Vistaskipti Birgis óvenjuleg en trufla Katrínu ekki Kolbeinn Tumi Daðason og Snorri Másson skrifa 11. október 2021 11:51 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verður næsti forsætisráðherra takist flokkunum að ná saman. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir óvenjulegt að þingmaður yfirgefi flokk sinn jafn skömmu eftir kosningar og raun ber vitni hjá Birgi Þórarinssyni, fyrrverandi Miðflokksmanni og nú þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Formennirnir leita fyrirmynda á Norðurlöndunum varðandi röðun málaflokka í sín ráðuneyti. Katrín mætti til fundar með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknar í Ráðherrabústaðnum klukkan ellefu í morgun. Hún segir þau áfram ætla að hittast þrjú og gefa sér tíma til að fara yfir einstaka málaflokka. Sigurður Ingi sagði fyrir fundinn að meðal annars væri tekist á um orku- og loftslagsmál. Hann hafi hug á því að skipa nýjan innanviðaráðherra eða ráðherra skipulagsmála. „Við erum auðvitað að horfa á þetta heilstætt þegar við erum að ræða þetta við þrjú. Við erum að horfa á mögulegan tilflutning verkefna á milli ráðuneyta, erum ekki búin að lenda því endanlega. Við lendum því varla fyrr en undir lok þessara viðræðna,“ segir Katrín. Þau horfi meðal annars til Norðurlandanna varðandi það hvernig málaflokkum sé raðað þar niður á einstök ráðuneyti. Katrín var spurð hvort vistaskipti Birgis Þórarinssonar úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn hefði áhrif á stjórnarmyndunarviðræður. Í ljósi þess að styrkur Sjálfstæðisflokksins hefði aukist enn frekar með nýjum manni. Trufli ekki viðræðurnar „Það myndi ég ekki halda. Eins og ég hef sagt áður nálgumst við þetta verkefni sem jafningjar þótt prósentuhlutföll flokkanna séu mismunandi. Sé ekki að þetta eigi að hafa nein árhif á þær.“ Hún segist hafa séð þingmenn hætta áður í flokkum og byrja í öðrum, nokkuð greiðlega. „Það truflar mig í sjálfu sér ekkert. Auðvitað er það svolítið óvenjulegt að þingmaður hætti í sínum flokki svo skömmu eftir kosningar eins og raun ber vitni.“ Skoðanir Birgis eru umdeildar, en hann er meðal annars efasemdamaður þegar kemur að loftslagsmálum auk þess sem hann hefur talað gegn fóstureyðingum. Áfram ósammála mörgum skoðunum Sjálfstæðismanna „Birgir er ekki að óska eftir því að ganga í þingflokk Vinstri grænna. Ég hefði ekki átt von á því að hann gerði það. Þegar þrír flokkar ræða saman um stjórnarmyndum er afstaða tekin til málefnasamningsins á vettvangi flokksstofnana og þingflokka þeirra flokka. Hann kemur væntanlega sínum skoðunum á framfæri þar,“ segir Katrín. Spyrja yrði formann Sjálfstæðisflokksins að því hvort Birgir verði ráðherra í nýrri ríkisstjórn. „Við vitum að það eru ýmsar skoðanir í þingflokki Sjálfstæðismanna sem ég er alls ekki sammála. Þannig hefur það verið og ég vænti þess að það verði þannig áfram.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í morgun að í viðræðunum væri miðað við að Katrín yrði áfram forsætisráðherra. Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Katrín mætti til fundar með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknar í Ráðherrabústaðnum klukkan ellefu í morgun. Hún segir þau áfram ætla að hittast þrjú og gefa sér tíma til að fara yfir einstaka málaflokka. Sigurður Ingi sagði fyrir fundinn að meðal annars væri tekist á um orku- og loftslagsmál. Hann hafi hug á því að skipa nýjan innanviðaráðherra eða ráðherra skipulagsmála. „Við erum auðvitað að horfa á þetta heilstætt þegar við erum að ræða þetta við þrjú. Við erum að horfa á mögulegan tilflutning verkefna á milli ráðuneyta, erum ekki búin að lenda því endanlega. Við lendum því varla fyrr en undir lok þessara viðræðna,“ segir Katrín. Þau horfi meðal annars til Norðurlandanna varðandi það hvernig málaflokkum sé raðað þar niður á einstök ráðuneyti. Katrín var spurð hvort vistaskipti Birgis Þórarinssonar úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn hefði áhrif á stjórnarmyndunarviðræður. Í ljósi þess að styrkur Sjálfstæðisflokksins hefði aukist enn frekar með nýjum manni. Trufli ekki viðræðurnar „Það myndi ég ekki halda. Eins og ég hef sagt áður nálgumst við þetta verkefni sem jafningjar þótt prósentuhlutföll flokkanna séu mismunandi. Sé ekki að þetta eigi að hafa nein árhif á þær.“ Hún segist hafa séð þingmenn hætta áður í flokkum og byrja í öðrum, nokkuð greiðlega. „Það truflar mig í sjálfu sér ekkert. Auðvitað er það svolítið óvenjulegt að þingmaður hætti í sínum flokki svo skömmu eftir kosningar eins og raun ber vitni.“ Skoðanir Birgis eru umdeildar, en hann er meðal annars efasemdamaður þegar kemur að loftslagsmálum auk þess sem hann hefur talað gegn fóstureyðingum. Áfram ósammála mörgum skoðunum Sjálfstæðismanna „Birgir er ekki að óska eftir því að ganga í þingflokk Vinstri grænna. Ég hefði ekki átt von á því að hann gerði það. Þegar þrír flokkar ræða saman um stjórnarmyndum er afstaða tekin til málefnasamningsins á vettvangi flokksstofnana og þingflokka þeirra flokka. Hann kemur væntanlega sínum skoðunum á framfæri þar,“ segir Katrín. Spyrja yrði formann Sjálfstæðisflokksins að því hvort Birgir verði ráðherra í nýrri ríkisstjórn. „Við vitum að það eru ýmsar skoðanir í þingflokki Sjálfstæðismanna sem ég er alls ekki sammála. Þannig hefur það verið og ég vænti þess að það verði þannig áfram.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í morgun að í viðræðunum væri miðað við að Katrín yrði áfram forsætisráðherra.
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40