Bíður enn eftir rétta kaupandanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2021 16:25 Árni Aðalbjarnarson bakari með nýbakaðar kringlur fyrir framan myndavegginn fræga í Gamla bakaríinu. Vísir/Sigurjón Enn hefur ekki tekist að selja Gamla bakaríið á Ísafirði, sem sett var á sölu fyrir rúmu ári. Bakaranum hefur þrátt fyrir það ekki tekist að slíta sig frá starfi sínu. Gamla bakaríið var stofnað árið 1871 en hefur verið í eigu fjölskyldu Árna Aðalbjarnarsonar bakara síðan 1920, í heila öld. Hann hóf störf í bakaríinu við hlið foreldra sinna árið 1969 - og er raunar alls ekki hættur. Þegar fréttastofa hitti Árna á efri hæð myrkvaðs bakarísins var hann með ilmandi kringlur í ofninum, sem sendar eru til sölu í stórmörkuðum í bænum. Árni kveðst núorðið taka sér frí á sunnudögum en halda sér við efnið hina dagana. „Það gekk svolítið illa hjá mér í byrjun að sofa út, svo ég læddist út eina nóttina og hérna niður í bakarí og bakaði eitthvað smávegis svo hefur það undið upp á sig,“ segir Árni. Myndirnar á myndaveggnum fræga eru flestar af heldri borgurum Ísafjarðar, margar teknar eftir bíltúr með Árna á forláta Ford, árgerð 1930. Hátt í tvö hundruð manns hafi farið með honum á rúntinn. „Maður heldur náttúrulega soldið mikið upp á elsta fólkið en það eru allir mjög góðir vinir mínir og ég held upp á allt þetta fólk,“ segir Árni. Gamla bakaríið var sett á sölu í fyrrahaust.Vísir/Sigurjón Húsnæði bakarísins er til sölu eins og það leggur sig. Árni segir áhugasama kaupendur hafa haft samband en ekkert bitastætt sé þó í hendi. „Mér finnst alveg ómögulegt að hætta að baka hérna í Gamla bakaríinu svo ég bíð bara eftir þvi að það komi hérna ungur maður og kaupi bakaríið og haldi þessu áfram. Við vonum að Ísfirðingar fái gamla bakaríið sitt aftur.“ Og það er auðvitað ekki hægt að gera sér ferð í Gamla bakaríið án þess að bragða á ylvolgri kringlu, sem fréttamaður einmitt gerði. Horfa má á heimsókn fréttastofu í Gamla bakaríið í spilaranum hér fyrir ofan. Bakarí Ísafjarðarbær Matvælaframleiðsla Verslun Fasteignamarkaður Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Gamla bakaríið var stofnað árið 1871 en hefur verið í eigu fjölskyldu Árna Aðalbjarnarsonar bakara síðan 1920, í heila öld. Hann hóf störf í bakaríinu við hlið foreldra sinna árið 1969 - og er raunar alls ekki hættur. Þegar fréttastofa hitti Árna á efri hæð myrkvaðs bakarísins var hann með ilmandi kringlur í ofninum, sem sendar eru til sölu í stórmörkuðum í bænum. Árni kveðst núorðið taka sér frí á sunnudögum en halda sér við efnið hina dagana. „Það gekk svolítið illa hjá mér í byrjun að sofa út, svo ég læddist út eina nóttina og hérna niður í bakarí og bakaði eitthvað smávegis svo hefur það undið upp á sig,“ segir Árni. Myndirnar á myndaveggnum fræga eru flestar af heldri borgurum Ísafjarðar, margar teknar eftir bíltúr með Árna á forláta Ford, árgerð 1930. Hátt í tvö hundruð manns hafi farið með honum á rúntinn. „Maður heldur náttúrulega soldið mikið upp á elsta fólkið en það eru allir mjög góðir vinir mínir og ég held upp á allt þetta fólk,“ segir Árni. Gamla bakaríið var sett á sölu í fyrrahaust.Vísir/Sigurjón Húsnæði bakarísins er til sölu eins og það leggur sig. Árni segir áhugasama kaupendur hafa haft samband en ekkert bitastætt sé þó í hendi. „Mér finnst alveg ómögulegt að hætta að baka hérna í Gamla bakaríinu svo ég bíð bara eftir þvi að það komi hérna ungur maður og kaupi bakaríið og haldi þessu áfram. Við vonum að Ísfirðingar fái gamla bakaríið sitt aftur.“ Og það er auðvitað ekki hægt að gera sér ferð í Gamla bakaríið án þess að bragða á ylvolgri kringlu, sem fréttamaður einmitt gerði. Horfa má á heimsókn fréttastofu í Gamla bakaríið í spilaranum hér fyrir ofan.
Bakarí Ísafjarðarbær Matvælaframleiðsla Verslun Fasteignamarkaður Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira