Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2021 13:01 Úr heimaleik Barcelona á leiktíðinni. Liðið þarf að færa sig um set á næsta ári. EPA-EFE/Alejandro Garcia Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik. Þetta kemur fram í frétt Sky Sports og ljóst er að Börsungar eru að fara sömu leið og Real Madríd sem lék heimaleiki sína á æfingasvæði sínu þar sem Santiago Bernabéu var lokaður vegna viðgerða. Samkvæmt Laporta munu viðgerðir Camp Nou taka þrjú til fjögur ár en Börsungar munu aðeins þurfa að leika heimaleiki sína á öðrum velli í 12 mánuði. „Við erum að skoða aðra valmöguleika en líklegasti áfangastaðurinn er Johan Cruyff-völlurinn,“ sagði Laporta um málið. Um er að ræða leikvang þar sem kvennalið Börsunga spilar heimaleiki sína. Hann tekur aðeins sex þúsund áhorfendur í sæti en ef karlalið félagsins á að spila þarf að vera hægt að koma 50 þúsund áhorfendum fyrir á leikvanginum. Ef það er ekki hægt er horft til Montjuic-vallarins þar sem opnunarhátíð Ólympíuleikanna 1992 fór fram. Espanyol, erkifjendur Barcelona, lék heimaleiki sína þar í þónokkur ár. Camp Nou er stærsti knattspyrnuleikvangur Evrópu með 99 þúsund sæti. Barcelona stefnir í að bæta við 11 þúsund sætum sem og félagið vill taka leikvanginn í gegn. Laporta segir uppfærðan Camp Nou vera grundvöll fyrir því að félagið verði starfhæft á næstu árum. Fótbolti Spænski boltinn Spánn Tengdar fréttir Laporta vonaðist til að Messi mynda spila launalaust Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, vonaðist til þess að Lionel Messi myndi spila fyrir félagið launalaust í vetur. Allt kom fyrir ekki og Messi samdi við París Saint-Germain. 9. október 2021 09:31 Aguero og Depay að kenna að Messi fór frá Barcelona Barcelona hefði getað haldið Lionel Messi hjá félaginu að mati forseta La Liga en þá hefðu þeir þurft að sleppa því að ná í tvo stjörnuleikmenn í sumar. 6. október 2021 11:00 Barcelona gæti reynt að fá Raheem Sterling í janúar Sterling er ekki lengur fastamaður hjá Pep Guardiola hjá Manchester City og það er áhugi á enska landsliðsmanninum í Katalóníu ef marka má fréttir þaðan. 5. október 2021 10:30 Launaþak Barcelona nú aðeins einn sjöundi af launaþaki Real Madrid Lengi getur vont versnað. Leikur Barcelona er hruninn og fjárhagsvandræðin virðast ætla að þrengja enn frekar að liðinu. Nú verður líklegast enn erfiðara fyrir félagið að vera samkeppnishæft við þau bestu í Evrópu eins og krafan er í Barcelona. 30. september 2021 07:30 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Sky Sports og ljóst er að Börsungar eru að fara sömu leið og Real Madríd sem lék heimaleiki sína á æfingasvæði sínu þar sem Santiago Bernabéu var lokaður vegna viðgerða. Samkvæmt Laporta munu viðgerðir Camp Nou taka þrjú til fjögur ár en Börsungar munu aðeins þurfa að leika heimaleiki sína á öðrum velli í 12 mánuði. „Við erum að skoða aðra valmöguleika en líklegasti áfangastaðurinn er Johan Cruyff-völlurinn,“ sagði Laporta um málið. Um er að ræða leikvang þar sem kvennalið Börsunga spilar heimaleiki sína. Hann tekur aðeins sex þúsund áhorfendur í sæti en ef karlalið félagsins á að spila þarf að vera hægt að koma 50 þúsund áhorfendum fyrir á leikvanginum. Ef það er ekki hægt er horft til Montjuic-vallarins þar sem opnunarhátíð Ólympíuleikanna 1992 fór fram. Espanyol, erkifjendur Barcelona, lék heimaleiki sína þar í þónokkur ár. Camp Nou er stærsti knattspyrnuleikvangur Evrópu með 99 þúsund sæti. Barcelona stefnir í að bæta við 11 þúsund sætum sem og félagið vill taka leikvanginn í gegn. Laporta segir uppfærðan Camp Nou vera grundvöll fyrir því að félagið verði starfhæft á næstu árum.
Fótbolti Spænski boltinn Spánn Tengdar fréttir Laporta vonaðist til að Messi mynda spila launalaust Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, vonaðist til þess að Lionel Messi myndi spila fyrir félagið launalaust í vetur. Allt kom fyrir ekki og Messi samdi við París Saint-Germain. 9. október 2021 09:31 Aguero og Depay að kenna að Messi fór frá Barcelona Barcelona hefði getað haldið Lionel Messi hjá félaginu að mati forseta La Liga en þá hefðu þeir þurft að sleppa því að ná í tvo stjörnuleikmenn í sumar. 6. október 2021 11:00 Barcelona gæti reynt að fá Raheem Sterling í janúar Sterling er ekki lengur fastamaður hjá Pep Guardiola hjá Manchester City og það er áhugi á enska landsliðsmanninum í Katalóníu ef marka má fréttir þaðan. 5. október 2021 10:30 Launaþak Barcelona nú aðeins einn sjöundi af launaþaki Real Madrid Lengi getur vont versnað. Leikur Barcelona er hruninn og fjárhagsvandræðin virðast ætla að þrengja enn frekar að liðinu. Nú verður líklegast enn erfiðara fyrir félagið að vera samkeppnishæft við þau bestu í Evrópu eins og krafan er í Barcelona. 30. september 2021 07:30 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira
Laporta vonaðist til að Messi mynda spila launalaust Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, vonaðist til þess að Lionel Messi myndi spila fyrir félagið launalaust í vetur. Allt kom fyrir ekki og Messi samdi við París Saint-Germain. 9. október 2021 09:31
Aguero og Depay að kenna að Messi fór frá Barcelona Barcelona hefði getað haldið Lionel Messi hjá félaginu að mati forseta La Liga en þá hefðu þeir þurft að sleppa því að ná í tvo stjörnuleikmenn í sumar. 6. október 2021 11:00
Barcelona gæti reynt að fá Raheem Sterling í janúar Sterling er ekki lengur fastamaður hjá Pep Guardiola hjá Manchester City og það er áhugi á enska landsliðsmanninum í Katalóníu ef marka má fréttir þaðan. 5. október 2021 10:30
Launaþak Barcelona nú aðeins einn sjöundi af launaþaki Real Madrid Lengi getur vont versnað. Leikur Barcelona er hruninn og fjárhagsvandræðin virðast ætla að þrengja enn frekar að liðinu. Nú verður líklegast enn erfiðara fyrir félagið að vera samkeppnishæft við þau bestu í Evrópu eins og krafan er í Barcelona. 30. september 2021 07:30