Rignir inn í öll herbergi á efstu hæð: „Þú keppir ekki við kára“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. október 2021 22:36 Brynja segir að farið sé að rigna inn í öll herbergi á efstu hæðinni. aðsend „Ég tek þessu bara af æðruleysi og reyni að sjá spaugilegu hliðarnar á þessu,“ segir Brynja Baldursdóttir listakona á Siglufirði, sem missti í kvöld efsta lagið af þakinu á húsinu sínu, sem hún var nýbúin að láta skipta um, í stormi sem gengur yfir fjörðinn. Nú rignir beint inn á efstu hæðina hennar. „Við erum búin að setja út alla bala og potta, dollur og ílát sem ég á út á gólfið og svo stendur maður bara í ströngu við að ausa úr því fram eftir nóttu,“ segir hún. Fréttastofa náði tali af Brynju þegar hún var nýbúin að koma þessum ílátum fyrir á eftir hæðinni. Nú er bara að hita sér sterkt kaffi og horfa á eitthvað skemmtilegt þangað til hún fer upp að vitja ílátanna. Var svo montin af vel festu þaki „Ég er sem sagt nýbúin að láta skipta um allt hérna og koma fyrir splunkunýju þaki. Við vorum einmitt að tala um það hérna hvað þetta væri einstaklega vel gert hjá þeim, þetta væri fest eins og í gamla daga og ég var eiginlega búin að vera hálfmontin einmitt af því hversu vel festur pappinn væri á þakinu,“ segir Brynja. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu Brynju í kvöld áður en það varð allt of hvasst til að vera ofan á þakinu.ingvar erlingsson Pappinn fór svo af í miklum vindi í kvöld og eftir stendur ber viðurinn og einangrun sem eru farin að leka. „Og nú rignir bara inn í öllum herbergjum hér á efstu hæðinni. Það verður líklega ekki hægt að fjarlægja einangrunina fyrr en undir morgun hugsa ég,“ segir Brynja. Segldúkur hefði getað tekið menn með sér Björgunarsveitin Strákar voru hjá Brynju fyrr í kvöld til að reyna að halda þakinu. „En þau urðu frá að hverfa vegna þess að það var komið svo mikið rok og þau gátu ekki verið viss um að vera örugg uppi á þaki. Það gengur að sjálfsögðu fyrir. Þetta er auðvitað ekki nema bara hús. Þú keppir ekki við kára.“ Þá var planið að festa segldúk yfir þakið til að hlífa efstu hæðinni við bleytunni en vindáttin og vindstyrkurinn voru orðin það mikil að það þótti ekki öruggt að vera með segldúk á ferð. „Því hann hefði getað farið á flug og tekið menn bara með sér,“ segir Brynja. Að sögn björgunarsveitarmanns að norðan skall óveðrið nokkuð óvænt á í kvöld. Það hefur ringt og gengið á með mjög sterkum hviðum á Siglufirði í kvöld.ingvar erlingsson Um leið og vindáttin breytist eða gengur niður á Brynja von á að björgunarsveitarfólkið komi aftur til að reyna að festa dúkinn yfir þakið. Brynja veit ekki hversu mikið tjónið er. „Ég tek þetta bara eitt skref í einu. Og nú er það að fá sér kaffi og passa ílátin á efstu hæðinni. Svo þurfum við bara að meta hitt síðar.“ Náttúruhamfarir Fjallabyggð Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
„Við erum búin að setja út alla bala og potta, dollur og ílát sem ég á út á gólfið og svo stendur maður bara í ströngu við að ausa úr því fram eftir nóttu,“ segir hún. Fréttastofa náði tali af Brynju þegar hún var nýbúin að koma þessum ílátum fyrir á eftir hæðinni. Nú er bara að hita sér sterkt kaffi og horfa á eitthvað skemmtilegt þangað til hún fer upp að vitja ílátanna. Var svo montin af vel festu þaki „Ég er sem sagt nýbúin að láta skipta um allt hérna og koma fyrir splunkunýju þaki. Við vorum einmitt að tala um það hérna hvað þetta væri einstaklega vel gert hjá þeim, þetta væri fest eins og í gamla daga og ég var eiginlega búin að vera hálfmontin einmitt af því hversu vel festur pappinn væri á þakinu,“ segir Brynja. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu Brynju í kvöld áður en það varð allt of hvasst til að vera ofan á þakinu.ingvar erlingsson Pappinn fór svo af í miklum vindi í kvöld og eftir stendur ber viðurinn og einangrun sem eru farin að leka. „Og nú rignir bara inn í öllum herbergjum hér á efstu hæðinni. Það verður líklega ekki hægt að fjarlægja einangrunina fyrr en undir morgun hugsa ég,“ segir Brynja. Segldúkur hefði getað tekið menn með sér Björgunarsveitin Strákar voru hjá Brynju fyrr í kvöld til að reyna að halda þakinu. „En þau urðu frá að hverfa vegna þess að það var komið svo mikið rok og þau gátu ekki verið viss um að vera örugg uppi á þaki. Það gengur að sjálfsögðu fyrir. Þetta er auðvitað ekki nema bara hús. Þú keppir ekki við kára.“ Þá var planið að festa segldúk yfir þakið til að hlífa efstu hæðinni við bleytunni en vindáttin og vindstyrkurinn voru orðin það mikil að það þótti ekki öruggt að vera með segldúk á ferð. „Því hann hefði getað farið á flug og tekið menn bara með sér,“ segir Brynja. Að sögn björgunarsveitarmanns að norðan skall óveðrið nokkuð óvænt á í kvöld. Það hefur ringt og gengið á með mjög sterkum hviðum á Siglufirði í kvöld.ingvar erlingsson Um leið og vindáttin breytist eða gengur niður á Brynja von á að björgunarsveitarfólkið komi aftur til að reyna að festa dúkinn yfir þakið. Brynja veit ekki hversu mikið tjónið er. „Ég tek þetta bara eitt skref í einu. Og nú er það að fá sér kaffi og passa ílátin á efstu hæðinni. Svo þurfum við bara að meta hitt síðar.“
Náttúruhamfarir Fjallabyggð Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent