Arnar: Ómetanlegt fyrir okkur að hafa þessar eldri drottningar með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2021 19:06 Arnar Pétursson hrósaði íslenska liðinu eftir sigurinn á Serbíu. vísir/Jónína Guðbjörg Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var að vonum sáttur eftir sigurinn á Serbíu í undankeppni EM 2022 í dag. Ísland steinlá fyrir Svíþjóð, 30-17, í fyrsta leik sínum í undankeppninni á fimmtudaginn en frammistaðan í dag var allt önnur og betri en þá. „Eftir erfiðan leik á móti Svíum, sem eru bara í svolítið öðrum klassa, er ég ánægðastur með að við skyldum koma með þessum krafti inn í leikinn,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn. Ísland skoraði fyrstu tvö mörkin og var með frumkvæðið nær allan tímann. „Það hefði alveg verið hægt að koma pínu litlar í sér inn í þennan leik en þær gerðu það ekki. Ég er stoltur af þessum ungu leikmönnum sem eru að spila sína fyrstu leiki og svo gáfu þessar eldri drottningar sig í þetta og miðluðu af reynslu sinni. Þá er ég að tala um Rut [Jónsdóttur], Hildigunni [Einarsdóttur], Sunnu [Jónsdóttur] og Unni [Ómarsdóttur]. Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa þessa stelpur með.“ Íslensku leikmennirnir fagna í leikslok.vísir/Jónína Guðbjörg Ísland komst fjórum mörkum yfir, 13-9, í byrjun seinni hálfleiks en Serbía svaraði með 6-1 kafla og komst yfir, 14-15, í fyrsta og eina sinn í leiknum. Arnar var sáttur með að íslenska liðið hafi ekki lagt árar í bát á meðan þessum erfiða kafla stóð. „Ég er ofboðslega ánægður með það. Auðvitað hafði ég smá áhyggjur af því að liðið ætti erfitt með að svara þessu áhlaupi en þær fá stórt hrós fyrir að koma til baka úr því og svara fyrir sig,“ sagði Arnar. „Við erum á ákveðinni vegferð og erum að reyna að lengja góðu kaflana. Og hann var góður kaflinn sem við getum tekið margt gott úr í dag og byggt á. Það var ofboðslega gott.“ Íslenska vörnin var í góðum gír í dag og Serbía skoraði aðeins 21 mark. Arnar vill að íslensku leikmennirnir séu ágengir í vörninni. „Varnarleikurinn hélt mjög vel. Við erum að reyna að færa okkur aðeins framar á völlinn og það gekk ótrúlega vel. Það fer mikil orka í þetta en við verðum að ná tökum á þessu. Við verðum að koma framarlega á móti liðum sem hafa svona skyttur. Það þýðir ekkert að sitja á sex metrunum,“ sagði Arnar. Ragnheiður Júlíusdóttir hleypir af.vísir/Jónína Guðbjörg Ragnheiður Júlíusdóttir var í stóru hlutverki í íslensku sókninni og tók tuttugu skot í leiknum. Sjö þeirra fóru inn. Arnar segir að það hafi ekki endilega verið uppleggið að Ragnheiður myndi klára svona margar sóknir en kvaðst sáttur með frammistöðu hennar. „Það þróaðist þannig. Ég hefði alveg viljað fá fleiri skot frá Theu [Imani Sturludóttur] líka. Hún er frábær leikmaður og við eigum hana aðeins inni í skotunum. En hún spilaði mjög vel, hreyfði sig vel og spilaði vörnina frábærlega,“ sagði Arnar. „Ragnheiður tók skotin og ég er búin að segja við hana að ég skipti henni út af ef ég er ósáttur. Í dag var þetta flott og hún tók af skarið. Ég er ánægður með hana.“ Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Elín Jóna: Skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fjórtán skot (fjörutíu prósent) þegar Ísland sigraði Serbíu, 23-21, í undankeppni EM 2022 í kvöld. 10. október 2021 18:43 Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Ísland steinlá fyrir Svíþjóð, 30-17, í fyrsta leik sínum í undankeppninni á fimmtudaginn en frammistaðan í dag var allt önnur og betri en þá. „Eftir erfiðan leik á móti Svíum, sem eru bara í svolítið öðrum klassa, er ég ánægðastur með að við skyldum koma með þessum krafti inn í leikinn,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn. Ísland skoraði fyrstu tvö mörkin og var með frumkvæðið nær allan tímann. „Það hefði alveg verið hægt að koma pínu litlar í sér inn í þennan leik en þær gerðu það ekki. Ég er stoltur af þessum ungu leikmönnum sem eru að spila sína fyrstu leiki og svo gáfu þessar eldri drottningar sig í þetta og miðluðu af reynslu sinni. Þá er ég að tala um Rut [Jónsdóttur], Hildigunni [Einarsdóttur], Sunnu [Jónsdóttur] og Unni [Ómarsdóttur]. Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa þessa stelpur með.“ Íslensku leikmennirnir fagna í leikslok.vísir/Jónína Guðbjörg Ísland komst fjórum mörkum yfir, 13-9, í byrjun seinni hálfleiks en Serbía svaraði með 6-1 kafla og komst yfir, 14-15, í fyrsta og eina sinn í leiknum. Arnar var sáttur með að íslenska liðið hafi ekki lagt árar í bát á meðan þessum erfiða kafla stóð. „Ég er ofboðslega ánægður með það. Auðvitað hafði ég smá áhyggjur af því að liðið ætti erfitt með að svara þessu áhlaupi en þær fá stórt hrós fyrir að koma til baka úr því og svara fyrir sig,“ sagði Arnar. „Við erum á ákveðinni vegferð og erum að reyna að lengja góðu kaflana. Og hann var góður kaflinn sem við getum tekið margt gott úr í dag og byggt á. Það var ofboðslega gott.“ Íslenska vörnin var í góðum gír í dag og Serbía skoraði aðeins 21 mark. Arnar vill að íslensku leikmennirnir séu ágengir í vörninni. „Varnarleikurinn hélt mjög vel. Við erum að reyna að færa okkur aðeins framar á völlinn og það gekk ótrúlega vel. Það fer mikil orka í þetta en við verðum að ná tökum á þessu. Við verðum að koma framarlega á móti liðum sem hafa svona skyttur. Það þýðir ekkert að sitja á sex metrunum,“ sagði Arnar. Ragnheiður Júlíusdóttir hleypir af.vísir/Jónína Guðbjörg Ragnheiður Júlíusdóttir var í stóru hlutverki í íslensku sókninni og tók tuttugu skot í leiknum. Sjö þeirra fóru inn. Arnar segir að það hafi ekki endilega verið uppleggið að Ragnheiður myndi klára svona margar sóknir en kvaðst sáttur með frammistöðu hennar. „Það þróaðist þannig. Ég hefði alveg viljað fá fleiri skot frá Theu [Imani Sturludóttur] líka. Hún er frábær leikmaður og við eigum hana aðeins inni í skotunum. En hún spilaði mjög vel, hreyfði sig vel og spilaði vörnina frábærlega,“ sagði Arnar. „Ragnheiður tók skotin og ég er búin að segja við hana að ég skipti henni út af ef ég er ósáttur. Í dag var þetta flott og hún tók af skarið. Ég er ánægður með hana.“
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Elín Jóna: Skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fjórtán skot (fjörutíu prósent) þegar Ísland sigraði Serbíu, 23-21, í undankeppni EM 2022 í kvöld. 10. október 2021 18:43 Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Elín Jóna: Skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fjórtán skot (fjörutíu prósent) þegar Ísland sigraði Serbíu, 23-21, í undankeppni EM 2022 í kvöld. 10. október 2021 18:43
Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn