Sú besta í WNBA deildinni kemur frá Bahamaeyjum og spilar fyrir Bosníu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 17:00 Jonquel Jones hefur spilað frábærlega með liði Connecticut Sun en er nú komin upp að vegg í úrslitakeppninni í WNBA deildinni. Getty/Scott Taetsch Hún bætti sig mest allra í WNBA deildinni árið 2017, var valin besti sjötti maðurinn árið 2018 og var svo kosin besti leikmaðurinn í ár. Jonquel Jones átti frábært tímabil með Connecticut Sun í WNBA deildinni í körfubolta og fékk í gær yfirburðarkosningu sem mikilvægasti leikmaðurinn í deildinni. Jones fékk 48 af 49 atkvæði í fyrsta sætið og alls 487 stig en það eru fjölmiðlafólk sem fjallar um WNBA deildina sem kýs alveg eins og í NBA deildinni. Jonquel Jones balled out this season @HighlightHER 19.4 PPG 11.2 RPG 2.8 APG pic.twitter.com/sBzAL0xYaM— Bleacher Report (@BleacherReport) September 28, 2021 Brittney Griner, miðherji Phoenix Mercury varð í öðru sæti en fékk 263 færri stig. Breanna Stewart hjá Seattle Storm varð þriðja. Jonquel Jones er 27 ára og 198 sentímetra kraftframherji sem kemur fram Bahamaeyjum. Hún var að spila sitt fimmta tímabil í WNNBA-deildinni. Hún er líka landsliðskona Bosníu og spilaði með landsliðinu á Eurobasket í sumar. Þar tók hún meðal annars 24 fráköst í einum leikjanna sem er met í úrslitakeppni EM. Hún hefur verið á mikilli uppleið lengi. Hún var sú sem bætti sig mest allra í WNBA deildinni árið 2017 og var síðan valin besti sjötti maðurinn árið 2018. Nú lék enginn í deildinni mikilvægara hlutverk að mati þeirra sem fylgjast best með deildinni. 2016: Number 6 draft pick 2017: Most Improved Player of the Year 2018: Sixth Woman of the Year 2019: 2nd Career All-Star Selection2021: MVP Remember her name. Jonquel Jones.— Connecticut Sun (@ConnecticutSun) September 28, 2021 Jones var með 19,4 stig, 11,2 fráköst, 2,8 stoðsendingar, 1,26 varin skot og 1,26 stolna bolta að meðaltali í leik en hún var efst í fráköstum í deildinni og í fjórða sæti í stigaskori. Þetta var í þriðja sinn á fimm árum sem hún tekur flest fráköst. Connecticut Sun vann 81 prósent leikja sinna sem er nýtt félagsmet og endaði deildarkeppnina á fjórtán sigurleikjum í röð. Liðið vann alls 26 af 32 leikjum sínum og var með besta árangurinn af öllum liðum deildarinnar. Bosnia-Herzegovina Women s NT player Jonquel Jones wins the #WNBA Regular Season MVP 19.4 PPG, 11.2 RPG, 2.8 APG@ConnecticutSun @jus242 pic.twitter.com/EC9wXqBIXr— BH live (@BHlive_official) September 28, 2021 Sun hefur aldrei orðið WNBA meistari en mætir Chicago Sky í undanúrslitunum úrslitakeppninnar. Fyrsti leikurinn fór fram í nótt og vann Chicago leikinn eftir tvær framlengingar. Jones var með 26 stig og 11 fráköst en það dugði ekki til. Sun þarf því að vinna næstu tvo leiki til að komast í lokaúrslitin. Courtney Vandersloot hjá Chicago Sky bauð upp á þrefalda tvennu en hún var með 12 stig, 10 fráköst og hvorki meira né minna en 18 stoðsendingar sem er met í úrslitakeppninni. Þetta var aðeins önnur þrennan í sögu úrslitakeppni WNBA og hin kom árið 2005. NBA Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Jonquel Jones átti frábært tímabil með Connecticut Sun í WNBA deildinni í körfubolta og fékk í gær yfirburðarkosningu sem mikilvægasti leikmaðurinn í deildinni. Jones fékk 48 af 49 atkvæði í fyrsta sætið og alls 487 stig en það eru fjölmiðlafólk sem fjallar um WNBA deildina sem kýs alveg eins og í NBA deildinni. Jonquel Jones balled out this season @HighlightHER 19.4 PPG 11.2 RPG 2.8 APG pic.twitter.com/sBzAL0xYaM— Bleacher Report (@BleacherReport) September 28, 2021 Brittney Griner, miðherji Phoenix Mercury varð í öðru sæti en fékk 263 færri stig. Breanna Stewart hjá Seattle Storm varð þriðja. Jonquel Jones er 27 ára og 198 sentímetra kraftframherji sem kemur fram Bahamaeyjum. Hún var að spila sitt fimmta tímabil í WNNBA-deildinni. Hún er líka landsliðskona Bosníu og spilaði með landsliðinu á Eurobasket í sumar. Þar tók hún meðal annars 24 fráköst í einum leikjanna sem er met í úrslitakeppni EM. Hún hefur verið á mikilli uppleið lengi. Hún var sú sem bætti sig mest allra í WNBA deildinni árið 2017 og var síðan valin besti sjötti maðurinn árið 2018. Nú lék enginn í deildinni mikilvægara hlutverk að mati þeirra sem fylgjast best með deildinni. 2016: Number 6 draft pick 2017: Most Improved Player of the Year 2018: Sixth Woman of the Year 2019: 2nd Career All-Star Selection2021: MVP Remember her name. Jonquel Jones.— Connecticut Sun (@ConnecticutSun) September 28, 2021 Jones var með 19,4 stig, 11,2 fráköst, 2,8 stoðsendingar, 1,26 varin skot og 1,26 stolna bolta að meðaltali í leik en hún var efst í fráköstum í deildinni og í fjórða sæti í stigaskori. Þetta var í þriðja sinn á fimm árum sem hún tekur flest fráköst. Connecticut Sun vann 81 prósent leikja sinna sem er nýtt félagsmet og endaði deildarkeppnina á fjórtán sigurleikjum í röð. Liðið vann alls 26 af 32 leikjum sínum og var með besta árangurinn af öllum liðum deildarinnar. Bosnia-Herzegovina Women s NT player Jonquel Jones wins the #WNBA Regular Season MVP 19.4 PPG, 11.2 RPG, 2.8 APG@ConnecticutSun @jus242 pic.twitter.com/EC9wXqBIXr— BH live (@BHlive_official) September 28, 2021 Sun hefur aldrei orðið WNBA meistari en mætir Chicago Sky í undanúrslitunum úrslitakeppninnar. Fyrsti leikurinn fór fram í nótt og vann Chicago leikinn eftir tvær framlengingar. Jones var með 26 stig og 11 fráköst en það dugði ekki til. Sun þarf því að vinna næstu tvo leiki til að komast í lokaúrslitin. Courtney Vandersloot hjá Chicago Sky bauð upp á þrefalda tvennu en hún var með 12 stig, 10 fráköst og hvorki meira né minna en 18 stoðsendingar sem er met í úrslitakeppninni. Þetta var aðeins önnur þrennan í sögu úrslitakeppni WNBA og hin kom árið 2005.
NBA Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli