Samkvæmt frétt VG er um umfangsmiklar aðgerðir lögreglu að ræða. Mikil lögregluumferð er á svæðinu og búið er að loka vesturhluta bæjarins. Íbúar hafa verið beðnir um halda sig heima. Herinn tekur herinn einnig þátt í aðgerðunum.
Elsa Giljan, íslensk kona sem býr í bænum, segir í samtali við fréttastofu að mikil óvissa sé um stöðuna. Elsa frétti fyrst af atburðunum þegar sonur hennar hringdi í hana og lét hana vita að maður væri að skjóta á eftir fólki með boga. Lögregla var þá komin staðinn. Að sögn Elsu var sonur hennar í um það bil hundrað og fimmtíu metra fjarlægð frá staðnum þar sem árásarmaðurinn á að hafa verið.

Á að hafa miðað á fólk með boga í verslun
Samkvæmt frétt Laagendalsposten á árásarmaðurinn að hafa miðað á fólk með boga inni í verslun Coop Extra á svæðinu. Vitni hafa sagt frá mögulega öðrum árásarmanni en samkvæmt frétt Laagendalsposten á kona að hafa verið stungin með hníf. Tekið er fram í fréttinni að um óstaðfestar upplýsingar er að ræða.
Lögreglan hefur nú handtekið bogamanninn en aðgerðir standa enn yfir.
Fréttin hefur verið uppfærð.