„Spennandi dæmi, með lagfæringum hér og þar“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2021 14:00 Ólafur Jóhannesson hefur fimm sinnum stýrt liðum til Íslandmeistaratitils; þrjú ár í röð með FH 2004-2006 og svo með Val 2017 og 2018. vísir/Hulda Margrét „Ég hafði mikinn áhuga á því að halda áfram,“ segir Ólafur Jóhannesson sem skrifað hefur undir samning þess efnis að þjálfa karlalið FH í fótbolta áfram næstu tvö árin. Ólafur tók á ný við FH í lok júní eftir að Logi Ólafsson hætti. Liðið var þá þegar svo gott sem úr leik í titilbaráttunni í Pepsi Max-deildinni, með 11 stig eftir níu leiki, 12 stigum á eftir toppliði Vals. Undir stjórn Ólafs gekk FH ívið betur að hala inn stigum en liðið endaði þó í 6. sæti deildarinnar. Á lokakaflanum fengu margir ungir leikmenn að svamla um í djúpu lauginni en Ólafur lítur þó ekki svo á að eftir mikla gullöld sé nú tími uppbyggingar hjá FH. Stefnan sé alltaf sett á toppinn. „Mér fannst þetta góður tími sem við áttum seinni part sumars og mér fannst þetta spennandi dæmi, með lagfæringum hér og þar. Ef það gengur í gegn er ég sáttur,“ segir Ólafur um ástæður þess að hann ákvað að vera áfram með FH-liðið. „Við vorum orðnir fínir í endann á mótinu. Það voru litlir hlutir sem þurfti að lagfæra og í heildina var ég þokkalega ánægður með þetta,“ segir Ólafur. Ánægður með ungu mennina en spurning hvernig þeir höndla pressu Baldur Logi Guðlaugsson og Ólafur Guðmundsson, báðir 19 ára, urðu fljótt byrjunarliðsmenn hjá Ólafi og þeir Oliver Heiðarsson (20 ára) og Logi Hrafn Róbertsson (17 ára) spiluðu einnig mikið. Í lokaumferð mótsins, í 1-1 jafntefli við KA, komu níu FH-ingar við sögu sem fæddir eru á þessari öld. Baldur Logi Guðlaugsson stimplaði sig inn í lið FH undir stjórn Ólafs.vísir/Hulda Margrét „Ég er ánægður með það hvernig þessir ungu leikmenn komu inn í liðið. Þeir sýndu og sönnuðu fyrir okkur og ekki síst sjálfum sér að þeir eiga fína framtíð fyrir sér sem fótboltamenn, hjá FH. Ég er ánægður með það,“ segir Ólafur sem er þó ekki í brúnni hjá FH bara til að gera unga leikmenn betri heldur til að gera atlögu að titlum: „Það er eitt að spila leiki þar sem er ekki mikið undir, og ekki mikil pressa á mönnum, eða leiki þar sem pressan er mikil allt í kringum þig. Það var ekki mikil pressa á okkur seinni part sumars. En þeir [ungu leikmennirnir] stóðu sig vel í þeim leikjum sem þeir spiluðu og svo eigum við eftir að sjá hvernig þeir bregðast við. Að sjálfsögðu er FH klúbbur sem stefnir á að vera við toppinn, það verður engin breyting á því.“ Starfar á ný með Sigurbirni Ólafur var með Davíð Þór Viðarsson sér til aðstoðar í sumar en þeirra samstarfi er lokið og allt útlit fyrir að þeir Ólafur og Sigurbjörn Hreiðarsson, sem síðast stýrði Grindavík, starfi saman á ný: „Það er ekki fullfrágengið en ég vonast til þess að það gangi upp núna mjög fljótlega. Við tókum sameiginlega ákvörðun um að Bjössi kæmi inn í þetta. Það var mjög gott að vera með Davíð og okkur gekk mjög vel saman og áttum fínt samstarf. Hann er í þungu námi og hefur kannski ekki alveg þann tíma sem til þarf nákvæmlega núna, og eftir samtöl komumst við að þessari niðurstöðu.“ Taka stöðuna varðandi Hjört Loga og Pétur Ljóst er að Guðmann Þórisson verður ekki áfram í liði FH. Þrír leikmenn til viðbótar eru án samnings eftir tímabilið. Stendur til að semja aftur við Hjört Loga Valgarðsson, Pétur Viðarsson og Morten Beck? „Þetta eru hlutir sem við erum að skoða þessa dagana. Morten Beck fer til Danmerkur. Við þurfum að taka stöðuna varðandi hina og sjá hvernig landið liggur. Við þurfum styrkingar hér og þar, og það er eitthvað sem við erum að skoða núna, í tengslum við það hvaða leikmenn við eigum og eru að koma upp hjá okkur. Við erum bara að fara yfir það núna og það er ekkert í hendi,“ segir Ólafur og heldur spilunum að sér. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Sjá meira
Ólafur tók á ný við FH í lok júní eftir að Logi Ólafsson hætti. Liðið var þá þegar svo gott sem úr leik í titilbaráttunni í Pepsi Max-deildinni, með 11 stig eftir níu leiki, 12 stigum á eftir toppliði Vals. Undir stjórn Ólafs gekk FH ívið betur að hala inn stigum en liðið endaði þó í 6. sæti deildarinnar. Á lokakaflanum fengu margir ungir leikmenn að svamla um í djúpu lauginni en Ólafur lítur þó ekki svo á að eftir mikla gullöld sé nú tími uppbyggingar hjá FH. Stefnan sé alltaf sett á toppinn. „Mér fannst þetta góður tími sem við áttum seinni part sumars og mér fannst þetta spennandi dæmi, með lagfæringum hér og þar. Ef það gengur í gegn er ég sáttur,“ segir Ólafur um ástæður þess að hann ákvað að vera áfram með FH-liðið. „Við vorum orðnir fínir í endann á mótinu. Það voru litlir hlutir sem þurfti að lagfæra og í heildina var ég þokkalega ánægður með þetta,“ segir Ólafur. Ánægður með ungu mennina en spurning hvernig þeir höndla pressu Baldur Logi Guðlaugsson og Ólafur Guðmundsson, báðir 19 ára, urðu fljótt byrjunarliðsmenn hjá Ólafi og þeir Oliver Heiðarsson (20 ára) og Logi Hrafn Róbertsson (17 ára) spiluðu einnig mikið. Í lokaumferð mótsins, í 1-1 jafntefli við KA, komu níu FH-ingar við sögu sem fæddir eru á þessari öld. Baldur Logi Guðlaugsson stimplaði sig inn í lið FH undir stjórn Ólafs.vísir/Hulda Margrét „Ég er ánægður með það hvernig þessir ungu leikmenn komu inn í liðið. Þeir sýndu og sönnuðu fyrir okkur og ekki síst sjálfum sér að þeir eiga fína framtíð fyrir sér sem fótboltamenn, hjá FH. Ég er ánægður með það,“ segir Ólafur sem er þó ekki í brúnni hjá FH bara til að gera unga leikmenn betri heldur til að gera atlögu að titlum: „Það er eitt að spila leiki þar sem er ekki mikið undir, og ekki mikil pressa á mönnum, eða leiki þar sem pressan er mikil allt í kringum þig. Það var ekki mikil pressa á okkur seinni part sumars. En þeir [ungu leikmennirnir] stóðu sig vel í þeim leikjum sem þeir spiluðu og svo eigum við eftir að sjá hvernig þeir bregðast við. Að sjálfsögðu er FH klúbbur sem stefnir á að vera við toppinn, það verður engin breyting á því.“ Starfar á ný með Sigurbirni Ólafur var með Davíð Þór Viðarsson sér til aðstoðar í sumar en þeirra samstarfi er lokið og allt útlit fyrir að þeir Ólafur og Sigurbjörn Hreiðarsson, sem síðast stýrði Grindavík, starfi saman á ný: „Það er ekki fullfrágengið en ég vonast til þess að það gangi upp núna mjög fljótlega. Við tókum sameiginlega ákvörðun um að Bjössi kæmi inn í þetta. Það var mjög gott að vera með Davíð og okkur gekk mjög vel saman og áttum fínt samstarf. Hann er í þungu námi og hefur kannski ekki alveg þann tíma sem til þarf nákvæmlega núna, og eftir samtöl komumst við að þessari niðurstöðu.“ Taka stöðuna varðandi Hjört Loga og Pétur Ljóst er að Guðmann Þórisson verður ekki áfram í liði FH. Þrír leikmenn til viðbótar eru án samnings eftir tímabilið. Stendur til að semja aftur við Hjört Loga Valgarðsson, Pétur Viðarsson og Morten Beck? „Þetta eru hlutir sem við erum að skoða þessa dagana. Morten Beck fer til Danmerkur. Við þurfum að taka stöðuna varðandi hina og sjá hvernig landið liggur. Við þurfum styrkingar hér og þar, og það er eitthvað sem við erum að skoða núna, í tengslum við það hvaða leikmenn við eigum og eru að koma upp hjá okkur. Við erum bara að fara yfir það núna og það er ekkert í hendi,“ segir Ólafur og heldur spilunum að sér.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti