Plötur losnuðu skyndilega í kjallara sjúkrahússins á Ísafirði Eiður Þór Árnason skrifar 29. september 2021 21:22 Atvikið hafði ekki teljandi áhrif á starfsemi sjúkrahússins. Aðsend Óveðrið sem gekk yfir Vestfirði olli usla á sjúkrahúsinu á Ísafirði um miðjan dag í gær þegar loftplötur losnuðu skyndilega í kjallaranum. Einnig fauk þakpappi ofan af þakinu á aðalbyggingu sjúkrahússins. Tjónið hafði ekki áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar og varð engum meint af þegar plöturnar og loftræstistokkar féllu niður í kjallaranum. „Það var mjög mikill vindur í gær og sérstaklega á milli þrjú og sex. Það kom bara vindhviða inn um kjallaradyrnar og kerfisloftið fellur niður. Þetta eru lausar plötur sem er yfirleitt hægt að lyfta með fingrum sem losnuðu þarna og eitthvað af loftræstikerfinu,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu. Mildi þykir að enginn hafi verið staddur á ganginum þegar plöturnar losnuðu.Aðsend Hann segir að iðnaðarmenn hafi ekki verið lengi að kippa þessu í laginn og þegar Gylfi mætti til vinnu í morgun var eins og það hafi verið í skorist. „Svo fuku nokkur önnur þök í bænum í gær og það var ein plata sem var ansi nálægt hjúkrunarheimilinu okkar en björgunarsveit kom og bjargaði því fyrir okkur.“ Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.Aðsend Komið logn Óveðrið hafði lítil áhrif á starfsemi sjúkrahússins og komust meira og minna allir starfsmenn til og frá vinnu þrátt fyrir slæma færð og einhverjar vegalokanir. Fljótt skipast veður í lofti og hefur nú kyrrð færst yfir Vestfirði eftir átök síðustu daga. „Það er yndislegt veður núna, bjart og smá rigning svo snjórinn er að bráðna,“ sagði Gylfi í samtali við blaðamann síðdegis í dag. Hann segir það vera til marks um vindstyrkinn í gær að fánastöngin við Ísafjarðarkirkju hafi brotnað í látunum en hún hefur staðið af sér öll óveður á síðustu 20 til 30 árum. Ísafjarðarbær Veður Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Óvissustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum. 29. september 2021 09:57 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Björgunarsveitir ræstar út í Bolungarvík og Vopnafirði vegna óveðursins Björgunarsveitir í Bolungarvík voru kallaðar út vegna foks á munum skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Líkur eru á að útköll björgunarsveita verði fleiri vegna óveðursins gengur yfir stóran hluta landsins í dag. 28. september 2021 10:20 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Tjónið hafði ekki áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar og varð engum meint af þegar plöturnar og loftræstistokkar féllu niður í kjallaranum. „Það var mjög mikill vindur í gær og sérstaklega á milli þrjú og sex. Það kom bara vindhviða inn um kjallaradyrnar og kerfisloftið fellur niður. Þetta eru lausar plötur sem er yfirleitt hægt að lyfta með fingrum sem losnuðu þarna og eitthvað af loftræstikerfinu,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu. Mildi þykir að enginn hafi verið staddur á ganginum þegar plöturnar losnuðu.Aðsend Hann segir að iðnaðarmenn hafi ekki verið lengi að kippa þessu í laginn og þegar Gylfi mætti til vinnu í morgun var eins og það hafi verið í skorist. „Svo fuku nokkur önnur þök í bænum í gær og það var ein plata sem var ansi nálægt hjúkrunarheimilinu okkar en björgunarsveit kom og bjargaði því fyrir okkur.“ Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.Aðsend Komið logn Óveðrið hafði lítil áhrif á starfsemi sjúkrahússins og komust meira og minna allir starfsmenn til og frá vinnu þrátt fyrir slæma færð og einhverjar vegalokanir. Fljótt skipast veður í lofti og hefur nú kyrrð færst yfir Vestfirði eftir átök síðustu daga. „Það er yndislegt veður núna, bjart og smá rigning svo snjórinn er að bráðna,“ sagði Gylfi í samtali við blaðamann síðdegis í dag. Hann segir það vera til marks um vindstyrkinn í gær að fánastöngin við Ísafjarðarkirkju hafi brotnað í látunum en hún hefur staðið af sér öll óveður á síðustu 20 til 30 árum.
Ísafjarðarbær Veður Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Óvissustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum. 29. september 2021 09:57 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Björgunarsveitir ræstar út í Bolungarvík og Vopnafirði vegna óveðursins Björgunarsveitir í Bolungarvík voru kallaðar út vegna foks á munum skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Líkur eru á að útköll björgunarsveita verði fleiri vegna óveðursins gengur yfir stóran hluta landsins í dag. 28. september 2021 10:20 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Óvissustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum. 29. september 2021 09:57
Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39
Björgunarsveitir ræstar út í Bolungarvík og Vopnafirði vegna óveðursins Björgunarsveitir í Bolungarvík voru kallaðar út vegna foks á munum skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Líkur eru á að útköll björgunarsveita verði fleiri vegna óveðursins gengur yfir stóran hluta landsins í dag. 28. september 2021 10:20