Hentu upp hlaðborði í einum grænum fyrir farþega í rútuslysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2021 15:19 Hótel Laugarbakki er staðsett nokkurn veginn miðja vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þar eru 56 herbergi. Örn Arnarsson Um sjötíu bandarískir ferðamenn sitja nú í vellystingum á Hótel Laugarbakka eftir að hafa tekið hressilega til matar síns á hlaðborði sem skellt var upp fyrir hópinn. Önnur af tveimur rútum hópsins fór út af veginum suður af Laugarbakka á bökkum Miðfjarðarár í hádeginu. Rútan rann út af þjóðvegi 1 við Hrútafjarðarháls en valt ekki. Engan sakaði og voru farþegarnir selfluttir í björgunarsveitarbílum á Hótel Laugarbakka. Ekki fyrstu ferðalangarnir til að fá inni með skömmum fyrirvara á hótelinu og vafalítið ekki þeir síðustu. Vonskuveður er víða á landinu og er appelsínugul viðvörun á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóa. Rútan klár í slaginn á ný Örn Arnarson og Hildur Ýr Arnarsdóttir reka Hótel Laugarbakka þar sem eru rúmlega hundrað manns. Bandaríkjamennirnir sjötíu og svo fleiri, meðal annars einn hópur sem hafði bókað gistingu en kom fyrr en vænta mátti sökum veðurs. Örn segir að búið sé að draga rútuna sem fór út af veginum upp og hún standi nú fyrir utan hótelið. „Það meiddist enginn og fólkið er rólegt,“ segir Örn en greina mátti mikið skvaldur í bakgrunni. Ferðalangarnir hafa greinilega nóg að ræða, svaðilför til Íslands sem í dag ber nafn með rentu. „Það er allt í fína, allir búnir að borða og eru sælir og glaðir,“ segir Örn. Fólkið var á leiðinni norður í land en bíður nú færis á Hótel Laugarbakka þangað til för verður haldið áfram. Sauðá hætt að renna „Við rigguðum bara upp glæsilegu hlaðborði á tveimur tímum, óundirbúið,“ segir Örn aðspurður um hvað gestir væru að gúffa í sig. Fólk hafi tekið vel til matar síns. Hann segir enn nóg að gera í ferðamennskunni en óvíst hve lengi það vari inn í veturinn. Við þetta má bæta að Sauðá á Sauðárkróki virðist hætt að renna að mestu leyti. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að talið sé að krapastífla hafi myndast í ánni. Meðlimir björgunarsveita séu að staðsetja stífluna. Lögreglan biðlar til fólks að vera ekki á ferð við Sauðána og alls ekki í Litla-skógi né leiksvæði Árskóla, einnig að vera ekki á ferð vestan við verknámshús Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Veður Húnaþing vestra Skagafjörður Tengdar fréttir Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Rútan rann út af þjóðvegi 1 við Hrútafjarðarháls en valt ekki. Engan sakaði og voru farþegarnir selfluttir í björgunarsveitarbílum á Hótel Laugarbakka. Ekki fyrstu ferðalangarnir til að fá inni með skömmum fyrirvara á hótelinu og vafalítið ekki þeir síðustu. Vonskuveður er víða á landinu og er appelsínugul viðvörun á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóa. Rútan klár í slaginn á ný Örn Arnarson og Hildur Ýr Arnarsdóttir reka Hótel Laugarbakka þar sem eru rúmlega hundrað manns. Bandaríkjamennirnir sjötíu og svo fleiri, meðal annars einn hópur sem hafði bókað gistingu en kom fyrr en vænta mátti sökum veðurs. Örn segir að búið sé að draga rútuna sem fór út af veginum upp og hún standi nú fyrir utan hótelið. „Það meiddist enginn og fólkið er rólegt,“ segir Örn en greina mátti mikið skvaldur í bakgrunni. Ferðalangarnir hafa greinilega nóg að ræða, svaðilför til Íslands sem í dag ber nafn með rentu. „Það er allt í fína, allir búnir að borða og eru sælir og glaðir,“ segir Örn. Fólkið var á leiðinni norður í land en bíður nú færis á Hótel Laugarbakka þangað til för verður haldið áfram. Sauðá hætt að renna „Við rigguðum bara upp glæsilegu hlaðborði á tveimur tímum, óundirbúið,“ segir Örn aðspurður um hvað gestir væru að gúffa í sig. Fólk hafi tekið vel til matar síns. Hann segir enn nóg að gera í ferðamennskunni en óvíst hve lengi það vari inn í veturinn. Við þetta má bæta að Sauðá á Sauðárkróki virðist hætt að renna að mestu leyti. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að talið sé að krapastífla hafi myndast í ánni. Meðlimir björgunarsveita séu að staðsetja stífluna. Lögreglan biðlar til fólks að vera ekki á ferð við Sauðána og alls ekki í Litla-skógi né leiksvæði Árskóla, einnig að vera ekki á ferð vestan við verknámshús Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki.
Veður Húnaþing vestra Skagafjörður Tengdar fréttir Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13
Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39