„Líkami okkar, þeirra vígvöllur“ Heimsljós 13. október 2021 11:22 Samstarf - Heimsljós Christina Lamb, fréttastjóri hjá The Sunday Times og rithöfundur, flytur erindi á málþingi UN Women á Íslandi. UN Women á Íslandi efnir á morgun, 14. október, til málþings með yfirheitinu „Líkami okkar, þeirra vígvöllur“ þar sem Christina Lamb, fréttastjóri erlendra frétta hjá breska stórblaðinu The Sunday Times og margverðlaunaður rithöfundur, flytur erindi um samnefnda bók sína sem kom út fyrr á árinu: Our Bodies, Their Battlefield. Málþingið verður haldið í Veröld – húsi Vigdísar milli klukkan 16:30 og 18:00 og fer fram á ensku. Á málþinginu ræðir Christina Lamb inntak bókar sinnar sem sögð er gríðarlega mikilvæg heimild um sértæk áhrif stríðs á konur, beitingu kynferðisofbeldis og nauðgana sem vopn í stríðsátökum og afleiðingar alls þessa á líf kvenna og samfélaga þeirra. Christina Lamb hefur starfað sem fréttaritari í meira en þrjá áratugi og hefur fyrst og fremst flutt fréttir af átakasvæðum fyrir The Sunday Times. Líkami okkar, þeirra vígvöllur er níunda bók Lamb en aðrar eru meðal annars The girl from Aleppo, Farewell Kabul auk þess sem hún er meðhöfundur að I am Malala. Að loknu famsöguerindinu fara fram pallborðsumræður þar sem eftirfarandi sérfræðingar taka þátt: Salvator Nkurunziza, framkvæmdastjóri svæðisskrifstofu UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu Erna Huld Ibrahimsdóttir, þýðandi, túlkur og kynjafræðingur. Íris Björg Kristjánsdóttir, sérfræðingur í friði og öryggis- og mannúðarmálum hjá svæðisskrifstofu UN Women í Evrópu og Mið-Asíu Skráning á viðburð hér. Öll hjartanlega velkomin og aðgangur ókeypis. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent
UN Women á Íslandi efnir á morgun, 14. október, til málþings með yfirheitinu „Líkami okkar, þeirra vígvöllur“ þar sem Christina Lamb, fréttastjóri erlendra frétta hjá breska stórblaðinu The Sunday Times og margverðlaunaður rithöfundur, flytur erindi um samnefnda bók sína sem kom út fyrr á árinu: Our Bodies, Their Battlefield. Málþingið verður haldið í Veröld – húsi Vigdísar milli klukkan 16:30 og 18:00 og fer fram á ensku. Á málþinginu ræðir Christina Lamb inntak bókar sinnar sem sögð er gríðarlega mikilvæg heimild um sértæk áhrif stríðs á konur, beitingu kynferðisofbeldis og nauðgana sem vopn í stríðsátökum og afleiðingar alls þessa á líf kvenna og samfélaga þeirra. Christina Lamb hefur starfað sem fréttaritari í meira en þrjá áratugi og hefur fyrst og fremst flutt fréttir af átakasvæðum fyrir The Sunday Times. Líkami okkar, þeirra vígvöllur er níunda bók Lamb en aðrar eru meðal annars The girl from Aleppo, Farewell Kabul auk þess sem hún er meðhöfundur að I am Malala. Að loknu famsöguerindinu fara fram pallborðsumræður þar sem eftirfarandi sérfræðingar taka þátt: Salvator Nkurunziza, framkvæmdastjóri svæðisskrifstofu UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu Erna Huld Ibrahimsdóttir, þýðandi, túlkur og kynjafræðingur. Íris Björg Kristjánsdóttir, sérfræðingur í friði og öryggis- og mannúðarmálum hjá svæðisskrifstofu UN Women í Evrópu og Mið-Asíu Skráning á viðburð hér. Öll hjartanlega velkomin og aðgangur ókeypis. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent