingu pistilsins þar til eftir kosningar. Í athugasemd sem birtist með pistlinum í blaðinu segir að greinin hafi verið tilbúin til birtingar á kjördag og engu hafi verið breytt eftir að úrslit lágu fyrir. Vilhjálmur segist hafa verið niðurlægður og svikinn og fylltur af lygi þegar hann stóð í baráttu um sæti á lista flokksins í Kraganum. Fórnað á altari kynjakvóta Vilhjálmur greinir frá því að þjónusta hans við þingræðið hafi hafist 27. apríl 2013 með fullu umboði fyrir kjördæmi sitt Kragann. Því er nú lokið. Skjáskot af hluta pistils Vilhjálms en þar fer hann hörðum orðum um það hvernig hlutirnir gangi fyrir sig innan Sjálfstæðisflokksins. Hann gefur ekki mikið fyrir hina meintu lýðræðisveislu sem prófkjör flokksins eru sögð vera.Morgunblaðið „Ég fór þrisvar í gegnum lýðræðisveislu, sem kölluð er prófkjör. Tvisvar vegnaði mér vel. Hið fyrsta sinni leitaði formaður uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Jónas Guðmundsson lögmaður, allra leiða til að færa mig af listanum, ellegar að færa mig úr því sæti sem lýðræðisveislan skilaði. Það gekk ekki eftir! Einhverjum til mæðu!“ Næst heppnaðist Jónasi, að sögn Vilhjálms að færa hann niður um sæti sem þó tryggði honum þingsæti þá. „Því sinni lýsti formaður Sjálfstæðisflokksins þessa tilfærslu mikla snilli með mikilli ánægju. Núverandi ritari flokksins taldi þessa tilfærslu mikla snilli með mikilli ánægju. Sá er hlaut kosningu í þriðja sæti lýsti einnig ánægju með snillina.“ Vilhjálmur segir að það sem hann kallar „runk með listann“ hafi ekki skipt þessa menn neinu máli. „En þeir litu betur út í augum Landssambands sjálfstæðiskvenna. Þær konur fengu mikla upphefð. Sú er hlaut upphefðina þakkaði aldrei fyrir sig, fyrir að halda frið. Þegar sá, er var niðurlægður, var fallinn af Alþingi í snemmbúnum kosningum hringdi hún og bullaði og lét eins og fífl. Síðar flaðraði hún upp um mig þegar ég varð á vegi hennar, eins og hundstík, og sagði innihaldslaust bull: „Gott að sjá þig.““ En þarna er um að ræða Bryndísi Haraldsdóttur þingmann. Lygi, niðurlæging og svik Vilhjálmur rekur að honum hafi ekki vegnað vel í þriðja skipti sem hann reyndi fyrir sér í vegnaði honum ekki vel enda ekki í náðinni þeirra sex efstu í prófkjöri á liðnu sumri. Hann hafi verið talinn hættulegur. „Þegar einhverjir fulltrúar í uppstillingarnefnd vildu leiðrétta hlut Vilhjálms Bjarnasonar sagði ein meginfraukan úr Mosfellsbæ: „Þessi Vilhjálmur Bjarnason skiptir engu máli.““ Vilhjálmur segir að eftir niðurlægingu í prófkjöri 2016 hafi sér verið gefin loforð „sem voru svikin og einskis verð lygi.“ Í pistlinum segist Vilhjálmur hafa þjónað þingræðinu eftir bestu samvisku og betur sé ekki hægt að gera. „Ég geng uppréttur og stoltur frá borði þrátt fyrir lygi, niðurlægingu og svik.“
Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Davíð og Hannes glaðhlakkalegir vegna rýrrar uppskeru Gunnars Smára Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur og Sjálfstæðismaður hafa báðir skrifað pistil þar sem þeir fagna niðurstöðum kosninga. Ekki þykir þeim verra að Gunnar Smári Egilsson og Sósíalistaflokkurinn náðu ekki manni á þing. 28. september 2021 11:13 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Davíð og Hannes glaðhlakkalegir vegna rýrrar uppskeru Gunnars Smára Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur og Sjálfstæðismaður hafa báðir skrifað pistil þar sem þeir fagna niðurstöðum kosninga. Ekki þykir þeim verra að Gunnar Smári Egilsson og Sósíalistaflokkurinn náðu ekki manni á þing. 28. september 2021 11:13