Chappelle sakaður um transfóbíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2021 14:48 Dave Chappelle. Getty/Stacy Revere Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. Það er að segja að transfólk gæti ekki breytt líffræðilegu kyni sínu, eins og Rowling hafði áður haldið fram. Chappelle lýsti því einnig yfir að hann tilheyrði hreyfingu sem kallast TERF eða trans-exclusionary radical feminist, sem eru í stuttu máli sagt transfóbískir femínistar. Sjá einnig: Ricky Gervais og J.K Rowling sökuð um transfóbíu Chappelle var að tala á tilfinningalegum nótum um vinskap sinn við Daphne Dorman, transkonu sem var grínisti en svipti sig lífi árið 2019 og það að LGBT-fólk virtist að hans mati æðra svörtu fólki í Bandaríkjunum. Það mætti skjóta svart fólk, sagði Chappelle, en enginn mætti móðga samkynhneigða. Var hann þar að vísa til máls rapparans DaBaby sem skaut mann til bana árið 2018. Hann sagðist hafa gert það í sjálfsvörn og var einungis ákærður fyrir vopnaburð. Chappelle sagðist í lok sýningar sinnar hættur að segja brandara um LGBT-fólk og bað það um að hætta að beita sér gegn „mínu fólki“ en þar var hann eins og fram kemur í frétt Guardian að vísa til fólks eins og DaBaby og grínistans Kevin Hart, sem hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir niðrandi og særandi ummæli um LGBT-fólk. Meðal annars sagði Chappelle um DaBaby að það að taka af honum lífsviðurværi hans væri til jafns við að drepa hann. Þá sagði hann reiður á svip að draumastarf Kevin Hart, það að kynna Óskarsverðlaunahátíðina, hefði verið tekið af honum á ósanngjarnan hátt. Sjá einnig: Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Eins og fram kemur í frétt Sky News hefur Chapelle verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín af samtökum sem berjast fyrir réttindum transfólks vestanhafs. Þar á meðal samtaka eins og GLAAD og The National Black Justice Coalition. Framkvæmdastjóri NBJC segir brandara eins þá sem Chappelle hafi varpað fram ekki vera saklausa. Árið sem nú er farið að halla á stefni í að verða það banvænasta fyrir transfólk í Bandaríkjunum og meirihluti þeirra sem hafi dáið sé þeldökkt transfólk. It is deeply disappointing that Netflix allowed Dave Chappelle s lazy and hostile transphobia and homophobia to air on its platform." -David J. JohnsRead the full article on his special with the link https://t.co/KKvm78ZOqE pic.twitter.com/Le6AfxMZJc— NBJC (@NBJContheMove) October 7, 2021 Forsvarsmenn samtakanna og aðrir hafa krafist þess að sýning Chappelle verði fjarlægð af Netflix. Chappelle sjálfur virðist ekki hafa miklar áhyggjur. „Ef þetta er að vera slaufað, þá elska ég það,“ sagði grínistinn á samkomu í Hollywood Bowl í Los Angeles í gær. Samkvæmt frétt Deadline sagðist Chappelle ekki vilja rífast við neinn áður en hann gagnrýndi fyrirtæki og yfirvöld í Bandaríkjunum. Því næst sagði hann Bandaríkjamenn þurfa að treysta hvorum öðrum. Hann bætti svo við: „Til helvítis með Twitter“. Bandaríkin Hinsegin Netflix Málefni transfólks Hollywood Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Það er að segja að transfólk gæti ekki breytt líffræðilegu kyni sínu, eins og Rowling hafði áður haldið fram. Chappelle lýsti því einnig yfir að hann tilheyrði hreyfingu sem kallast TERF eða trans-exclusionary radical feminist, sem eru í stuttu máli sagt transfóbískir femínistar. Sjá einnig: Ricky Gervais og J.K Rowling sökuð um transfóbíu Chappelle var að tala á tilfinningalegum nótum um vinskap sinn við Daphne Dorman, transkonu sem var grínisti en svipti sig lífi árið 2019 og það að LGBT-fólk virtist að hans mati æðra svörtu fólki í Bandaríkjunum. Það mætti skjóta svart fólk, sagði Chappelle, en enginn mætti móðga samkynhneigða. Var hann þar að vísa til máls rapparans DaBaby sem skaut mann til bana árið 2018. Hann sagðist hafa gert það í sjálfsvörn og var einungis ákærður fyrir vopnaburð. Chappelle sagðist í lok sýningar sinnar hættur að segja brandara um LGBT-fólk og bað það um að hætta að beita sér gegn „mínu fólki“ en þar var hann eins og fram kemur í frétt Guardian að vísa til fólks eins og DaBaby og grínistans Kevin Hart, sem hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir niðrandi og særandi ummæli um LGBT-fólk. Meðal annars sagði Chappelle um DaBaby að það að taka af honum lífsviðurværi hans væri til jafns við að drepa hann. Þá sagði hann reiður á svip að draumastarf Kevin Hart, það að kynna Óskarsverðlaunahátíðina, hefði verið tekið af honum á ósanngjarnan hátt. Sjá einnig: Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Eins og fram kemur í frétt Sky News hefur Chapelle verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín af samtökum sem berjast fyrir réttindum transfólks vestanhafs. Þar á meðal samtaka eins og GLAAD og The National Black Justice Coalition. Framkvæmdastjóri NBJC segir brandara eins þá sem Chappelle hafi varpað fram ekki vera saklausa. Árið sem nú er farið að halla á stefni í að verða það banvænasta fyrir transfólk í Bandaríkjunum og meirihluti þeirra sem hafi dáið sé þeldökkt transfólk. It is deeply disappointing that Netflix allowed Dave Chappelle s lazy and hostile transphobia and homophobia to air on its platform." -David J. JohnsRead the full article on his special with the link https://t.co/KKvm78ZOqE pic.twitter.com/Le6AfxMZJc— NBJC (@NBJContheMove) October 7, 2021 Forsvarsmenn samtakanna og aðrir hafa krafist þess að sýning Chappelle verði fjarlægð af Netflix. Chappelle sjálfur virðist ekki hafa miklar áhyggjur. „Ef þetta er að vera slaufað, þá elska ég það,“ sagði grínistinn á samkomu í Hollywood Bowl í Los Angeles í gær. Samkvæmt frétt Deadline sagðist Chappelle ekki vilja rífast við neinn áður en hann gagnrýndi fyrirtæki og yfirvöld í Bandaríkjunum. Því næst sagði hann Bandaríkjamenn þurfa að treysta hvorum öðrum. Hann bætti svo við: „Til helvítis með Twitter“.
Bandaríkin Hinsegin Netflix Málefni transfólks Hollywood Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira