Eldsneytisverð ekki verið hærra á Íslandi frá árinu 2014 Eiður Þór Árnason skrifar 13. október 2021 07:02 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda. Samsett Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað skarpt seinustu mánuði og hefur sú þróun skilað sér greinilega til íslenskra neytenda. Nokkuð hefur verið um verðhækkanir hjá íslensku olíufélögunum á síðustu vikum og nálgast verð á 95 oktana bensíni nú 270 krónur á flestum þjónustustöðvum. Á sama tíma kostar lítrinn af dísilolíu víðast hvar um 250 krónur. „Þetta er eiginlega hæsta útsöluverð í krónum síðan í október 2014 en að teknu tilliti til vísitölu þá hefur það ekki verið hærra síðan í febrúar 2013. Það kom svolítið langt tímabil með háu verði í kjölfar bankahrunsins en núna hefur heimsmarkaðsverð á bensíni í Norður-Evrópu ekki verið hærra síðan 2014,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB). Hann bætir við að Íslendingar séu hér ekki einir á báti þar sem svipuð þróun hafi átt sér stað víðar í heiminum. FÍB hefur lengi fylgst með daglegri þróun olíuverðs hér á landi. Faraldurinn haft mikil áhrif á eftirspurn Verulegar sveiflur hafa verið á heimsmarkaðsverði á seinustu tveimur árum en hráolía lækkaði mikið í verði þegar eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti dróst víða saman í heimsfaraldrinum. Síðar tók verð að hækka verulega á ný þegar aukið líf færðist í efnahagskerfi heimsins. Að sögn Runólfs var meðalheildsöluverð á bensíni í Norður-Evrópu um 51 króna á lítrann í lok seinasta árs. Í september hafði sú tala hækkað um meira en 30 krónur þegar búið er að taka tillit til gengisþróunar. Nemur það um 60 prósent hækkun á innan við ári. „Núna í september voru miklar verðsveiflur á markaði og eldsneytisverð hækkaði ört en það var stöðugra í lok sumars,“ segir Runólfur. Tölur FÍB bendi til að olíufélögin hafi ekki nýtt tækifærið til að auka álagningu sína samhliða hækkunum. Þar hjálpi aukin verðsamkeppni á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri þar sem verð hefur verið lækkað á einstaka stöðvum. Verðþróun Brent-hráolíutunnunni á seinustu tveimur árum.Macrotrends Tvöfaldast á einu ári Tunna af Brent-hráolíu, sem gefur vísbendingu um verðþróun á bensíni og dísilolíu, stóð í 83,64 bandaríkjadölum fyrir lok markaða í gær en kostaði 41 Bandaríkjadal fyrir ári síðan. Hefur verðið ekki verið hærra frá því í október 2018. Enn frekari sveiflur hafa verið á hinni bandarísku WTI-hráolíu (West Texas Intermediate) sem stóð í 80,68 Bandaríkjadölum í gær. Hefur verðið á olíutunnunni ekki verið hærra frá árinu 2014. Bensín og olía Neytendur Fjármál heimilisins Verðlag Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Nokkuð hefur verið um verðhækkanir hjá íslensku olíufélögunum á síðustu vikum og nálgast verð á 95 oktana bensíni nú 270 krónur á flestum þjónustustöðvum. Á sama tíma kostar lítrinn af dísilolíu víðast hvar um 250 krónur. „Þetta er eiginlega hæsta útsöluverð í krónum síðan í október 2014 en að teknu tilliti til vísitölu þá hefur það ekki verið hærra síðan í febrúar 2013. Það kom svolítið langt tímabil með háu verði í kjölfar bankahrunsins en núna hefur heimsmarkaðsverð á bensíni í Norður-Evrópu ekki verið hærra síðan 2014,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB). Hann bætir við að Íslendingar séu hér ekki einir á báti þar sem svipuð þróun hafi átt sér stað víðar í heiminum. FÍB hefur lengi fylgst með daglegri þróun olíuverðs hér á landi. Faraldurinn haft mikil áhrif á eftirspurn Verulegar sveiflur hafa verið á heimsmarkaðsverði á seinustu tveimur árum en hráolía lækkaði mikið í verði þegar eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti dróst víða saman í heimsfaraldrinum. Síðar tók verð að hækka verulega á ný þegar aukið líf færðist í efnahagskerfi heimsins. Að sögn Runólfs var meðalheildsöluverð á bensíni í Norður-Evrópu um 51 króna á lítrann í lok seinasta árs. Í september hafði sú tala hækkað um meira en 30 krónur þegar búið er að taka tillit til gengisþróunar. Nemur það um 60 prósent hækkun á innan við ári. „Núna í september voru miklar verðsveiflur á markaði og eldsneytisverð hækkaði ört en það var stöðugra í lok sumars,“ segir Runólfur. Tölur FÍB bendi til að olíufélögin hafi ekki nýtt tækifærið til að auka álagningu sína samhliða hækkunum. Þar hjálpi aukin verðsamkeppni á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri þar sem verð hefur verið lækkað á einstaka stöðvum. Verðþróun Brent-hráolíutunnunni á seinustu tveimur árum.Macrotrends Tvöfaldast á einu ári Tunna af Brent-hráolíu, sem gefur vísbendingu um verðþróun á bensíni og dísilolíu, stóð í 83,64 bandaríkjadölum fyrir lok markaða í gær en kostaði 41 Bandaríkjadal fyrir ári síðan. Hefur verðið ekki verið hærra frá því í október 2018. Enn frekari sveiflur hafa verið á hinni bandarísku WTI-hráolíu (West Texas Intermediate) sem stóð í 80,68 Bandaríkjadölum í gær. Hefur verðið á olíutunnunni ekki verið hærra frá árinu 2014.
Bensín og olía Neytendur Fjármál heimilisins Verðlag Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira