Jonna finnst fyndið að hans liði sé bara spáð fjórða sæti: Með miklu betra lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 16:31 Daniela Wallen er að fara að spila sitt þriðja tímabil í röð með Keflavíkurliðinu. Vísir/Bára Dröfn Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir Subway-deild kvenna í körfubolta sem fer af stað í kvöld. Keflavíkurkonur hafa misst öfluga leikmenn undanfarin ár og það hélt áfram í sumar. Þjálfari liðsins er þó hvergi banginn eins og sást í viðtali sem Kjartan Atli Kjartansson tók við hann. Kvennaliði Keflavíkur var spáð fjórða sæti í deildinni á eftir Haukum, Val og Fjölni en Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, skilur ekkert í þeirri spá. „Mér ótrúlega fyndið að okkur skuli vera spáð fjórða sæti því við erum miklu betri en það,“ sagði Jonni í samtali við Kjartan Atla Kjartansson, umsjónarmann Körfuboltakvölds. Kjartan sýndi viðtalið í upphafi umræðum um Keflavíkurkonur í vetur. „Ég spáði mér í fyrsta sætið og það var eina atkvæðið í sæti númer eitt,“ sagði Jón Halldór hlæjandi. „Hópurinn er betri en í fyrra. Þær eru ári þroskaðri en þær voru þá og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Jón sem heldur áfram hinum frábæra bandaríska leikmanni Daniela Wallen sem var með 25,2 stig og 16,2 fráköst í leik í fyrra. „Hún er stórkostleg í körfu og hún er í töluvert betra formi núna en hún var síðasta vetur. Nú erum við komin með „backup“ fyrir hana og ætti því að fá að njóta sín enn betur en hún gerði. Hún þarf ekki að vera með boltann í höndunum 95 prósent af tímanum eins og hún var oft á tíðum í fyrra,“ sagði Jón. „Við erum ótrúlega bjartsýnir og það er frábært að vera áfram með hana því þetta er þriðja tímabilið sem hún spilar með okkur. Ég er ótrúlega sáttur,“ sagði Jón en er þá verið að vanmeta Keflavíkurliðið í upphafi móts? „Sem betur fer,“ sagði Jón Halldór brosandi. Það má heyra umræðuna um Keflavíkurliðið í Körfuboltakvöldi hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavíkurliðið og viðbrögð þjálfarans við spánni Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Sjá meira
Kvennaliði Keflavíkur var spáð fjórða sæti í deildinni á eftir Haukum, Val og Fjölni en Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, skilur ekkert í þeirri spá. „Mér ótrúlega fyndið að okkur skuli vera spáð fjórða sæti því við erum miklu betri en það,“ sagði Jonni í samtali við Kjartan Atla Kjartansson, umsjónarmann Körfuboltakvölds. Kjartan sýndi viðtalið í upphafi umræðum um Keflavíkurkonur í vetur. „Ég spáði mér í fyrsta sætið og það var eina atkvæðið í sæti númer eitt,“ sagði Jón Halldór hlæjandi. „Hópurinn er betri en í fyrra. Þær eru ári þroskaðri en þær voru þá og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Jón sem heldur áfram hinum frábæra bandaríska leikmanni Daniela Wallen sem var með 25,2 stig og 16,2 fráköst í leik í fyrra. „Hún er stórkostleg í körfu og hún er í töluvert betra formi núna en hún var síðasta vetur. Nú erum við komin með „backup“ fyrir hana og ætti því að fá að njóta sín enn betur en hún gerði. Hún þarf ekki að vera með boltann í höndunum 95 prósent af tímanum eins og hún var oft á tíðum í fyrra,“ sagði Jón. „Við erum ótrúlega bjartsýnir og það er frábært að vera áfram með hana því þetta er þriðja tímabilið sem hún spilar með okkur. Ég er ótrúlega sáttur,“ sagði Jón en er þá verið að vanmeta Keflavíkurliðið í upphafi móts? „Sem betur fer,“ sagði Jón Halldór brosandi. Það má heyra umræðuna um Keflavíkurliðið í Körfuboltakvöldi hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavíkurliðið og viðbrögð þjálfarans við spánni Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum