Þjóðverjar komnir á HM eftir öruggan sigur | Rúmenía með mikilvægan sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Germany v Romania - 2022 FIFA World Cup Qualifier
Getty/Boris Streubel

Þýskaland er komið á HM sem fram fer í Katar veturinn 2022 þökk sé 4-0 útisigri á Norður-Makedóníu í kvöld. Þá vann Rúmenía góðan 1-0 sigur á Armeníu.

Eftir markalausan fyrri hálfleik í Norður-Makedóníu tóku gestirnir öll völd á vellinum. Kai Havertz skoraði í upphafi síðari hálfleiks og kom Þýskalandi 1-0 yfir. 

Þegar 20 mínútur voru til leiksloka skoraði Timo Werner annað mark gestanna og aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Werner annað mark sitt og þriðja mark Þýskalands.

Staðan þar með orðin 3-0 en Jamal Musiala bætti við fjórða markinu undir lok leiksins og reyndust það lokatölur leiksins. 

Sigurinn þýðir að Þjóðverjar eru komnir upp í 21 stig og þar með orðnir sigurvegarar J-riðils. Farseðillinn á HM sem fram fer í Katar veturinn 2022 er því kominn í hús.

Þá vann Rúmenía 1-0 sigur á Armeníu þökk sé marki Alexandru Mitriță. Rúmenía er því í 2. sæti með 13 stig þegar átta umferðir eru búnir. Norður-Makedónía og Rúmenía kom þar á eftir með 12 stig hvor.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira