Innlent

Gestir á kosninga­vöku Pírata greindust með Co­vid-19

Eiður Þór Árnason skrifar
Kosningaskrifstofa Pírata.
Kosningaskrifstofa Pírata. Vísir/Sigurjón

Tveir gestir sem sóttu kosningavöku Pírata á kjördag greindust í gær með Covid-19. Smitrakningarteymið hefur haft samband við gesti sem þurfa að fara í sóttkví vegna þessara tilfella.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem Píratar hafa sent til þeirra sem sóttu kosningavökuna en fór fram á Brugghúsinu Ægisgarði. Í skeytinu er fólk hvatt til að vera vakandi fyrir einkennum Covid-19 næstu daga og fara í sýnatöku finni það fyrir einkennum.

Öllum gestum var gert að skrá sig við komuna í samkvæmið og hafa skilaboð verið send út til þeirra aðila. Stefán Óli Jónsson, starfsmaður þingflokks Pírata, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu


Tengdar fréttir

Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví

Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum.

Sigur­partýið lét aðrar kosninga­vökur líta út eins og fermingar­veislur

Blaðamaður og ljósmyndari tóku púlsinn á öllum kosningarvökum flokkanna í gær. Tíu partý dreifð um allt höfuðborgarsvæðið og var stemningin mjög ólík á hverjum viðkomustað, allt frá rólegu kaffiboði í kirkju yfir í tónleika Herra Hnetusmjörs í troðfullu partýi Framsóknarmanna úti á Granda en þar var stemningin áberandi best. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×