Óvissuástand eftir þingkosningar í Þýskalandi Ívar Már Arthúrsson skrifar 30. september 2021 09:00 Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fóru fram síðastliðinn sunnudag. Rúmlega 60 milljón manns voru á kjörskrá. Kosningaþáttakan var frekar góð, eða rúmlega 75 prósent, sem var svipað og í síðustu kosningum. Þetta eru fyrstu kosningarnar í nærri 20 ár, þar sem Angela Merkel, kanslari landsins, úr flokki kristilegra demókrata, var ekki í framboði, en hún hefur gengt því embætti frá árinu 2005. Úrslitin urðu þau, að jafnaðarmannaflokkurinn vann sigur og varð stærsti flokkurinn, en munurinn var þó lítill á fylgi þeirra og kristilegra demókrata. Síðarnefndi flokkurinn missti tæp 10 prósent frá síðustu kosningum og fékk þar með verstu útreið sína í sögunni. Margir telja að það skrifist að miklu leyti á kostnað kansalarefnis flokksins, Armins Laschet, sem naut lítilla vinsælda og er sakaður um alvarleg mistök í kosningabráttuni. Til dæmis má nefna það sem gerðist, þegar flóðbylgja reið yfir nokkur héruð í vesturhluta Þýskalands fyrr í sumar, þar á meðal hluta fylkissins Nordrhein Westfalen, sem hann stýrir, og yfir 100 manns létu lífið. Þá heimsótti Laschet, ásamt forseta Þýskalands, Frank Walter Steinmeier, hamfarasvæðið. Á meðan Steinmeier var að flytja ræðu fór Laschet að flissa fyrir aftan forsetann og vakti það óhug meðal margra. Sumir halda því meira að segja fram að þetta atvik hafi kostað hann kanslaraembættið. Frekar líklegt þykir nú, að Olaf Scholz, kanslaraefni jafnaðarmanna, muni taka við af Merkel og verða næsti kanslari landsins, þó það sé enn ekki víst. Ef hann tæki við embætti kanslara myndi hann að öllum líkindum mynda stjórn með Græningjaflokknum og flokki Frjálsra Demókrata, sem báðir juku fylgi sitt líka frá síðustu kosningunum. Þessir tveir flokkar hafa nú byrjað viðræður sín á milli og mun framhaldið ráðast af því, hvað kemur út úr þeim viðræðum. Hugsanlegt væri nefnilega líka að þeir veldu þann kost að mynda stjórn með Kristilegum Demókrötum. Ljóst er að það verður ekki mynduð vinstri stjórn. Í henni hefðu setið jafnaðarmenn, græningjar og vinstri flokkurinn (Die Linke). Sá síðastnefndi rétt náði inn á þing og varð að sætta sig við lágmarksfjölda þingsæta. Það er því ekki meirihluti fyrir því að mynda stjórn með honum. Hins vegar gætu jafnaðarmenn og kristilegir aftur farið saman í stjórn. Nær útilokað er þó talið að þeir geri það, þar sem andstaðan við áframhaldandi stjórnarsamstarf við kristilega er mjög mikil meðal jafnaðarmanna. Hún var það þegar fyrir kosningar og er nú enn þá meiri, eftir að jafnaðarmenn báru sigur úr býtum. Eitt sem liggur alveg ljóst fyrir er að róttæki hægri flokkurinn, Alernative für Deutschland (AfD), mun ekki sitja í næstu ríkisstjórn Þýskalands, þar sem allir aðrir flokkar á þinginu hafa frá upphafi útilokað allt samstarf við þann flokk. Miðað við þá stöðu sem nú er uppi gætu stjórnarmyndurnarviðræður reynst erfiðar og staðið lengi. Það er því enn óvíst, hvort það verður Angela Merkel eða arftaki hennar í embætti, sem flytur þýsku þjóðinni næsta nýársávarp. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fóru fram síðastliðinn sunnudag. Rúmlega 60 milljón manns voru á kjörskrá. Kosningaþáttakan var frekar góð, eða rúmlega 75 prósent, sem var svipað og í síðustu kosningum. Þetta eru fyrstu kosningarnar í nærri 20 ár, þar sem Angela Merkel, kanslari landsins, úr flokki kristilegra demókrata, var ekki í framboði, en hún hefur gengt því embætti frá árinu 2005. Úrslitin urðu þau, að jafnaðarmannaflokkurinn vann sigur og varð stærsti flokkurinn, en munurinn var þó lítill á fylgi þeirra og kristilegra demókrata. Síðarnefndi flokkurinn missti tæp 10 prósent frá síðustu kosningum og fékk þar með verstu útreið sína í sögunni. Margir telja að það skrifist að miklu leyti á kostnað kansalarefnis flokksins, Armins Laschet, sem naut lítilla vinsælda og er sakaður um alvarleg mistök í kosningabráttuni. Til dæmis má nefna það sem gerðist, þegar flóðbylgja reið yfir nokkur héruð í vesturhluta Þýskalands fyrr í sumar, þar á meðal hluta fylkissins Nordrhein Westfalen, sem hann stýrir, og yfir 100 manns létu lífið. Þá heimsótti Laschet, ásamt forseta Þýskalands, Frank Walter Steinmeier, hamfarasvæðið. Á meðan Steinmeier var að flytja ræðu fór Laschet að flissa fyrir aftan forsetann og vakti það óhug meðal margra. Sumir halda því meira að segja fram að þetta atvik hafi kostað hann kanslaraembættið. Frekar líklegt þykir nú, að Olaf Scholz, kanslaraefni jafnaðarmanna, muni taka við af Merkel og verða næsti kanslari landsins, þó það sé enn ekki víst. Ef hann tæki við embætti kanslara myndi hann að öllum líkindum mynda stjórn með Græningjaflokknum og flokki Frjálsra Demókrata, sem báðir juku fylgi sitt líka frá síðustu kosningunum. Þessir tveir flokkar hafa nú byrjað viðræður sín á milli og mun framhaldið ráðast af því, hvað kemur út úr þeim viðræðum. Hugsanlegt væri nefnilega líka að þeir veldu þann kost að mynda stjórn með Kristilegum Demókrötum. Ljóst er að það verður ekki mynduð vinstri stjórn. Í henni hefðu setið jafnaðarmenn, græningjar og vinstri flokkurinn (Die Linke). Sá síðastnefndi rétt náði inn á þing og varð að sætta sig við lágmarksfjölda þingsæta. Það er því ekki meirihluti fyrir því að mynda stjórn með honum. Hins vegar gætu jafnaðarmenn og kristilegir aftur farið saman í stjórn. Nær útilokað er þó talið að þeir geri það, þar sem andstaðan við áframhaldandi stjórnarsamstarf við kristilega er mjög mikil meðal jafnaðarmanna. Hún var það þegar fyrir kosningar og er nú enn þá meiri, eftir að jafnaðarmenn báru sigur úr býtum. Eitt sem liggur alveg ljóst fyrir er að róttæki hægri flokkurinn, Alernative für Deutschland (AfD), mun ekki sitja í næstu ríkisstjórn Þýskalands, þar sem allir aðrir flokkar á þinginu hafa frá upphafi útilokað allt samstarf við þann flokk. Miðað við þá stöðu sem nú er uppi gætu stjórnarmyndurnarviðræður reynst erfiðar og staðið lengi. Það er því enn óvíst, hvort það verður Angela Merkel eða arftaki hennar í embætti, sem flytur þýsku þjóðinni næsta nýársávarp. Höfundur er nemi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun