Helgi Magnússon: Við gerum atlögu að titlunum Árni Jóhannsson skrifar 7. október 2021 21:46 Helgi Már Magnússon ræðir við Jón Guðmundsson dómara en náði að eigin sögn að vera kurteis í kvöld á hliðarlínunni. vísir/valli KR lagði Breiðablik í hreint út sagt ótrúlegum leik á Meistaravöllum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 128-117 fyrir heimamenn en leikið var í fyrstu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Varnarleikurinn var ekki til útflutnings en þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var ánægður með að ná í sigurinn þó að það væri mikið sem þyrfti að laga. Sérstaklega varnarlega. Helgi var spurður hvort honum hafi ekki fundist leikurinn skýtinn en mikið var skorað og varnarleikurinn ekki í hávegum hafður. „Blikarnir eru með kraftmikið sóknarlið en mér fannst við skelfilegir varnarlega. Við fengum þó sigurinn og það er margt sem þarf að laga.“ Helgi var þá spurður næst hvort lærdómurinn um lið KR hefði verið það að skerpingu vantaði á varnarleik liðsins. „Heldur betur. Við höfum bara náð einni viku saman á æfingum og það er afleiðing af því að vera að smala saman mönnum svona seint. Það tók aðeins lengri tíma að fá útlendingana til landsins en gert var ráð fyrir. Jú við þurfum að skerpa aðeins á vörninni.“ Helga líst vel á leikmennina sem KR náði að smala saman rétt fyrir mót og var svo spurður út í væntingarnar og kröfurnar í Vesturbænum fyrir komandi leiktíð en spáin segir að KR-ingar eigi að vera neðarlega í úrslitakeppnissætunum. „Þetta var fínt hjá nýju mönnunum. Við þurfum að spila okkur saman sem lið og Blikarnir eru með hörku sóknarlið og ég hefði alveg lifað með þessum úrslitum ef þeir hefðu verið að eiga einhverja stórskota sýningu. En þeir voru bara að ná í lay-up og auðveldar körfur sem gerir menn eins og mig alveg brjálaða.“ „Það er alltaf sama krafan hérna. Við ætlum að vera að berjast um þessa titla en ég skil alveg að spáin er eins og hún er. Við missum Matthías [Orra Sigurðsson] og við missum Jakob [Sigurðsson] sem voru lykilmenn á síðustu leiktíð og tæknilega séð bætum engum þannig ígildum við. Við eru samt með fullt af efnilegum strákum í liðinu og hörkumannskap. Við ætlum að gera atlögu að titlum. Það er bara svoleiðis.“ Þetta var fyrsti leikur í deild fyrir Helga sem aðalþjálfari. Þó svo að hann hafi þjálfað áður en þá var hann einnig leikmaður fyrir u.þ.b. áratug síðan. Hann var spurður út hvernig honum hafi liðið á hliðarlínunni. „Þetta var rosa skrýtið. Sérstaklega í undirbúningi fyrir leik. Maður situr á hliðarlínunni og vanalega losar maður stressið í einhverjum djöfulgangi í upphituninni og maður nær einhvernveginn að pumpa sig upp. Á hliðarlínunni finnur maður ekki neina útrás fyrir spennunni“, sagði Helgi og hló við og var spurður um leið hvort hann hafi náð að sleppa dómurunum við útrásina. „Ég var nokkuð kurteis held ég í kvöld.“ Subway-deild karla KR Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Sjá meira
Helgi var spurður hvort honum hafi ekki fundist leikurinn skýtinn en mikið var skorað og varnarleikurinn ekki í hávegum hafður. „Blikarnir eru með kraftmikið sóknarlið en mér fannst við skelfilegir varnarlega. Við fengum þó sigurinn og það er margt sem þarf að laga.“ Helgi var þá spurður næst hvort lærdómurinn um lið KR hefði verið það að skerpingu vantaði á varnarleik liðsins. „Heldur betur. Við höfum bara náð einni viku saman á æfingum og það er afleiðing af því að vera að smala saman mönnum svona seint. Það tók aðeins lengri tíma að fá útlendingana til landsins en gert var ráð fyrir. Jú við þurfum að skerpa aðeins á vörninni.“ Helga líst vel á leikmennina sem KR náði að smala saman rétt fyrir mót og var svo spurður út í væntingarnar og kröfurnar í Vesturbænum fyrir komandi leiktíð en spáin segir að KR-ingar eigi að vera neðarlega í úrslitakeppnissætunum. „Þetta var fínt hjá nýju mönnunum. Við þurfum að spila okkur saman sem lið og Blikarnir eru með hörku sóknarlið og ég hefði alveg lifað með þessum úrslitum ef þeir hefðu verið að eiga einhverja stórskota sýningu. En þeir voru bara að ná í lay-up og auðveldar körfur sem gerir menn eins og mig alveg brjálaða.“ „Það er alltaf sama krafan hérna. Við ætlum að vera að berjast um þessa titla en ég skil alveg að spáin er eins og hún er. Við missum Matthías [Orra Sigurðsson] og við missum Jakob [Sigurðsson] sem voru lykilmenn á síðustu leiktíð og tæknilega séð bætum engum þannig ígildum við. Við eru samt með fullt af efnilegum strákum í liðinu og hörkumannskap. Við ætlum að gera atlögu að titlum. Það er bara svoleiðis.“ Þetta var fyrsti leikur í deild fyrir Helga sem aðalþjálfari. Þó svo að hann hafi þjálfað áður en þá var hann einnig leikmaður fyrir u.þ.b. áratug síðan. Hann var spurður út hvernig honum hafi liðið á hliðarlínunni. „Þetta var rosa skrýtið. Sérstaklega í undirbúningi fyrir leik. Maður situr á hliðarlínunni og vanalega losar maður stressið í einhverjum djöfulgangi í upphituninni og maður nær einhvernveginn að pumpa sig upp. Á hliðarlínunni finnur maður ekki neina útrás fyrir spennunni“, sagði Helgi og hló við og var spurður um leið hvort hann hafi náð að sleppa dómurunum við útrásina. „Ég var nokkuð kurteis held ég í kvöld.“
Subway-deild karla KR Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn