Rússar heita hefndum gegn YouTube og þýskum fjölmiðlum Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2021 11:29 Kreml með utanríkisráðuneyti Rússlands í bakgrunni. EPA/SERGEI CHIRIKOV Utanríkisráðuneyti Rússlands ætlar að leita leiða til að koma höggi á bandaríska fyrirtækið YouTube og þýska fjölmiðla. Það er eftir að YouTube lokaði þýskum YouTube-rásum rússneska ríkismiðilsins RT. Forsvarsmenn YouTube tilkynntu í gær að rásum rússneskra ríkismiðla hefði verið lokað vegna ítrekaðra brota á skilmálum myndbandaveitunnar um falskar upplýsingar um Covid-19. Í frétt Retuers segir að RT hafi fyrst verið meinað tímabundið að deila myndböndum á YouTube en starfsmenn miðilsins hafi reynt að nota aðrar rásir til að komast hjá banninu og því hafi rásunum verið lokað. Sjá einnig: Tæknirisar láta undan þrýstingi Kremlverja og fjarlægja kosningaforrit Rússar hafa lýst ákvörðun forsvarsmanna YouTube sem „upplýsingahernaði“ gegn Rússlandi. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands, sem ríkismiðillinn TASS vitnar í, segir að nauðsynlegt sé að refsa þýskum fjölmiðlum fyrir ákvörðun forsvarsmanna YouTube, sem er eins og áður segir bandarískt fyrirtæki. Þýskir fjölmiðlar hafi skipt sér af innanríkismálefnum Rússlands og yfirvöld í Þýskalandi hafi ekki orðið við beiðni Rússa um að virða alþjóðlegar skyldur og fjölmiðla- og málfrelsi. Í frétt Moscow Times er meðal annars haft eftir Dmitrí Peskov, talsmanni Vladimírs Pútín, forseta, að yfirvöld Rússlands hefðu enga þolinmæði gagnvart ritskoðun. Vel kæmi til greina að reyna að þvinga YouTube til að fylgja rússneskum lögum. Yfirvöld í Rússlandi hafa undanfarna mánuði látið loka fjölmörgum sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi á grundvelli nýrra laga um öfgasamtök. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Utanríkisráðuneytið segir að YouTube hafi lokað áðurnefndum rásum RT, því miðillinn hafi ekki dansað eftir tóni ráðamanna í Þýskalandi. Rússar hafa seint kröfu til YouTube og krafist þess að rásirnar verði opnaðar aftur. Annars gæti verið lokað á aðgang að YouTube í Rússlandi. Þjóðverjar segja aðgerðir YouTube ekki koma þýskum fjölmiðlum eða Þýskalandi við. Rússland Þýskaland Fjölmiðlar Google Tengdar fréttir Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Ráðamenn í Rússlandi hafa opnað enn eitt dómsmálið gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Að þessu sinni er hann sakaður um að stofna öfgasamtök og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. 28. september 2021 16:18 Pútín með nægan stuðning í Dúmunni til að breyta stjórnarskrá Sameinað Rússland, flokkur Pútíns Rússlandsforseta, hlaut 324 af 450 þingsætum í Dúmunni í nýafstöðnum kosningum þar í landi. Þetta var staðfest af kjörstjórn í dag og er 19 sætum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Engu að síður tryggja þessi úrslit Pútín sterka stöðu. 21. september 2021 19:09 Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21. september 2021 08:59 Litlar líkur á breytingum þegar Rússar ganga að kjörborðinu Rússar ganga að kjörborðinu í dag þar sem kosið verður um 450 sæti á rússneska þinginu, Dúmunni. Allar líkur eru á að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland muni þar vinna sigur, þó að flokkurinn hafi aldrei mælst minni í könnunum. 17. september 2021 08:33 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Facebook lokar áróðurssíðum gegn vestrænum bóluefnum Stjórnendur Facebook segja að hundruð reikinga eða notenda með tengsl við Rússlandi hafi verið fjarlægðir vegna herferðar þeirra gegn tilteknum bóluefnum og falsfrétta um þau. 11. ágúst 2021 06:45 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Forsvarsmenn YouTube tilkynntu í gær að rásum rússneskra ríkismiðla hefði verið lokað vegna ítrekaðra brota á skilmálum myndbandaveitunnar um falskar upplýsingar um Covid-19. Í frétt Retuers segir að RT hafi fyrst verið meinað tímabundið að deila myndböndum á YouTube en starfsmenn miðilsins hafi reynt að nota aðrar rásir til að komast hjá banninu og því hafi rásunum verið lokað. Sjá einnig: Tæknirisar láta undan þrýstingi Kremlverja og fjarlægja kosningaforrit Rússar hafa lýst ákvörðun forsvarsmanna YouTube sem „upplýsingahernaði“ gegn Rússlandi. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands, sem ríkismiðillinn TASS vitnar í, segir að nauðsynlegt sé að refsa þýskum fjölmiðlum fyrir ákvörðun forsvarsmanna YouTube, sem er eins og áður segir bandarískt fyrirtæki. Þýskir fjölmiðlar hafi skipt sér af innanríkismálefnum Rússlands og yfirvöld í Þýskalandi hafi ekki orðið við beiðni Rússa um að virða alþjóðlegar skyldur og fjölmiðla- og málfrelsi. Í frétt Moscow Times er meðal annars haft eftir Dmitrí Peskov, talsmanni Vladimírs Pútín, forseta, að yfirvöld Rússlands hefðu enga þolinmæði gagnvart ritskoðun. Vel kæmi til greina að reyna að þvinga YouTube til að fylgja rússneskum lögum. Yfirvöld í Rússlandi hafa undanfarna mánuði látið loka fjölmörgum sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi á grundvelli nýrra laga um öfgasamtök. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Utanríkisráðuneytið segir að YouTube hafi lokað áðurnefndum rásum RT, því miðillinn hafi ekki dansað eftir tóni ráðamanna í Þýskalandi. Rússar hafa seint kröfu til YouTube og krafist þess að rásirnar verði opnaðar aftur. Annars gæti verið lokað á aðgang að YouTube í Rússlandi. Þjóðverjar segja aðgerðir YouTube ekki koma þýskum fjölmiðlum eða Þýskalandi við.
Rússland Þýskaland Fjölmiðlar Google Tengdar fréttir Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Ráðamenn í Rússlandi hafa opnað enn eitt dómsmálið gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Að þessu sinni er hann sakaður um að stofna öfgasamtök og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. 28. september 2021 16:18 Pútín með nægan stuðning í Dúmunni til að breyta stjórnarskrá Sameinað Rússland, flokkur Pútíns Rússlandsforseta, hlaut 324 af 450 þingsætum í Dúmunni í nýafstöðnum kosningum þar í landi. Þetta var staðfest af kjörstjórn í dag og er 19 sætum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Engu að síður tryggja þessi úrslit Pútín sterka stöðu. 21. september 2021 19:09 Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21. september 2021 08:59 Litlar líkur á breytingum þegar Rússar ganga að kjörborðinu Rússar ganga að kjörborðinu í dag þar sem kosið verður um 450 sæti á rússneska þinginu, Dúmunni. Allar líkur eru á að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland muni þar vinna sigur, þó að flokkurinn hafi aldrei mælst minni í könnunum. 17. september 2021 08:33 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Facebook lokar áróðurssíðum gegn vestrænum bóluefnum Stjórnendur Facebook segja að hundruð reikinga eða notenda með tengsl við Rússlandi hafi verið fjarlægðir vegna herferðar þeirra gegn tilteknum bóluefnum og falsfrétta um þau. 11. ágúst 2021 06:45 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Ráðamenn í Rússlandi hafa opnað enn eitt dómsmálið gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Að þessu sinni er hann sakaður um að stofna öfgasamtök og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. 28. september 2021 16:18
Pútín með nægan stuðning í Dúmunni til að breyta stjórnarskrá Sameinað Rússland, flokkur Pútíns Rússlandsforseta, hlaut 324 af 450 þingsætum í Dúmunni í nýafstöðnum kosningum þar í landi. Þetta var staðfest af kjörstjórn í dag og er 19 sætum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Engu að síður tryggja þessi úrslit Pútín sterka stöðu. 21. september 2021 19:09
Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21. september 2021 08:59
Litlar líkur á breytingum þegar Rússar ganga að kjörborðinu Rússar ganga að kjörborðinu í dag þar sem kosið verður um 450 sæti á rússneska þinginu, Dúmunni. Allar líkur eru á að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland muni þar vinna sigur, þó að flokkurinn hafi aldrei mælst minni í könnunum. 17. september 2021 08:33
Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34
Facebook lokar áróðurssíðum gegn vestrænum bóluefnum Stjórnendur Facebook segja að hundruð reikinga eða notenda með tengsl við Rússlandi hafi verið fjarlægðir vegna herferðar þeirra gegn tilteknum bóluefnum og falsfrétta um þau. 11. ágúst 2021 06:45
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40