Fótbolti

Ísak Berg­mann um fagnið: „Kærastan fékk kossana“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Bergmann fagnaði með því að senda fingurkossa upp í stúku.
Ísak Bergmann fagnaði með því að senda fingurkossa upp í stúku. Vísir/Jónína Guðbjörg

„Tilfinningin var bara góð. Við erum samt svekktir að ná ekki að vinna leikinn á heimavelli. Fannst við vera með tökin lungann úr leiknum svo þetta er svekkjandi,“ sagði markaskorari Íslands, Ísak Bergmann Jóhannesson, í viðtali að leik loknum.

„Nei ég er ekkert svekktur yfir því. Ég reyndi að koma inn og gera mitt besta, hjálpa liðinu eins og ég gat. Við náðum ekki að vinna leikinn en mér fannst ég ná að hjálpa liðinu,“ sagði Ísak Bergmann aðspurður hvort hann væri svekktur að vera ekki í byrjunarliðinu í kvöld.

„Sá að Albert (Guðmundsson) átti frábæra sendingu yfir á Birki Má (Sævarsson) sem átti svo geggjaða sendingu á mig inn í markteig, ég tók snertingu og lagði hann í fjær,“ sagði Ísak um sitt fyrsta A-landsliðsmark á ferlinum.

„Ég er aldrei stressaður þegar ég spila fótbolta,“ sagði markaskorarinn varðandi mögulegt stress er hann fékk færið sem markið kom úr.

„Kærastan fékk kossana,“ var svarið varðandi fagnið en Ísak blés þá fingurkossum upp í stúku.

„Algjörlega. Staðan sem við erum í er erfið. Þurfum að reyna vinna leiki. Það er staðan núna. Þó ég sé í banni í næsta leik ætlum við að vinna þann leik. Fyrsta sem ég - ég ætla ekki að blóta núna – en ég er mjög svekktur að vera í banni og geta ekki hjálpað liðinu gegn Liechtenstein,“ sagði Ísak Bergmann að lokum.

Klippa: Viðtal við Ísak Bergmann

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×