Katrín Tanja „túrar“ um um öll Bandaríkin í næsta mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir verður á ferðinni í næsta mánuði. Instagram/@katrintanja CrossFit æfingahópurinn hjá CompTrain ætlar að boða út fagnaðarerindið út um öll Bandaríkin í næsta mánuði. Katrín Tanja Davíðsdóttir er stærsta stjarnan hópsins en CompTrain átti fullt af keppendum á síðustu heimsleikum í ágúst síðastliðnum. Katrín Tanja hefur verið að æfa á Íslandi í þessum mánuði en framundan er viðburðaríkur októbermánuður fyrir hana. Það verður svo sannarlega nóg að gera þegar hún mætir aftur út til Bandaríkjanna. Evan hjá CompTrain kynnti túrinn á Instagram síðu fyrirtækisins en stofnandi þess er Ben Bergeron sem hefur þjálfað Katrínu Tönju í sex ár. Katrín hefur haft aðstöðu hjá honum í Natick, í Massachusetts fylki undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Katrín Tanja hefur fengið flott fólk í æfingahópinn sinn á síðustu árum og á síðustu heimsleikum komust þau Amanda Barnhart, Chandler Smith og Samuel Kwant inn á leikana í Madison. Árið áður höfðu þau Katrín og Kwant bæði unnið silfur á heimsleikunum. CompTrain ætlar ný að fara sýningarferðalag um Bandaríkin í október með CrossFit stjörnur sínar og verður Cole Sager líka í þeim hópi ásamt fleirum tengdum fyrirtækinu. Hópurinn mætir með æfingatrukk og tengivagn og getur með því sett upp æfingabúðir á hverjum stað. Þar verða einnig þjálfaranámskeið og gestir og gangandi geta heilsað upp á stjörnurnar og þjálfarana. Það verður líka möguleiki að reyna sig á móti einhverjum af stjörnunum í einni æfingunni sem sett verður í gang á vegum CompTrain. Katrín Tanja þarf að passa upp á það að slaka ekki á við æfingarnar því stutt er í Rogue Invitational mótið sem fer fram í lok október. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir er stærsta stjarnan hópsins en CompTrain átti fullt af keppendum á síðustu heimsleikum í ágúst síðastliðnum. Katrín Tanja hefur verið að æfa á Íslandi í þessum mánuði en framundan er viðburðaríkur októbermánuður fyrir hana. Það verður svo sannarlega nóg að gera þegar hún mætir aftur út til Bandaríkjanna. Evan hjá CompTrain kynnti túrinn á Instagram síðu fyrirtækisins en stofnandi þess er Ben Bergeron sem hefur þjálfað Katrínu Tönju í sex ár. Katrín hefur haft aðstöðu hjá honum í Natick, í Massachusetts fylki undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Katrín Tanja hefur fengið flott fólk í æfingahópinn sinn á síðustu árum og á síðustu heimsleikum komust þau Amanda Barnhart, Chandler Smith og Samuel Kwant inn á leikana í Madison. Árið áður höfðu þau Katrín og Kwant bæði unnið silfur á heimsleikunum. CompTrain ætlar ný að fara sýningarferðalag um Bandaríkin í október með CrossFit stjörnur sínar og verður Cole Sager líka í þeim hópi ásamt fleirum tengdum fyrirtækinu. Hópurinn mætir með æfingatrukk og tengivagn og getur með því sett upp æfingabúðir á hverjum stað. Þar verða einnig þjálfaranámskeið og gestir og gangandi geta heilsað upp á stjörnurnar og þjálfarana. Það verður líka möguleiki að reyna sig á móti einhverjum af stjörnunum í einni æfingunni sem sett verður í gang á vegum CompTrain. Katrín Tanja þarf að passa upp á það að slaka ekki á við æfingarnar því stutt er í Rogue Invitational mótið sem fer fram í lok október.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira