Svona virka innsigli á kjörkössum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. september 2021 15:38 Hér má sjá hvernig innsiglið breytir um lit þegar það er tekið af kassanum. vísir Innsigli á kjörkössum hafa verið til mikillar umræðu síðustu daga frá því að Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, viðurkenndi í samtali við Vísi síðasta sunnudag að hann hefði ekki innsiglað atkvæði í kjördæminu eftir fyrstu talningu. Hann hefði skilið atkvæðin eftir í opnum kössum en læst herberginu sem þau voru geymd í. Þá hefur komið fram að starfsmenn hótelsins hafi haft aðgang að lyklum að herberginu og nú reynist erfitt að sannreyna það að enginn hafi komið nálægt atkvæðunum á meðan þau voru skilin eftir, áður en þau voru endurtalin um miðjan sunnudag. Eins og hefur verið reifað í fréttum af málinu síðustu daga stendur skýrt í lögum að kjörgögnin verði að innsigla eftir talningu. En margir velta eflaust fyrir sér hvernig slík innsigli virka. Vísir fékk myndband sem sýnir það á greinilegan hátt hvað gerist ef innsigli á kjörkassa er rofið. Myndbandið var tekið af starfsmanni sveitarfélags í Norðausturkjördæmi á síðasta mánudagsmorgun. Hvítir stafir birtast á rofnu innsigli Á því má sjá hvað gerist þegar innsiglið, sem lítur út eins og afskaplega venjulegt rautt límband, er tekið af yfirborði kjörkassans. Þess má geta að kassinn var ekki notaður í kosningunum, í honum voru ekki atkvæði og hann kominn í geymslu hjá sveitarfélaginu. Þegar límbandið er tekið af birtast um leið á því hvítir stafir. Þeir hverfa svo ekki af þó límbandið sé fest aftur á kassann. Og þannig sést alltaf ef innsigli á kjörkassa hefur verið rofið. Þetta má sjá hér að neðan: Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08 Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Hann hefði skilið atkvæðin eftir í opnum kössum en læst herberginu sem þau voru geymd í. Þá hefur komið fram að starfsmenn hótelsins hafi haft aðgang að lyklum að herberginu og nú reynist erfitt að sannreyna það að enginn hafi komið nálægt atkvæðunum á meðan þau voru skilin eftir, áður en þau voru endurtalin um miðjan sunnudag. Eins og hefur verið reifað í fréttum af málinu síðustu daga stendur skýrt í lögum að kjörgögnin verði að innsigla eftir talningu. En margir velta eflaust fyrir sér hvernig slík innsigli virka. Vísir fékk myndband sem sýnir það á greinilegan hátt hvað gerist ef innsigli á kjörkassa er rofið. Myndbandið var tekið af starfsmanni sveitarfélags í Norðausturkjördæmi á síðasta mánudagsmorgun. Hvítir stafir birtast á rofnu innsigli Á því má sjá hvað gerist þegar innsiglið, sem lítur út eins og afskaplega venjulegt rautt límband, er tekið af yfirborði kjörkassans. Þess má geta að kassinn var ekki notaður í kosningunum, í honum voru ekki atkvæði og hann kominn í geymslu hjá sveitarfélaginu. Þegar límbandið er tekið af birtast um leið á því hvítir stafir. Þeir hverfa svo ekki af þó límbandið sé fest aftur á kassann. Og þannig sést alltaf ef innsigli á kjörkassa hefur verið rofið. Þetta má sjá hér að neðan:
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08 Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
„Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08
Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent