Breiðablik mætir París Saint-Germain í B-riðli Meistaradeildarinnar nú klukkan 18.45. Einum leik í riðlinum er þó lokið en Real Madríd sóttu þrjú stig til Úkraínu þar sem liðið mætti WFC Zhytlobud-1 Kharkiv.
Heimastúlkur sýndu að þær eru sýnd veiði en ekki gefin og gáfu Real hörkuleik í dag. Eina mark leiksins skoraði Lorena Navarro Dominguez rúmlega háltíma og þar við sat. Real eflaust sátt með að byrja á sigri á erfiðum útivelli.
LORENA NAVARRO HAS REAL MADRID'S FIRST @UWCL GOAL
— DAZN Football (@DAZNFootball) October 6, 2021
https://t.co/S3oIt5pg47
https://t.co/0CNuaksiNC
https://t.co/fMgxBz9jPk pic.twitter.com/lHNtvXa9d4
Í Sviss var Juventus í heimsókn. Sigur gestanna var töluvert öruggari en í Úkraínu þar sem Juventus vann nokkuð þægilegan 3-0 sigur. Sigurinn hefði getað verið stærri en Andrea Stašková brenndi af vítaspyrnu á 27. mínútu er staðan var enn 0-0.
Arianna Caruso kom gestunum hins vegar yfir rúmum tíu mínútum síðar þegar hún klippti boltann glæsilega í netið eftir sendingu Lisa Boattin. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 gestunum í vil er flautað var til hálfleiks.
PERFECTLY TIMED VOLLEY BY CARUSO
— DAZN Football (@DAZNFootball) October 6, 2021
https://t.co/eqgre266Wo
https://t.co/53KdEq3Xlz
https://t.co/hW2k192XKe pic.twitter.com/wbRMnSKHs2
Hin sænska Lina Hurtig skoraði annað mark Juventus þegar 25 mínútur lifðu leiks eftir glæsilegan undirbúning Stašková sem bætti þar að vissu leyti upp fyrir að hafa klúðrað vítaspyrnu fyrr í leiknum.
Eye of the needle pass from Sta ková to set up Hurtig
— DAZN Football (@DAZNFootball) October 6, 2021
https://t.co/eqgre266Wo
https://t.co/53KdEq3Xlz
https://t.co/hW2k192XKe pic.twitter.com/DNLp7xHCMA
Valentina Cernoia gerði svo út um leikinn með þrumuskoti á á 71. mínútu og lokatölur 3-0 Juventus í vil.
VALENTINA CERNOIA FIRES A MISSILE INTO THE NET
— DAZN Football (@DAZNFootball) October 6, 2021
https://t.co/eqgre266Wo
https://t.co/53KdEq3Xlz
https://t.co/hW2k192XKe pic.twitter.com/LMBYWvuPjg
Voru þetta fyrstu leikir liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni og þar af leiðandi fyrstu sigrar Real og Juventus.