Sóllilja og félagar úr leik í Evrópubikarnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2021 17:41 Sóllilja Bjarnadóttir og liðsfélagar hennar í A3 Basket Umeå eru úr leik. vísir/vilhelm Sóllilja Bjarndóttir og liðsfélagar hennar í sænska liðinu A3 Basket Umeå töpuðu í dag gegn ungverska liðinu FCSM Csata í undankeppni Evrópubikarkeppni kvenna í körfubolta, 81-79. Csata vann fyrri leik liðanna með 15 stiga mun og Sóllilja og Umeå sitja því eftir með sárt ennið. Umeå byrjaði leikinn betur og þær náðu mest níu stiga forskoti í fyrsta leikhluta. Gestirnir frá Ungverjalandi náðu þó vopnum sínum fljótlega og minnkuðu muninn í tvö stig. Þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan 29-25. Heimakonur náðu aftur góðu forskoti í upphafi annars leikhluta og juku muninn fljótt í tíu stig. Gestirnir minnkuðu aftur muninn, en góður lokakafli fyrir hálfleik skilaði Umeå sex stiga forskoti þegar að gengið var til búningsherbergja. Ungverjarnir mættu ákveðnir til leiks í þriðja leikhluta, og um miðbik hans tóku þær forystuna í fyrsta skipti í leiknum. Þegar komið var að lokaleikhlutanum var staðan 56-57, Csata í vil. Sóllilja og félagar gáfust þó ekki upp og ætluðu sér greinilega að berjast til seinasta blóðdropa. Þær náðu forsytunni aftur, og þegar fjórði leikhluti var um það bil hálfnaður var staðan orðin 71-63, Umeå í vil, og allt mögulegt. Gestirnir reyndust þó sterkari á lokakaflanum og minnkuðu muninn aftur niður í eitt stig, áður en þær tóku forystuna alveg undir blálokin og unnu tveggja stiga sigur, 81-79. Umeå er því úr leik í Evrópubikarnum. Sóllilja nýtti þann litla spiltíma sem hún fékk í að gefa eina stoðsendingu á liðsfélaga sinn. Körfubolti Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Umeå byrjaði leikinn betur og þær náðu mest níu stiga forskoti í fyrsta leikhluta. Gestirnir frá Ungverjalandi náðu þó vopnum sínum fljótlega og minnkuðu muninn í tvö stig. Þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan 29-25. Heimakonur náðu aftur góðu forskoti í upphafi annars leikhluta og juku muninn fljótt í tíu stig. Gestirnir minnkuðu aftur muninn, en góður lokakafli fyrir hálfleik skilaði Umeå sex stiga forskoti þegar að gengið var til búningsherbergja. Ungverjarnir mættu ákveðnir til leiks í þriðja leikhluta, og um miðbik hans tóku þær forystuna í fyrsta skipti í leiknum. Þegar komið var að lokaleikhlutanum var staðan 56-57, Csata í vil. Sóllilja og félagar gáfust þó ekki upp og ætluðu sér greinilega að berjast til seinasta blóðdropa. Þær náðu forsytunni aftur, og þegar fjórði leikhluti var um það bil hálfnaður var staðan orðin 71-63, Umeå í vil, og allt mögulegt. Gestirnir reyndust þó sterkari á lokakaflanum og minnkuðu muninn aftur niður í eitt stig, áður en þær tóku forystuna alveg undir blálokin og unnu tveggja stiga sigur, 81-79. Umeå er því úr leik í Evrópubikarnum. Sóllilja nýtti þann litla spiltíma sem hún fékk í að gefa eina stoðsendingu á liðsfélaga sinn.
Körfubolti Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira