Felldi Real Madrid með Meistaradeildardrauma sína húðflúraða á fætinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 12:00 Sebastien Thill sést hér sýna húðflúrið á Estadio Santiago Bernabeu í gærkvöldi. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Sebastien Thill og Sheriff Tiraspol eru leikmaður og lið sem fáir bjuggust við að ættu fyrirsagnirnar eftir Liverpool, PSG og Real Madrid kvöld í Meistaradeildinni. Svo var þó raunin í gærkvöldi. Sebastien Thill tryggði Sheriff Tiraspol 2-1 útisigur á Real Madrid á Santiago Bernabeu og varð um leið fyrsti leikmaðurinn frá Lúxemborg sem nær að skora í Meistaradeildinni. „Þetta er besta og mikilvægasta markið mitt á ferlinum. Á því er enginn vafi,“ sagði Sebastien Thill eftir leikinn. Sheriff Tiraspol's hero Sebastien Thill has gone from Champions League dreamer to toppling Real Madrid | @mcgrathmike https://t.co/070El17P9K— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 29, 2021 Thill var á láni hjá rússneska félaginu FC Tambov á síðustu leiktíð en liðið varð gjaldþrota í maí. „Allt liðið sýndi svo mikið hugrekki í leik sínum og ég var hafði nógu mikla heppni með mér til að ná að skora þokkalegasta mark,“ sagði Thill. „Við misstum algjörlega stjórn á okkur eftir leikinn. Það eru fullt af erlendum leikmönnum í liðnu og við erum að koma alls staðar af úr heiminum. Það er okkar styrkur,“ sagði Thill. Sebastien Thill er 27 ára gamall og hafði aldrei spilað í Meistaradeildinni fyrir þetta tímabil. Hans ferill hefur verið nær eingöngu í Lúxemborg fyrir utan síðasta tímabil í Rússlandi og þetta í Moldóvu. Sheriff's Sébastien Thill = 1st player from Luxembourg to score in the #UCL era pic.twitter.com/gsA0KsxDbf— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 28, 2021 Hann hafði aðeins náð að skora eitt mark í sextán landsleikjum fyrir Lúxemborg. Markið kom í fyrsta leik en hann hefur ekki skorað í síðustu fimmtán. Thill hefur hins vegar alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni og það má sjá á húðflúri á fæti hans. Húðflúrið komst í fréttirnar eftir afrek Thill í gærkvöldi. Það eru ekki allir sem eru með Meistaradeildardrauma sína húðflúraða á fætinum eins og sjá má hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Húðflúr Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Sebastien Thill tryggði Sheriff Tiraspol 2-1 útisigur á Real Madrid á Santiago Bernabeu og varð um leið fyrsti leikmaðurinn frá Lúxemborg sem nær að skora í Meistaradeildinni. „Þetta er besta og mikilvægasta markið mitt á ferlinum. Á því er enginn vafi,“ sagði Sebastien Thill eftir leikinn. Sheriff Tiraspol's hero Sebastien Thill has gone from Champions League dreamer to toppling Real Madrid | @mcgrathmike https://t.co/070El17P9K— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 29, 2021 Thill var á láni hjá rússneska félaginu FC Tambov á síðustu leiktíð en liðið varð gjaldþrota í maí. „Allt liðið sýndi svo mikið hugrekki í leik sínum og ég var hafði nógu mikla heppni með mér til að ná að skora þokkalegasta mark,“ sagði Thill. „Við misstum algjörlega stjórn á okkur eftir leikinn. Það eru fullt af erlendum leikmönnum í liðnu og við erum að koma alls staðar af úr heiminum. Það er okkar styrkur,“ sagði Thill. Sebastien Thill er 27 ára gamall og hafði aldrei spilað í Meistaradeildinni fyrir þetta tímabil. Hans ferill hefur verið nær eingöngu í Lúxemborg fyrir utan síðasta tímabil í Rússlandi og þetta í Moldóvu. Sheriff's Sébastien Thill = 1st player from Luxembourg to score in the #UCL era pic.twitter.com/gsA0KsxDbf— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 28, 2021 Hann hafði aðeins náð að skora eitt mark í sextán landsleikjum fyrir Lúxemborg. Markið kom í fyrsta leik en hann hefur ekki skorað í síðustu fimmtán. Thill hefur hins vegar alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni og það má sjá á húðflúri á fæti hans. Húðflúrið komst í fréttirnar eftir afrek Thill í gærkvöldi. Það eru ekki allir sem eru með Meistaradeildardrauma sína húðflúraða á fætinum eins og sjá má hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Húðflúr Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira