Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 14:58 Spænski fasistar hylla þá sem þeir kalla „hetjur“ landvinninga Spánar í Barcelona í dag. Í dag er minnst komu Kristófers Kólumbusar til „nýja heimsins“ árið 1492. Vísir/EPA Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna. Umræðan um landvinninga Evrópumanna í Ameríkunum blossar árlega upp í kringum Kólumbusardaginn sem er meðal annars haldinn hátíðlega á Spáni og Bandaríkjunum. Viðurkenning Joes Biden Bandaríkjaforseta á að frumbyggjar hafi mátt þola þjáningar með komu evrópsku landvinningamannanna fór sérstaklega fyrir brjóstið á íhaldsmönnum í báðum löndum. Biden hvatti landa sína til þess að sópa því hvernig komið var fram við frumbyggja undir teppið. Lýsti hann því jafnframt yfir að 11. október yrði héðan í frá bæði dagur Kólumbusar og frumbyggjaþjóða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Pablo Casado, leiðtogi Lýðflokksins, stærsta hægriflokks Spánar, segir nýlendustefnu Spánverja í Ameríkunum mikilvægustu atburði mannkynssögunnar á eftir Rómarveldi. „Þarf spænska konungsríkið að biðjast afsökunar vegna þess að fyrir fimm öldum fann það nýja heiminn, virti þau sem voru þar, reisti háskóla, skapaði velsæld, byggði heilu borgirnar? Það held ég nú ekki,“ sagði Casado í myndbandi sem hann birti á Twitter og skautaði nokkuð létt fram hjá slátrun og kúgun spænskra landvinningamanna á frumbyggjum þess varð síðan þekkt sem Rómanska-Ameríka. Santiago Abascal, leiðtogi hægriöfgaflokksins Vox, lýsti Biden sem „sorglegum“. „Hann réðst á mesta meistarastykki spænsku landvinninganna: kristniboðið,“ sagði Abascal og lýsti nýlendunum sem „keisaradæmi mannréttinda“. Deilur um sérstakan hátíðardag vegna svokallaðra „landafunda“ Evrópumanna í Ameríkunum eru langt því frá nýjar af nálinni. Mörgum kemur það þannig spánskt fyrir sjónir að þjóðir þar sem meirihluti íbúa er af frumbyggjaættum skuli fagna tímamótum sem leiddu til fjöldamorðs á forfeðrum þeirra og eyðileggingu á menningu þeirra. Kólumbus sjálfur, sem var ítalskur, kom fram af sérstökum hrottaskap við þá heimamenn sem urðu á vegi hans í Karíbahafi. Þá var Kólumbus ekki sérlega vel áttaður þar sem hann hélt alla tíð að hann hefði í raun fundið nýja siglingaleið til Asíu sem var þó heilli heimsálfu og heimshafi lengra í vestur. Spánn Bandaríkin Ítalía Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Umræðan um landvinninga Evrópumanna í Ameríkunum blossar árlega upp í kringum Kólumbusardaginn sem er meðal annars haldinn hátíðlega á Spáni og Bandaríkjunum. Viðurkenning Joes Biden Bandaríkjaforseta á að frumbyggjar hafi mátt þola þjáningar með komu evrópsku landvinningamannanna fór sérstaklega fyrir brjóstið á íhaldsmönnum í báðum löndum. Biden hvatti landa sína til þess að sópa því hvernig komið var fram við frumbyggja undir teppið. Lýsti hann því jafnframt yfir að 11. október yrði héðan í frá bæði dagur Kólumbusar og frumbyggjaþjóða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Pablo Casado, leiðtogi Lýðflokksins, stærsta hægriflokks Spánar, segir nýlendustefnu Spánverja í Ameríkunum mikilvægustu atburði mannkynssögunnar á eftir Rómarveldi. „Þarf spænska konungsríkið að biðjast afsökunar vegna þess að fyrir fimm öldum fann það nýja heiminn, virti þau sem voru þar, reisti háskóla, skapaði velsæld, byggði heilu borgirnar? Það held ég nú ekki,“ sagði Casado í myndbandi sem hann birti á Twitter og skautaði nokkuð létt fram hjá slátrun og kúgun spænskra landvinningamanna á frumbyggjum þess varð síðan þekkt sem Rómanska-Ameríka. Santiago Abascal, leiðtogi hægriöfgaflokksins Vox, lýsti Biden sem „sorglegum“. „Hann réðst á mesta meistarastykki spænsku landvinninganna: kristniboðið,“ sagði Abascal og lýsti nýlendunum sem „keisaradæmi mannréttinda“. Deilur um sérstakan hátíðardag vegna svokallaðra „landafunda“ Evrópumanna í Ameríkunum eru langt því frá nýjar af nálinni. Mörgum kemur það þannig spánskt fyrir sjónir að þjóðir þar sem meirihluti íbúa er af frumbyggjaættum skuli fagna tímamótum sem leiddu til fjöldamorðs á forfeðrum þeirra og eyðileggingu á menningu þeirra. Kólumbus sjálfur, sem var ítalskur, kom fram af sérstökum hrottaskap við þá heimamenn sem urðu á vegi hans í Karíbahafi. Þá var Kólumbus ekki sérlega vel áttaður þar sem hann hélt alla tíð að hann hefði í raun fundið nýja siglingaleið til Asíu sem var þó heilli heimsálfu og heimshafi lengra í vestur.
Spánn Bandaríkin Ítalía Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira