„Ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. október 2021 21:10 Vanda Sigurgeirsdóttir Vísir/Hulda Margrét Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, er fyrsta kona sögunnar til þess að sinna embætti formanns knattspyrnusambands í Evrópu. Hún segist leggja áherslu á að útrýma meintum þöggunartilburðum sambandsins. Vanda Sigurgeirsdóttir var sjálfkjörin formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins sem fór fram í dag. Hún er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embættinu auk þess sem hún er fyrst kvenna til þess að gegna slíku embætti í Evrópu. Vanda segist ekki hafa áttað sig á þeirri staðreynd fyrr en í dag. „Þá svona kannski áttaði ég mig á því að þetta er svona svolítið stórt. Þannig ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu þannig ég er bara mjög stolt,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. „Þessi hreyfing verður að standa sig betur“ Áherslur Vöndu verða á samtal og samstarf við hreyfinguna. Þá verður áhersla lögð á að koma þeim málum í lag sem farið hafa hátt í fjölmiðlum undanfarið. „Mér finnst það algjört lykilatriði. Þessi hreyfing verður að standa sig betur. Eins og ég sagði í ræðunni minni, við þurfum að hlusta á þolendur. Og við þurfum að búa til aðgerðaáætlanir sem grípa þessi mál miklu betur en verið hefur. Sú vinna er nú þegar farin í gang. Fyrrverandi stjórn setti þetta af stað.“ Líkt og fjallað hefur verið um á öllum okkar miðlum sætir Aron Einar Gunnarsson landsliðfyrirliði lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar hann og annan fyrrverandi landsliðsmann um brot gegn sér í Kaupmannahöfn árið 2010. Vanda heyrði af málinu á Twitter í ágúst. Aron Einar er ekki í landsliðshópnum fyrir komandi leiki. Beitti sér ekki fyrir því að Aron Einar yrði ekki í hópnum Beittir þú þér fyrir því að hann yrði ekki valinn í hópinn? „Sko landsliðsþjáfarinn valdi í hópinn. Þannig nei ég gerði það ekki.“ Heldur þú að það ríki sátt um þig innan hreyfingarinnar? „Það veit ég ekki. Það er erfiðara þegar maður er sjálfkjörin, þá veit maður ekkert. Ég vona það. Ég held að við þurfum að þjappa okkur saman í þessari flottu hreyfingu til þess að gera hana enn betri.“ Vanda starfar að hluta til í Háskóla Íslands. Aðspurð hvort hún ætli að vera í fullu starfi sem formaður KSÍ segir hún það líklegt. „Þetta er mjög mikið starf. Það er frekar stutt síðan ég ákvað að bjóða mig fram og ég átta mig á því eftir því sem nær dregur hvað þetta er mikið starf. Ég er byrjuð að undribúa mig. Samstarfsmenn mínir í háskólanum eru byrjaðir að stíga inn og aðstoða mig þannig ég býst við því að það sé að fara að gerast.“ „Göngum ósátt frá borði“ Gísli Gíslason fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd fyrrum stjórnar í dag. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann,“ sagði Gísli. Stjórnin hafi þó fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin. KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir var sjálfkjörin formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins sem fór fram í dag. Hún er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embættinu auk þess sem hún er fyrst kvenna til þess að gegna slíku embætti í Evrópu. Vanda segist ekki hafa áttað sig á þeirri staðreynd fyrr en í dag. „Þá svona kannski áttaði ég mig á því að þetta er svona svolítið stórt. Þannig ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu þannig ég er bara mjög stolt,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. „Þessi hreyfing verður að standa sig betur“ Áherslur Vöndu verða á samtal og samstarf við hreyfinguna. Þá verður áhersla lögð á að koma þeim málum í lag sem farið hafa hátt í fjölmiðlum undanfarið. „Mér finnst það algjört lykilatriði. Þessi hreyfing verður að standa sig betur. Eins og ég sagði í ræðunni minni, við þurfum að hlusta á þolendur. Og við þurfum að búa til aðgerðaáætlanir sem grípa þessi mál miklu betur en verið hefur. Sú vinna er nú þegar farin í gang. Fyrrverandi stjórn setti þetta af stað.“ Líkt og fjallað hefur verið um á öllum okkar miðlum sætir Aron Einar Gunnarsson landsliðfyrirliði lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar hann og annan fyrrverandi landsliðsmann um brot gegn sér í Kaupmannahöfn árið 2010. Vanda heyrði af málinu á Twitter í ágúst. Aron Einar er ekki í landsliðshópnum fyrir komandi leiki. Beitti sér ekki fyrir því að Aron Einar yrði ekki í hópnum Beittir þú þér fyrir því að hann yrði ekki valinn í hópinn? „Sko landsliðsþjáfarinn valdi í hópinn. Þannig nei ég gerði það ekki.“ Heldur þú að það ríki sátt um þig innan hreyfingarinnar? „Það veit ég ekki. Það er erfiðara þegar maður er sjálfkjörin, þá veit maður ekkert. Ég vona það. Ég held að við þurfum að þjappa okkur saman í þessari flottu hreyfingu til þess að gera hana enn betri.“ Vanda starfar að hluta til í Háskóla Íslands. Aðspurð hvort hún ætli að vera í fullu starfi sem formaður KSÍ segir hún það líklegt. „Þetta er mjög mikið starf. Það er frekar stutt síðan ég ákvað að bjóða mig fram og ég átta mig á því eftir því sem nær dregur hvað þetta er mikið starf. Ég er byrjuð að undribúa mig. Samstarfsmenn mínir í háskólanum eru byrjaðir að stíga inn og aðstoða mig þannig ég býst við því að það sé að fara að gerast.“ „Göngum ósátt frá borði“ Gísli Gíslason fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd fyrrum stjórnar í dag. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann,“ sagði Gísli. Stjórnin hafi þó fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin.
KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
„Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35