Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. október 2021 12:08 Aron Einar Gunnarsson og annar maður, fyrrverandi landsliðsmaður, eru grunaðir um að hafa brotið gegn konu í Kaupmannahöfn árið 2010. Vísir/Bára Dröfn Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. Réttargæslumaður segir sönnunarfærslu í málum sem þessum þunga en að fyrir brotaþola snúist þau fyrst og fremst um að koma þeim upp á yfirborðið og loka þeim. Aron Einar Gunnarsson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði stjórn KSÍ hafa útilokað sig frá landsliðshópnum vegna sögusagna um að hann hafi brotið gegn konu árið 2010. Hann sagði KSÍ ekki hafa komið að máli við sig en að hann hafi sjálfur óskað eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Kæra lögð fram í tvígang Fréttastofa hefur fengið staðfest að kæra var lögð fram árið 2010 en síðan dregin til baka. Hún hafi síðan verið lögð fram að nýju nú nýverið. Lögreglurannsókn er því hafin en hún snýr ekki aðeins að Aroni Einari því annar karlmaður, fyrrverandi landsliðsmaður, er einnig til skoðunar í málinu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við fjölmiðla í ágúst að stjórnin hefði fengið tilkynningu um hópnauðgun, en vildi ekki fara nánar út í málið. Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ hafnaði því í gær að sögusagnir á hendir Aroni Einari hafi haft áhrif á valið í landsliðshópinn og Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafnaði því að stjórn KSÍ hafi farið fram á að Aron fengi ekki að vera með í hópnum. Erfitt að sanna málin en ekki ómögulegt Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður og réttargæslumaður segir að þó málið sé orðið ellefu ára þá sé það ekki fyrnt. Sönnunarfærslan sé hins vegar þung. „Hún er talsvert erfið. Almennt er ekki mikið um sönnunargögn í svona málum, það er að segja físísk sönnunargögn þannig að oft er þetta orð á móti orði og hún er talsvert þung. En það eru alveg fordæmi fyrir því að menn hafi verið sakfelldir fyrir kynferðisbrot þó langur tími sé liðinn,“ segir Kolbrún. Kolbrún Garðarsdóttir réttargæslumaður. Það sé hins vegar ekki algengt. „Ég myndi ekki segja að það væri algengt. Því sönnunarfærslan er erfið í málum þar sem svo langt er um liðið.“ Hún segir að máli sem þessi snúi oft að því að ná fram réttlæti og ákveðinni lokun, enda séu kynferðisbrotamál brotaþolum afskaplega þungbær. „Almennt þegar kæra er lögð fram löngu eftir að brotið hefur átt sér stað þá er það oft gert til þess að koma málinu upp á yfirborðið. Og brotaþolar gera sér grein fyrir því að staðan er erfiðari heldur en ef brotið hefði verið kært strax. En þetta snýst oft um einhvers konar réttlætismál, að sá sem er borinn sökum að hann standi frammi fyrir og svari fyrir brotin, jafnvel þó málið fari ekki áfram vegna erfiðra sönnunarstöðu.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. 1. október 2021 11:08 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Réttargæslumaður segir sönnunarfærslu í málum sem þessum þunga en að fyrir brotaþola snúist þau fyrst og fremst um að koma þeim upp á yfirborðið og loka þeim. Aron Einar Gunnarsson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði stjórn KSÍ hafa útilokað sig frá landsliðshópnum vegna sögusagna um að hann hafi brotið gegn konu árið 2010. Hann sagði KSÍ ekki hafa komið að máli við sig en að hann hafi sjálfur óskað eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Kæra lögð fram í tvígang Fréttastofa hefur fengið staðfest að kæra var lögð fram árið 2010 en síðan dregin til baka. Hún hafi síðan verið lögð fram að nýju nú nýverið. Lögreglurannsókn er því hafin en hún snýr ekki aðeins að Aroni Einari því annar karlmaður, fyrrverandi landsliðsmaður, er einnig til skoðunar í málinu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við fjölmiðla í ágúst að stjórnin hefði fengið tilkynningu um hópnauðgun, en vildi ekki fara nánar út í málið. Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ hafnaði því í gær að sögusagnir á hendir Aroni Einari hafi haft áhrif á valið í landsliðshópinn og Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafnaði því að stjórn KSÍ hafi farið fram á að Aron fengi ekki að vera með í hópnum. Erfitt að sanna málin en ekki ómögulegt Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður og réttargæslumaður segir að þó málið sé orðið ellefu ára þá sé það ekki fyrnt. Sönnunarfærslan sé hins vegar þung. „Hún er talsvert erfið. Almennt er ekki mikið um sönnunargögn í svona málum, það er að segja físísk sönnunargögn þannig að oft er þetta orð á móti orði og hún er talsvert þung. En það eru alveg fordæmi fyrir því að menn hafi verið sakfelldir fyrir kynferðisbrot þó langur tími sé liðinn,“ segir Kolbrún. Kolbrún Garðarsdóttir réttargæslumaður. Það sé hins vegar ekki algengt. „Ég myndi ekki segja að það væri algengt. Því sönnunarfærslan er erfið í málum þar sem svo langt er um liðið.“ Hún segir að máli sem þessi snúi oft að því að ná fram réttlæti og ákveðinni lokun, enda séu kynferðisbrotamál brotaþolum afskaplega þungbær. „Almennt þegar kæra er lögð fram löngu eftir að brotið hefur átt sér stað þá er það oft gert til þess að koma málinu upp á yfirborðið. Og brotaþolar gera sér grein fyrir því að staðan er erfiðari heldur en ef brotið hefði verið kært strax. En þetta snýst oft um einhvers konar réttlætismál, að sá sem er borinn sökum að hann standi frammi fyrir og svari fyrir brotin, jafnvel þó málið fari ekki áfram vegna erfiðra sönnunarstöðu.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. 1. október 2021 11:08 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. 1. október 2021 11:08