Naomi Osaka ekki lengur meðal þeirra tíu bestu í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 17:01 Naomi Osaka á tískusýningu í New York á dögunum. Getty/Kevin Mazur Japanska tennisstjarnan Naomi Osaka er dottin út af topp tíu listanum yfir bestu tenniskonur heimsins í dag. Osaka var síðast í efsta sæti heimslistans í fjórar vikur til og með 8. september 2019 en hefur hrapað niður listann að undanförnu enda ekki mikið að keppa. Hún hefur alls verið best í heimi í 25 vikur á ferlinum því hún var efst á listanum í 21 viku frá janúar til júní 2019. Osaka hefur unnið fjögur risamót á ferlinum. Undanfarið hefur lítið gengið inn á tennisvellinum þegar hún hefur þá verið með yfir höfuð. Hún er ekki á topp tíu í fyrsta sinn síðan 2018. .@naomiosaka falls out of top 10 for the first time since 2018 READ: https://t.co/bc5XccVWzk#NaomiOsaka #tennis #WTARankings pic.twitter.com/dRiuidZWw1— TOI Sports (@toisports) October 4, 2021 Osaka dróg sig úr keppni á bæði Opna franska meistaramótinu sem og á Wimbledon mótinu fyrr á þessu ári til að einbeita sér að andlegri heilsu sinni. Hún tók sér líka hlé frá tennis eftir að hafa dottið út í þriðju umferð á opna bandaríska meistaramótinu. Naomi er ein af risastóru íþróttastjörnum heimsins sem hafa vakið athygli á pressunni sem er á þeim á tímum samfélagsmiðla og stigvaxandi umfjöllunnar. Osaka var á heimavelli á Ólympíuleikunum í Tókýó og í stóru hlutverki á opnunarhátíðinni þar sem hún kveikti Ólympíueldinn. Gengið hennar í keppninni var ekki eins gott því hún datt þar út strax í þriðju umferð. Former world No. 1 #NaomiOsaka drops out of the women's top 10 for the first time since winning the 2018 #USOpen title https://t.co/saTw9yTEfI— Zee News English (@ZeeNewsEnglish) October 4, 2021 Hún er nú dottin niður í tólfa sæti heimslistans. Hún ætlar ekki að koma til baka í tennisinn fyrr en fer að klæja í puttana á nýjan leik. Hin átján ára gamla Emma Raducanu, sem vann opna bandaríska mótið á dögunum, er komin upp í 22. sæti listans. Ástralinn Ashleigh Barty er áfram í efsta sæti heimslistans. Tennis Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Sjá meira
Osaka var síðast í efsta sæti heimslistans í fjórar vikur til og með 8. september 2019 en hefur hrapað niður listann að undanförnu enda ekki mikið að keppa. Hún hefur alls verið best í heimi í 25 vikur á ferlinum því hún var efst á listanum í 21 viku frá janúar til júní 2019. Osaka hefur unnið fjögur risamót á ferlinum. Undanfarið hefur lítið gengið inn á tennisvellinum þegar hún hefur þá verið með yfir höfuð. Hún er ekki á topp tíu í fyrsta sinn síðan 2018. .@naomiosaka falls out of top 10 for the first time since 2018 READ: https://t.co/bc5XccVWzk#NaomiOsaka #tennis #WTARankings pic.twitter.com/dRiuidZWw1— TOI Sports (@toisports) October 4, 2021 Osaka dróg sig úr keppni á bæði Opna franska meistaramótinu sem og á Wimbledon mótinu fyrr á þessu ári til að einbeita sér að andlegri heilsu sinni. Hún tók sér líka hlé frá tennis eftir að hafa dottið út í þriðju umferð á opna bandaríska meistaramótinu. Naomi er ein af risastóru íþróttastjörnum heimsins sem hafa vakið athygli á pressunni sem er á þeim á tímum samfélagsmiðla og stigvaxandi umfjöllunnar. Osaka var á heimavelli á Ólympíuleikunum í Tókýó og í stóru hlutverki á opnunarhátíðinni þar sem hún kveikti Ólympíueldinn. Gengið hennar í keppninni var ekki eins gott því hún datt þar út strax í þriðju umferð. Former world No. 1 #NaomiOsaka drops out of the women's top 10 for the first time since winning the 2018 #USOpen title https://t.co/saTw9yTEfI— Zee News English (@ZeeNewsEnglish) October 4, 2021 Hún er nú dottin niður í tólfa sæti heimslistans. Hún ætlar ekki að koma til baka í tennisinn fyrr en fer að klæja í puttana á nýjan leik. Hin átján ára gamla Emma Raducanu, sem vann opna bandaríska mótið á dögunum, er komin upp í 22. sæti listans. Ástralinn Ashleigh Barty er áfram í efsta sæti heimslistans.
Tennis Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Sjá meira