Um eitt þúsund í sóttkví á Akureyri Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. október 2021 11:15 Um fimm prósent íbúa Akureyrar eru í sóttkví. Vísir/Tryggvi Nærri eitt þúsund manns eru í sóttkví á Akureyri þar sem 78 hafa greinst með kórónuveiruna. Skólastarf hefur raskast mikið og íþróttamót sem halda átti um helgina hefur verið frestað. Heilbrigðisráðherra fer nú yfir nýtt minnisblað sem sóttvarnalæknir sendi honum í gær. Þeim sem smitast hafa af kórónuveirunni í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur fjölgað hratt síðustu daga. „Staðan hjá okkur er ekki góð. Við erum með rúmlega níutíu smit í gangi í augnablikinu í umdæminu. Þar af eru tæp áttatíu hérna á Akureyri og þúsund manns tæplega í sóttkví. Á Húsavík erum við líka með fimm smit en þar eru um tvö hundruð aðilar rúmlega í sóttkví. Sem hefur doltið þar áhrif á samfélagið. Þetta er ekki það stórt samfélag,“ segir Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðarstjórn hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Flestir hinna smituðu á grunnskólaaldri Hermann segir flesta hinna smituðu af veirunni vera á grunnskólaaldri og skólastarf því víða skert á svæðinu. „Það er ljóst að hópurinn sem er fjölmennastur í dag er börn og unglingar og þá sérstaklega þau sem eru óbólusett á aldrinum 8-12 ára. Þannig að við höfum verið að mælast til þess að þeir sem hafi með íþróttir, félagsstarfsemi, tómstundir já, fyrir börn og unglinga hugi að því að setja þær samverustundir til hliðar núna fram á næsta mánudag til bara að geta kveðið þetta niður sem við vonumst til að sé hægt. Að það sé ekki þessi samgangur sem er almennt í gangi á milli þessara aðila á þessum aldri. Því það hefur sýnt sig að þetta berst fljótt á milli,“ segir Hermann. Stór hluti þeirra sem greinst hefur á undanförnum dögum eru grunnskólabörn.Vísir/Tryggvi Hann segir börnin sem smitast hafa af veirunni ekki vera mikið veik. Skólahald liggur niðri á Húsavík og þá hefur handboltamóti sem halda átti á Akureyri um næstu helgi verið frestað vegna ástandsins. „Auðvitað leggst þetta ekki vel í fólk. Menn voru alltaf farnir að horfa til þess að við værum farnir að sjá til lands í þessu en ég held nú svona samt að menn taka þessu almennt þannig að þetta sé svona verkefni sem þurfi að yfirstíga núna,“ segir Hermann. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk nýtt minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gær með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð, sem meðal annars kveður á um 500 manna fjöldatakmörk á samkomum og takmarkanir á afgreiðslutíma skemmtistaða, gildir út morgundaginn. Búast má við að Svandís upplýsi jafnvel í dag um hvort breytingar verði gerðar á aðgerðum eftir morgundaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Félagasamtök Grunnskólar Íþróttir barna Tengdar fréttir Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07 Forseti Íslands í smitgát Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 4. október 2021 09:38 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þeim sem smitast hafa af kórónuveirunni í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur fjölgað hratt síðustu daga. „Staðan hjá okkur er ekki góð. Við erum með rúmlega níutíu smit í gangi í augnablikinu í umdæminu. Þar af eru tæp áttatíu hérna á Akureyri og þúsund manns tæplega í sóttkví. Á Húsavík erum við líka með fimm smit en þar eru um tvö hundruð aðilar rúmlega í sóttkví. Sem hefur doltið þar áhrif á samfélagið. Þetta er ekki það stórt samfélag,“ segir Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðarstjórn hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Flestir hinna smituðu á grunnskólaaldri Hermann segir flesta hinna smituðu af veirunni vera á grunnskólaaldri og skólastarf því víða skert á svæðinu. „Það er ljóst að hópurinn sem er fjölmennastur í dag er börn og unglingar og þá sérstaklega þau sem eru óbólusett á aldrinum 8-12 ára. Þannig að við höfum verið að mælast til þess að þeir sem hafi með íþróttir, félagsstarfsemi, tómstundir já, fyrir börn og unglinga hugi að því að setja þær samverustundir til hliðar núna fram á næsta mánudag til bara að geta kveðið þetta niður sem við vonumst til að sé hægt. Að það sé ekki þessi samgangur sem er almennt í gangi á milli þessara aðila á þessum aldri. Því það hefur sýnt sig að þetta berst fljótt á milli,“ segir Hermann. Stór hluti þeirra sem greinst hefur á undanförnum dögum eru grunnskólabörn.Vísir/Tryggvi Hann segir börnin sem smitast hafa af veirunni ekki vera mikið veik. Skólahald liggur niðri á Húsavík og þá hefur handboltamóti sem halda átti á Akureyri um næstu helgi verið frestað vegna ástandsins. „Auðvitað leggst þetta ekki vel í fólk. Menn voru alltaf farnir að horfa til þess að við værum farnir að sjá til lands í þessu en ég held nú svona samt að menn taka þessu almennt þannig að þetta sé svona verkefni sem þurfi að yfirstíga núna,“ segir Hermann. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk nýtt minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gær með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð, sem meðal annars kveður á um 500 manna fjöldatakmörk á samkomum og takmarkanir á afgreiðslutíma skemmtistaða, gildir út morgundaginn. Búast má við að Svandís upplýsi jafnvel í dag um hvort breytingar verði gerðar á aðgerðum eftir morgundaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Félagasamtök Grunnskólar Íþróttir barna Tengdar fréttir Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07 Forseti Íslands í smitgát Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 4. október 2021 09:38 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07
Forseti Íslands í smitgát Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 4. október 2021 09:38
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent