Eftir Covid-19, verkefni og áskoranir Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar 6. október 2021 14:00 Það er skrýtið hvað við getum vanist ótrúlegustu aðstæðum og tileinkað okkur nýja siði og venjur ef við neyðumst til þess. Það þarf ekki að fjölyrða um það hvað Covid lagði á okkur síðast liðið rúmt eitt og hálft ár. Ýmislegt sem áður var okkur svo fjarlægt er orðinn okkar veruleiki (s.s. grímur og að lúta höfði í kveðjuskyni í stað þess að takast í hendur). Við erum sem sagt orðin austurlenskari í háttum en við vorum! Núna höfum við snúið til baka á vinnustaðinn eftir að hafa unnið mikið heima, verið fyrir framan skjáinn í samskiptum og þægindaramminn hefur minnkað mikið þetta síðasta eina og hálfa ár. Svo mætum við til vinnu og finnum að við erum óörugg. Sum hafa verið í sóttvarnarhólfum í vinnunni og lært að líta á þá sem eru í öðrum hólfum sem ósnertanlega fjarlæga vinnufélaga sem er bara hægt að hafa samskipti við gegnum tölvuna. Við spyrjum okkur um það hvað má, hvar línan liggur? Má spjalla, má hittast við kaffivélina? Má borða saman og hversu þétt má sitja? Og ef einhver meldar sig veikan leggst óöryggið yfir staðinn. Má spyrja hvað er að? Má spyrja hvort viðkomandi hafi farið í test eða erum við þá að ala á smitskömm eða stunda persónunjósnir? Hvernig höldum við í okkar ábyrgu smitvarnir en endurnýjum samt langþráð samstarf við góða vinnufélaga? Og hvernig eflum við liðsandann á ný og sköpum skemmtilegar stundir í hópnum? Allt eru þetta snúnar og erfiðar spurningar og sitt sýnist hverjum. Stundum er stutt í viðbrögð sem byggja á kvíða og óöryggi og skapa svo súrt andrúmsloft og samstarfið líður fyrir það. Allar breytingar eru flóknar og þessar eru það líka. Við gerum fullt af mistökum, skömmum okkur fyrir þau og stundum vantar upp á umburðarlyndið bæði gagnvart okkur sjálfum og líka gagnvart öðrum. Samskipti eru lykillinn, við þurfum að koma okkur saman um línu sem við getum flest fylgt en líka sýna því skilning ef einhver treystir sér ekki til að fylgja fjöldanum. Heilsukvíði, kvíði vegna heilsulausra aðstendenda og fleira tengt því getur svo sannarlega orðið til þess að einhverjir starfsmenn halda í þrönga þægindahringinn og vilja fara sér hægt í að stækka hann og stíga út. En orð eru til alls fyrst. Leyfum okkur að ræða þessi atriði, ræða okkar eigið óöryggi og spyrja spurninga. Því fyrr náum við vopnum okkar á ný reynslunni ríkari. Höfundur er sálfræðingur, stofnandi og einn eigenda Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórkatla Aðalsteinsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er skrýtið hvað við getum vanist ótrúlegustu aðstæðum og tileinkað okkur nýja siði og venjur ef við neyðumst til þess. Það þarf ekki að fjölyrða um það hvað Covid lagði á okkur síðast liðið rúmt eitt og hálft ár. Ýmislegt sem áður var okkur svo fjarlægt er orðinn okkar veruleiki (s.s. grímur og að lúta höfði í kveðjuskyni í stað þess að takast í hendur). Við erum sem sagt orðin austurlenskari í háttum en við vorum! Núna höfum við snúið til baka á vinnustaðinn eftir að hafa unnið mikið heima, verið fyrir framan skjáinn í samskiptum og þægindaramminn hefur minnkað mikið þetta síðasta eina og hálfa ár. Svo mætum við til vinnu og finnum að við erum óörugg. Sum hafa verið í sóttvarnarhólfum í vinnunni og lært að líta á þá sem eru í öðrum hólfum sem ósnertanlega fjarlæga vinnufélaga sem er bara hægt að hafa samskipti við gegnum tölvuna. Við spyrjum okkur um það hvað má, hvar línan liggur? Má spjalla, má hittast við kaffivélina? Má borða saman og hversu þétt má sitja? Og ef einhver meldar sig veikan leggst óöryggið yfir staðinn. Má spyrja hvað er að? Má spyrja hvort viðkomandi hafi farið í test eða erum við þá að ala á smitskömm eða stunda persónunjósnir? Hvernig höldum við í okkar ábyrgu smitvarnir en endurnýjum samt langþráð samstarf við góða vinnufélaga? Og hvernig eflum við liðsandann á ný og sköpum skemmtilegar stundir í hópnum? Allt eru þetta snúnar og erfiðar spurningar og sitt sýnist hverjum. Stundum er stutt í viðbrögð sem byggja á kvíða og óöryggi og skapa svo súrt andrúmsloft og samstarfið líður fyrir það. Allar breytingar eru flóknar og þessar eru það líka. Við gerum fullt af mistökum, skömmum okkur fyrir þau og stundum vantar upp á umburðarlyndið bæði gagnvart okkur sjálfum og líka gagnvart öðrum. Samskipti eru lykillinn, við þurfum að koma okkur saman um línu sem við getum flest fylgt en líka sýna því skilning ef einhver treystir sér ekki til að fylgja fjöldanum. Heilsukvíði, kvíði vegna heilsulausra aðstendenda og fleira tengt því getur svo sannarlega orðið til þess að einhverjir starfsmenn halda í þrönga þægindahringinn og vilja fara sér hægt í að stækka hann og stíga út. En orð eru til alls fyrst. Leyfum okkur að ræða þessi atriði, ræða okkar eigið óöryggi og spyrja spurninga. Því fyrr náum við vopnum okkar á ný reynslunni ríkari. Höfundur er sálfræðingur, stofnandi og einn eigenda Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafarstofu.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun