Þjóðverjar komnir á HM eftir öruggan sigur | Rúmenía með mikilvægan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2021 20:40 Getty/Boris Streubel Þýskaland er komið á HM sem fram fer í Katar veturinn 2022 þökk sé 4-0 útisigri á Norður-Makedóníu í kvöld. Þá vann Rúmenía góðan 1-0 sigur á Armeníu. Eftir markalausan fyrri hálfleik í Norður-Makedóníu tóku gestirnir öll völd á vellinum. Kai Havertz skoraði í upphafi síðari hálfleiks og kom Þýskalandi 1-0 yfir. Þegar 20 mínútur voru til leiksloka skoraði Timo Werner annað mark gestanna og aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Werner annað mark sitt og þriðja mark Þýskalands. Germany goals 20 and 21 for @TimoWerner #DieMannschaft #MKDGER 0-3 pic.twitter.com/mNujlLp8MT— Germany (@DFB_Team_EN) October 11, 2021 Staðan þar með orðin 3-0 en Jamal Musiala bætti við fjórða markinu undir lok leiksins og reyndust það lokatölur leiksins. Sigurinn þýðir að Þjóðverjar eru komnir upp í 21 stig og þar með orðnir sigurvegarar J-riðils. Farseðillinn á HM sem fram fer í Katar veturinn 2022 er því kominn í hús. Germany have officially qualified for the 2022 World Cup They're the first team aside from the host nation Qatar to qualify. pic.twitter.com/jox0KiSo1h— B/R Football (@brfootball) October 11, 2021 Þá vann Rúmenía 1-0 sigur á Armeníu þökk sé marki Alexandru Mitriță. Rúmenía er því í 2. sæti með 13 stig þegar átta umferðir eru búnir. Norður-Makedónía og Rúmenía kom þar á eftir með 12 stig hvor. HM 2022 í Katar Fótbolti
Þýskaland er komið á HM sem fram fer í Katar veturinn 2022 þökk sé 4-0 útisigri á Norður-Makedóníu í kvöld. Þá vann Rúmenía góðan 1-0 sigur á Armeníu. Eftir markalausan fyrri hálfleik í Norður-Makedóníu tóku gestirnir öll völd á vellinum. Kai Havertz skoraði í upphafi síðari hálfleiks og kom Þýskalandi 1-0 yfir. Þegar 20 mínútur voru til leiksloka skoraði Timo Werner annað mark gestanna og aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Werner annað mark sitt og þriðja mark Þýskalands. Germany goals 20 and 21 for @TimoWerner #DieMannschaft #MKDGER 0-3 pic.twitter.com/mNujlLp8MT— Germany (@DFB_Team_EN) October 11, 2021 Staðan þar með orðin 3-0 en Jamal Musiala bætti við fjórða markinu undir lok leiksins og reyndust það lokatölur leiksins. Sigurinn þýðir að Þjóðverjar eru komnir upp í 21 stig og þar með orðnir sigurvegarar J-riðils. Farseðillinn á HM sem fram fer í Katar veturinn 2022 er því kominn í hús. Germany have officially qualified for the 2022 World Cup They're the first team aside from the host nation Qatar to qualify. pic.twitter.com/jox0KiSo1h— B/R Football (@brfootball) October 11, 2021 Þá vann Rúmenía 1-0 sigur á Armeníu þökk sé marki Alexandru Mitriță. Rúmenía er því í 2. sæti með 13 stig þegar átta umferðir eru búnir. Norður-Makedónía og Rúmenía kom þar á eftir með 12 stig hvor.