Svona virka innsigli á kjörkössum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. september 2021 15:38 Hér má sjá hvernig innsiglið breytir um lit þegar það er tekið af kassanum. vísir Innsigli á kjörkössum hafa verið til mikillar umræðu síðustu daga frá því að Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, viðurkenndi í samtali við Vísi síðasta sunnudag að hann hefði ekki innsiglað atkvæði í kjördæminu eftir fyrstu talningu. Hann hefði skilið atkvæðin eftir í opnum kössum en læst herberginu sem þau voru geymd í. Þá hefur komið fram að starfsmenn hótelsins hafi haft aðgang að lyklum að herberginu og nú reynist erfitt að sannreyna það að enginn hafi komið nálægt atkvæðunum á meðan þau voru skilin eftir, áður en þau voru endurtalin um miðjan sunnudag. Eins og hefur verið reifað í fréttum af málinu síðustu daga stendur skýrt í lögum að kjörgögnin verði að innsigla eftir talningu. En margir velta eflaust fyrir sér hvernig slík innsigli virka. Vísir fékk myndband sem sýnir það á greinilegan hátt hvað gerist ef innsigli á kjörkassa er rofið. Myndbandið var tekið af starfsmanni sveitarfélags í Norðausturkjördæmi á síðasta mánudagsmorgun. Hvítir stafir birtast á rofnu innsigli Á því má sjá hvað gerist þegar innsiglið, sem lítur út eins og afskaplega venjulegt rautt límband, er tekið af yfirborði kjörkassans. Þess má geta að kassinn var ekki notaður í kosningunum, í honum voru ekki atkvæði og hann kominn í geymslu hjá sveitarfélaginu. Þegar límbandið er tekið af birtast um leið á því hvítir stafir. Þeir hverfa svo ekki af þó límbandið sé fest aftur á kassann. Og þannig sést alltaf ef innsigli á kjörkassa hefur verið rofið. Þetta má sjá hér að neðan: Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08 Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hann hefði skilið atkvæðin eftir í opnum kössum en læst herberginu sem þau voru geymd í. Þá hefur komið fram að starfsmenn hótelsins hafi haft aðgang að lyklum að herberginu og nú reynist erfitt að sannreyna það að enginn hafi komið nálægt atkvæðunum á meðan þau voru skilin eftir, áður en þau voru endurtalin um miðjan sunnudag. Eins og hefur verið reifað í fréttum af málinu síðustu daga stendur skýrt í lögum að kjörgögnin verði að innsigla eftir talningu. En margir velta eflaust fyrir sér hvernig slík innsigli virka. Vísir fékk myndband sem sýnir það á greinilegan hátt hvað gerist ef innsigli á kjörkassa er rofið. Myndbandið var tekið af starfsmanni sveitarfélags í Norðausturkjördæmi á síðasta mánudagsmorgun. Hvítir stafir birtast á rofnu innsigli Á því má sjá hvað gerist þegar innsiglið, sem lítur út eins og afskaplega venjulegt rautt límband, er tekið af yfirborði kjörkassans. Þess má geta að kassinn var ekki notaður í kosningunum, í honum voru ekki atkvæði og hann kominn í geymslu hjá sveitarfélaginu. Þegar límbandið er tekið af birtast um leið á því hvítir stafir. Þeir hverfa svo ekki af þó límbandið sé fest aftur á kassann. Og þannig sést alltaf ef innsigli á kjörkassa hefur verið rofið. Þetta má sjá hér að neðan:
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08 Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08
Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24