Eitt þúsund flugmenn sóttu um hjá Play á einum degi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2021 13:14 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Um eitt þúsund umsóknir hafa borist flugfélaginu Play um flugmannastöður hjá flugfélaginu sem auglýstar voru í gær. Stefnt er að því að ráða fimmtíu flugmenn sem hefja störf á nýju ári. „Við áttum von á frábærum viðbrögðum en ekki þessum tölum svona snemma. Það endurspeglar það sem við sjáum í flugliðunum. Það er rosalegur áhugi á þessu,“ segir Birgir Jónsson,forstjóri flugfélagsins í samtali við Vísi. Þar vísar hann í sambærilegan áhuga á flugliðastörfum hjá félaginu sem auglýstar voru á dögunum. Samkvæmt upplýsingum hjá Play hafa um tvö þúsund manns sótt um þau störf. Eru því um tuttugu manns að berjast um hverja nýja stöðu hjá flugfélaginu. Birgir segir umsóknirnar koma víða að. „Þetta er frá öllum heimshornum en auðvitað er starfsstöðin á Íslandi. Þeir sem eru ráðnir verða staðsettir hér og greiða öll sín laun og skatta hér,“ segir Birgir. Flugfloti Airbus samanstendur af Airbus-þotum.Vísir/Sigurjón. Þá merkja stjórnendur fyrirtækisins áhuga íslenskra flugmanna á að starfa hjá Play. „Það er rosalega mikið af Íslendingum að vinna út um allan heim sem stökkva á svona tækifæri að koma til Íslands og vera með heimastöð á Íslandi. Það tíðkast ekki alveg í þessum flugbransa að þú getir sofið heima hjá þér á næturna,“ segir Birgir. Þjálfun hefst á nýju ári Um þrjátíu flugmenn starfa hjá Play eins og er. Þeir sem verða ráðnir nú hefja störf á nýju ári. Segir Birgir að störfin sem hafi verið auglýst nú séu að mestu leyti fastráðningar, en einhverir verði ráðnir til skemmri tíma. „Þjálfunin er að hefjast núna á nýju ári. Þetta fólk er að koma til starfa eftir því sem líður á vorið,“ segir Birgir. Sem fyrr segir verða fimmtíu flugmenn ráðnir en flugfélagið mun bæta við þremur Airbus-þotum í flugflota sinn í vor, auk þess sem að félagið hefur tryggt sér þrjár aðrar vélar sem koma í flotann árið 2022. Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. 7. október 2021 12:18 Auglýsa eftir hundrað flugliðum og fimmtíu flugmönnum Flugfélagið PLAY leitar nú að um hundrað flugliðum til starfa fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf. Jafnframt stendur til að auglýsa eftir um fimmtíu flugmönnum í næstu viku. 29. september 2021 08:07 Hafa samið um leigu á fjórum vélum til viðbótar Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. 21. september 2021 08:59 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
„Við áttum von á frábærum viðbrögðum en ekki þessum tölum svona snemma. Það endurspeglar það sem við sjáum í flugliðunum. Það er rosalegur áhugi á þessu,“ segir Birgir Jónsson,forstjóri flugfélagsins í samtali við Vísi. Þar vísar hann í sambærilegan áhuga á flugliðastörfum hjá félaginu sem auglýstar voru á dögunum. Samkvæmt upplýsingum hjá Play hafa um tvö þúsund manns sótt um þau störf. Eru því um tuttugu manns að berjast um hverja nýja stöðu hjá flugfélaginu. Birgir segir umsóknirnar koma víða að. „Þetta er frá öllum heimshornum en auðvitað er starfsstöðin á Íslandi. Þeir sem eru ráðnir verða staðsettir hér og greiða öll sín laun og skatta hér,“ segir Birgir. Flugfloti Airbus samanstendur af Airbus-þotum.Vísir/Sigurjón. Þá merkja stjórnendur fyrirtækisins áhuga íslenskra flugmanna á að starfa hjá Play. „Það er rosalega mikið af Íslendingum að vinna út um allan heim sem stökkva á svona tækifæri að koma til Íslands og vera með heimastöð á Íslandi. Það tíðkast ekki alveg í þessum flugbransa að þú getir sofið heima hjá þér á næturna,“ segir Birgir. Þjálfun hefst á nýju ári Um þrjátíu flugmenn starfa hjá Play eins og er. Þeir sem verða ráðnir nú hefja störf á nýju ári. Segir Birgir að störfin sem hafi verið auglýst nú séu að mestu leyti fastráðningar, en einhverir verði ráðnir til skemmri tíma. „Þjálfunin er að hefjast núna á nýju ári. Þetta fólk er að koma til starfa eftir því sem líður á vorið,“ segir Birgir. Sem fyrr segir verða fimmtíu flugmenn ráðnir en flugfélagið mun bæta við þremur Airbus-þotum í flugflota sinn í vor, auk þess sem að félagið hefur tryggt sér þrjár aðrar vélar sem koma í flotann árið 2022.
Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. 7. október 2021 12:18 Auglýsa eftir hundrað flugliðum og fimmtíu flugmönnum Flugfélagið PLAY leitar nú að um hundrað flugliðum til starfa fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf. Jafnframt stendur til að auglýsa eftir um fimmtíu flugmönnum í næstu viku. 29. september 2021 08:07 Hafa samið um leigu á fjórum vélum til viðbótar Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. 21. september 2021 08:59 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. 7. október 2021 12:18
Auglýsa eftir hundrað flugliðum og fimmtíu flugmönnum Flugfélagið PLAY leitar nú að um hundrað flugliðum til starfa fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf. Jafnframt stendur til að auglýsa eftir um fimmtíu flugmönnum í næstu viku. 29. september 2021 08:07
Hafa samið um leigu á fjórum vélum til viðbótar Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. 21. september 2021 08:59
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun