Katrín Tanja gat bara ekki hætt að hlæja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 08:31 Það gekk erfiðlega hjá þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur að taka upp af því að Katrín Tanja var pikkföst í hláturskasti. Instagram/@dottiraudio Vinkonurnar og CrossFit stórstjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru ekki bara æfingafélagar heldur einnig viðskiptafélagar. Íslensku heimsmeistararnir telja nú niður í frumsýningu á nýjasta verkefni sínu en þær eru fara fyrir framleiðslu á nýjum þráðlausum heyrnartólum sem hafa fengið heitið Dóttir Audio. Eins og þær hafa verið frábærar fyrirmyndir á mögnuðu íþróttaferli sínum þar sem báðar hafa unnið tvo heimsmeistaratitla í CrossFit þá ætla þær líka að reyna að vera fyrirmyndir í því hvernig sé hægt að tengja íþróttaferla sína inn í viðskiptaheiminn. Með því eru þær að leggja grunninn að öðrum ferli eftir að keppnisferlinum lýkur. Þær hafa nýtt sér Dóttir vörumerkið áður og halda því nú áfram en nú hoppa þær inn í tækni- og hljóðheiminn. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) Þær Anníe og Katrín segjast hafa fengið hugmyndina að heyrnartólunum í göngutúr saman í London en markmiðið var að framleiða heyrnartól fyrir heimsklassa íþróttafólk sem vill æfa á fullu án utanaðkomandi truflunar. Katrín Tanja hafði síðan samband við gamlan skólafélaga hjá íslenska fyrirtækinu Strax sem hjálpaði þeim að koma þessu verkefni á hreyfingu. Í kynningunni Dóttir Audio segir að þar fari ekki aðeins öflug þráðlaus heyrnartól fyrir íþróttafólk heldur leggja þær mikla áherslu á vörumerki styðji við eflingu kvenna og jafnrétti. Katrín Tanja hefur verið á Íslandi síðustu vikur og það hefur gefið þeim tækifæri til að taka upp kynningarefni saman. Þar hefur verið gaman hjá þeim og svo gaman að það hefur stundum búið til smá vandræði. Það má meðal annars sjá hér fyrir ofan þegar Katrín Tanja gat hreinlega ekki hætt að hlæja. Báðar eru þær nú að telja niður á samfélagsmiðlum sínum og það styttist því í frumsýningu í vikunni. CrossFit Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Sjá meira
Íslensku heimsmeistararnir telja nú niður í frumsýningu á nýjasta verkefni sínu en þær eru fara fyrir framleiðslu á nýjum þráðlausum heyrnartólum sem hafa fengið heitið Dóttir Audio. Eins og þær hafa verið frábærar fyrirmyndir á mögnuðu íþróttaferli sínum þar sem báðar hafa unnið tvo heimsmeistaratitla í CrossFit þá ætla þær líka að reyna að vera fyrirmyndir í því hvernig sé hægt að tengja íþróttaferla sína inn í viðskiptaheiminn. Með því eru þær að leggja grunninn að öðrum ferli eftir að keppnisferlinum lýkur. Þær hafa nýtt sér Dóttir vörumerkið áður og halda því nú áfram en nú hoppa þær inn í tækni- og hljóðheiminn. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) Þær Anníe og Katrín segjast hafa fengið hugmyndina að heyrnartólunum í göngutúr saman í London en markmiðið var að framleiða heyrnartól fyrir heimsklassa íþróttafólk sem vill æfa á fullu án utanaðkomandi truflunar. Katrín Tanja hafði síðan samband við gamlan skólafélaga hjá íslenska fyrirtækinu Strax sem hjálpaði þeim að koma þessu verkefni á hreyfingu. Í kynningunni Dóttir Audio segir að þar fari ekki aðeins öflug þráðlaus heyrnartól fyrir íþróttafólk heldur leggja þær mikla áherslu á vörumerki styðji við eflingu kvenna og jafnrétti. Katrín Tanja hefur verið á Íslandi síðustu vikur og það hefur gefið þeim tækifæri til að taka upp kynningarefni saman. Þar hefur verið gaman hjá þeim og svo gaman að það hefur stundum búið til smá vandræði. Það má meðal annars sjá hér fyrir ofan þegar Katrín Tanja gat hreinlega ekki hætt að hlæja. Báðar eru þær nú að telja niður á samfélagsmiðlum sínum og það styttist því í frumsýningu í vikunni.
CrossFit Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Sjá meira