Í því samkomulagi var því til að mynda lofað að Bandaríkjaher yrði að fullu farinn frá Afganistan í maí á þessu ári.
Frank McKenzie hershöfðingi segir að þetta loforð hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir afganska herinn, ekki síst á sálarlíf hermannanna sem sáu fram á að þurfa að mæta talíbönum einir og án aðstoðar frá Bandaríkjunum.
McKenzie sagði einnig fyrir þingnefndinni að hinn naglinn í kistuna hafi verið ákvörðun Joe Bidens núverandi forseta að fækka fyrr í herliðinu en áætlað hafði verið, það hafi orsakað hrun í stjórnkerfinu í Kabúl og innan hersins.