Jóhannes Karl: Þetta er enginn draumur, þetta er að fara að verða að veruleika Sverrir Mar Smárason skrifar 2. október 2021 14:45 Jóhannes Karl var eðlilega sáttur með stórsigur sinna manna. Vísir/Bára Dröfn Skagamenn komust í dag í úrslitaleik Mjólkurbikarsins eftir góðan 2-0 sigur gegn Keflavík. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var glaður í leikslok. „Tilfinningin er bara góð eins og sést hérna fyrir aftan mig. Þetta er bara geggjað og geggjaður dagur. Við ákváðum að keyra grimmt á Keflvíkingana til þess að byrja með og skoruðum snemma. Gísli Laxdal geggjaður í dag, frábær frammistaða hjá honum reyndar eins og hjá öllu liðinu. En þú veist, frammistaða skiptir engu máli við erum komnir í bikarúrslit sem er bara geggjað,“ sagði Jóhannes Karl strax í lok leiks. Skagamenn skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og sigldu svo heim sigrinum í þeim síðari. „Við vörðumst virkilega vel og við erum búnir að spila núna tvo leiki á móti Keflavík. Joey Gibbs hefur ekki sést. Alex Davey og Óttar Bjarni búnir að vera geggjaðir sem og Sindri djúpur á miðju. Við erum búnir að vera frábærir varnarlega og Árni Marinó í markinu. Grimmd og ákefð og allt sem við ætlum að taka með okkur inn í úrslitaleikinn. Við erum ekkert að fara þangað til að gera neitt annað en að vinna hann,“ sagði Jóhannes Karl. Það var virkilega vel mætt á leikinn á Akranesi í dag og stuðningurinn var mjög góður. Samfélagið á Skaganum virðist vera komið á bakvið liðið af miklum þunga og Skagamönnum er farið að dreyma aftur. Jóhannes Karl var stórorður. „Þetta er enginn draumur, þetta er að fara að verða að veruleika. Stuðningsmennirnir eru hérna til að styðja við bakið á okkur og við erum að sýna að það skiptir okkur máli að hafa svona góða stuðningsmenn á bakvið okkur og við viljum vera allir saman í þessu, ein heild. Við ætlum að landa titli í ár,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Fótbolti Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn ÍA Akranes Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Keflavík 2-0 | Skagamenn tryggðu sér farseðil í úrslit Mjólkurbikarsins Skagamenn unnu 2-0 sigur þegar þeir fengu Keflavík í heimsókn í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á Akranesi í dag. Keflavík léku síðast í úrslitaleik bikarsins árið 2014 en Skagamenn hafa ekki komist þangað síðan þeim unnu bikarinn árið 2003. 2. október 2021 15:29 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
„Tilfinningin er bara góð eins og sést hérna fyrir aftan mig. Þetta er bara geggjað og geggjaður dagur. Við ákváðum að keyra grimmt á Keflvíkingana til þess að byrja með og skoruðum snemma. Gísli Laxdal geggjaður í dag, frábær frammistaða hjá honum reyndar eins og hjá öllu liðinu. En þú veist, frammistaða skiptir engu máli við erum komnir í bikarúrslit sem er bara geggjað,“ sagði Jóhannes Karl strax í lok leiks. Skagamenn skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og sigldu svo heim sigrinum í þeim síðari. „Við vörðumst virkilega vel og við erum búnir að spila núna tvo leiki á móti Keflavík. Joey Gibbs hefur ekki sést. Alex Davey og Óttar Bjarni búnir að vera geggjaðir sem og Sindri djúpur á miðju. Við erum búnir að vera frábærir varnarlega og Árni Marinó í markinu. Grimmd og ákefð og allt sem við ætlum að taka með okkur inn í úrslitaleikinn. Við erum ekkert að fara þangað til að gera neitt annað en að vinna hann,“ sagði Jóhannes Karl. Það var virkilega vel mætt á leikinn á Akranesi í dag og stuðningurinn var mjög góður. Samfélagið á Skaganum virðist vera komið á bakvið liðið af miklum þunga og Skagamönnum er farið að dreyma aftur. Jóhannes Karl var stórorður. „Þetta er enginn draumur, þetta er að fara að verða að veruleika. Stuðningsmennirnir eru hérna til að styðja við bakið á okkur og við erum að sýna að það skiptir okkur máli að hafa svona góða stuðningsmenn á bakvið okkur og við viljum vera allir saman í þessu, ein heild. Við ætlum að landa titli í ár,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Fótbolti Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn ÍA Akranes Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Keflavík 2-0 | Skagamenn tryggðu sér farseðil í úrslit Mjólkurbikarsins Skagamenn unnu 2-0 sigur þegar þeir fengu Keflavík í heimsókn í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á Akranesi í dag. Keflavík léku síðast í úrslitaleik bikarsins árið 2014 en Skagamenn hafa ekki komist þangað síðan þeim unnu bikarinn árið 2003. 2. október 2021 15:29 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Keflavík 2-0 | Skagamenn tryggðu sér farseðil í úrslit Mjólkurbikarsins Skagamenn unnu 2-0 sigur þegar þeir fengu Keflavík í heimsókn í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á Akranesi í dag. Keflavík léku síðast í úrslitaleik bikarsins árið 2014 en Skagamenn hafa ekki komist þangað síðan þeim unnu bikarinn árið 2003. 2. október 2021 15:29