Allt bendir til að um slys hafi verið að ræða en ætla að leita af sér allan grun Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2021 09:42 Slysið varð fyrir utan Markaryd í Smálöndum síðdegis í gær. EPA Lögregla í Svíþjóð segir allt benda til að um slys hafi verið að ræða þegar bíll með listamanninn Lars Vilks og tvo lögreglumenn um borð, rakst á vörubíl á hraðbraut í sænsku Smálöndunum í gær. Vilks og lögreglumennirnir sem gættu hans, létust í árekstrinum, en ökumaður vörubílsins var fluttur á sjúkrahús. „Þetta kom fram á fréttamannafundi sænsku lögreglunnar í morgun. Vinna viðbragðsaðila á vettvangi hefur verið mjög erfið og vinnunni er ekki lokið,“ sagði lögreglustjórinn Carina Persson á fundinum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. Persson sagði að rannsókn stæði yfir og að lögregla vilji leita af sér allan grun um að engir "utanaðkomandi þættir" hafi valdið slysinu. Er talið að rannsókn gæti tekið langan tíma. Lars Vilks hafði notið verndar lögreglu síðustu ár.AP Fór yfir í gegnum vegriðið Slysið varð á E4-hraðbrautinni skammt frá Markaryd í Smálöndunum um klukkan 15:30 að staðartíma. Lögregla segir að bíllinn sem Vilks var í hafi farið yfir á hina akreinina og rekist þar á vörubíl sem kom út gagnstæðri átt. Bíllinn hafi svo orðið undir vörubílnum og alelda. Lögregla segir að bíllinn sem Vilks og lögreglumennirnir óku um í sé sérstaklega þungur, um fjögur tonn, og þurfa ökumenn því sérstaka þjálfun til að fá að keyra hann. „En þetta gæti skýrt af hverju bíllinn komst í gegnum vegriðið sem skilur akstursleiðirnar í sundur.“ Frá blaðamannafundi sænsku lögreglunnar í morgun.AP Allt frá birtingu Múhameðsmyndarinnar hafði Vilks borist ótal hótanir gegn lífi sínu. Árið 2015 var hann helsta skotmark hryðjuverkamanns sem gerði árás á menningarhúsið Krudttønden í Kaupmannahöfn. Vilks var þá hluti af ráðstefnu sem fram fór í húsinu. Einn lést í árásinni og þrír særðust. Svíþjóð Tengdar fréttir Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3. október 2021 22:55 Stór hluti listaverksins Nimis á Skáni brann Um fjórðungur listaverks sænska listamannsins Lars Vilks varð eldi að bráð í gærkvöldi. 25. nóvember 2016 09:38 Kveðst hættur öllu spaugi Skopmyndateiknarinn Lars Vilks hefur eftir hryðjuverkaárásina í Kaupmannahöfn ekki getað búið heima, heldur flytur hann sig stöðugt á milli staða í Svíþjóð. 6. mars 2015 07:15 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
„Þetta kom fram á fréttamannafundi sænsku lögreglunnar í morgun. Vinna viðbragðsaðila á vettvangi hefur verið mjög erfið og vinnunni er ekki lokið,“ sagði lögreglustjórinn Carina Persson á fundinum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. Persson sagði að rannsókn stæði yfir og að lögregla vilji leita af sér allan grun um að engir "utanaðkomandi þættir" hafi valdið slysinu. Er talið að rannsókn gæti tekið langan tíma. Lars Vilks hafði notið verndar lögreglu síðustu ár.AP Fór yfir í gegnum vegriðið Slysið varð á E4-hraðbrautinni skammt frá Markaryd í Smálöndunum um klukkan 15:30 að staðartíma. Lögregla segir að bíllinn sem Vilks var í hafi farið yfir á hina akreinina og rekist þar á vörubíl sem kom út gagnstæðri átt. Bíllinn hafi svo orðið undir vörubílnum og alelda. Lögregla segir að bíllinn sem Vilks og lögreglumennirnir óku um í sé sérstaklega þungur, um fjögur tonn, og þurfa ökumenn því sérstaka þjálfun til að fá að keyra hann. „En þetta gæti skýrt af hverju bíllinn komst í gegnum vegriðið sem skilur akstursleiðirnar í sundur.“ Frá blaðamannafundi sænsku lögreglunnar í morgun.AP Allt frá birtingu Múhameðsmyndarinnar hafði Vilks borist ótal hótanir gegn lífi sínu. Árið 2015 var hann helsta skotmark hryðjuverkamanns sem gerði árás á menningarhúsið Krudttønden í Kaupmannahöfn. Vilks var þá hluti af ráðstefnu sem fram fór í húsinu. Einn lést í árásinni og þrír særðust.
Svíþjóð Tengdar fréttir Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3. október 2021 22:55 Stór hluti listaverksins Nimis á Skáni brann Um fjórðungur listaverks sænska listamannsins Lars Vilks varð eldi að bráð í gærkvöldi. 25. nóvember 2016 09:38 Kveðst hættur öllu spaugi Skopmyndateiknarinn Lars Vilks hefur eftir hryðjuverkaárásina í Kaupmannahöfn ekki getað búið heima, heldur flytur hann sig stöðugt á milli staða í Svíþjóð. 6. mars 2015 07:15 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3. október 2021 22:55
Stór hluti listaverksins Nimis á Skáni brann Um fjórðungur listaverks sænska listamannsins Lars Vilks varð eldi að bráð í gærkvöldi. 25. nóvember 2016 09:38
Kveðst hættur öllu spaugi Skopmyndateiknarinn Lars Vilks hefur eftir hryðjuverkaárásina í Kaupmannahöfn ekki getað búið heima, heldur flytur hann sig stöðugt á milli staða í Svíþjóð. 6. mars 2015 07:15