Danir og Þjóðverjar sækja ellefu konur með tengsl við Ríki íslams og 37 börn Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2021 08:39 Í flóttamannabúðunum í Roj í norðausturhluta Sýrlands dvelja nú um 60 þúsund manns og þar af 40 þúsund börn. EPA Yfirvöld í Þýskalandi og Danmörku hafa með aðstoð Bandaríkjahers sótt ellefu konur, sem áður höfðu gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams, og 37 börn, frá norðurhluta Sýrlands. Konurnar og börnin komu til Þýskalands og Danmerkur í gærkvöldi og í nótt. „Börnin voru ekki ábyrð fyrir þeirri stöðu sem þau voru í,“ segir þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas í yfirlýsingu. Ráðherrann segir hins vegar nauðsynlegt að konurnar svari fyrir gjörðir sínar. Átta konur og 23 börn þeirra voru flutt til Þýskalands, en um er að ræða stærsta slíka flutning landsins frá árinu 2019. Stór hluti kvennanna var handtekinn við komuna. Konurnar yfirgáfu á sínum tíma Danmörku og Þýskaland til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Erfið staða Maas segir stöðuna í heimshlutanum vera mjög erfiða. „Milljónir manna hafa þörf fyrir mannúðaraðstoð,“ segir ráðherrann og bætir við að heimsfaraldurinn og efnahagshrun hafi gert stöðuna enn erfiðari. Konurnar og börnin voru sótt í flóttamannabúðirnar Roj í norðausturhluta Sýrlands, þar sem Kúrdar ráða ríkjum. Var þeim flogið með bandarískri herflugvél til Kúveit og svo til Frankfurt. Danskir fjölmiðlar greindu frá því í nótt að flugvél með dönsku konurnar þrjár og börnin fjórtán hefði lent á flugvelli í Karup á Jótlandi í nótt. Ein konan verður svo leidd fyrir dómara á næstu klukkustundum. I sag vedrørende en af de hjemtagne kvinder fra Syrien afholdes grundlovsforhør ved retten i Kolding kl. 11.30. Der begæres lukkede døre. Yderligere oplysninger i pressemeddelelse https://t.co/kL3BJiHBoY #politidk pic.twitter.com/wzvp4TJhg1— SydøstjyllandsPoliti (@SydOjylPoliti) October 7, 2021 Tugþúsundir í flóttamannabúðum Fjölmörg ríki hafa glímt við hvernig best sé að taka á málum þeirra sem yfirgáfu landið til að ganga til liðs við Ríki íslams. Sömuleiðis hvernig skuli taka á málum barna þeirra. Í flóttamannabúðunum í Roj dvelja nú um 60 þúsund manns og þar af 40 þúsund börn. Sýrland Danmörk Þýskaland Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
„Börnin voru ekki ábyrð fyrir þeirri stöðu sem þau voru í,“ segir þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas í yfirlýsingu. Ráðherrann segir hins vegar nauðsynlegt að konurnar svari fyrir gjörðir sínar. Átta konur og 23 börn þeirra voru flutt til Þýskalands, en um er að ræða stærsta slíka flutning landsins frá árinu 2019. Stór hluti kvennanna var handtekinn við komuna. Konurnar yfirgáfu á sínum tíma Danmörku og Þýskaland til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Erfið staða Maas segir stöðuna í heimshlutanum vera mjög erfiða. „Milljónir manna hafa þörf fyrir mannúðaraðstoð,“ segir ráðherrann og bætir við að heimsfaraldurinn og efnahagshrun hafi gert stöðuna enn erfiðari. Konurnar og börnin voru sótt í flóttamannabúðirnar Roj í norðausturhluta Sýrlands, þar sem Kúrdar ráða ríkjum. Var þeim flogið með bandarískri herflugvél til Kúveit og svo til Frankfurt. Danskir fjölmiðlar greindu frá því í nótt að flugvél með dönsku konurnar þrjár og börnin fjórtán hefði lent á flugvelli í Karup á Jótlandi í nótt. Ein konan verður svo leidd fyrir dómara á næstu klukkustundum. I sag vedrørende en af de hjemtagne kvinder fra Syrien afholdes grundlovsforhør ved retten i Kolding kl. 11.30. Der begæres lukkede døre. Yderligere oplysninger i pressemeddelelse https://t.co/kL3BJiHBoY #politidk pic.twitter.com/wzvp4TJhg1— SydøstjyllandsPoliti (@SydOjylPoliti) October 7, 2021 Tugþúsundir í flóttamannabúðum Fjölmörg ríki hafa glímt við hvernig best sé að taka á málum þeirra sem yfirgáfu landið til að ganga til liðs við Ríki íslams. Sömuleiðis hvernig skuli taka á málum barna þeirra. Í flóttamannabúðunum í Roj dvelja nú um 60 þúsund manns og þar af 40 þúsund börn.
Sýrland Danmörk Þýskaland Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira