Börnin í sömu klípu og Jón Arnór fyrir 30 árum: „Aðstaðan er ekki boðleg“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2021 08:00 Eins og sjá má er ekki mikið pláss fyrir krakkana í íþróttasal Laugarnesskóla. Jón Arnór Stefánsson mætti á æfingu hjá þeim í vikunni en hann er úr Laugarneshverfi og horfir nú upp á börnin sín glíma við sama aðstöðuleysi og þegar hann neyddist til að sækja æfingar í Vesturbænum á síðustu öld. Stöð 2 Það ríkir neyðarástand hjá einni stærstu körfuknattleiksdeild landsins, Ármanni, vegna aðstöðuleysis í Laugardal. Jón Arnór Stefánsson hitti Gaupa í pínulitlum íþróttasal sem félagið notar og sagði aðstöðuna jafnvel enn verri en þegar hann neyddist til að sækja æfingar úr Laugardal í Vesturbæinn á sínum tíma. „Þetta er brýnt efni og úr þessu þarf að bæta ekki seinna en á morgun. Ég vil skora á Dag B. [Eggertsson, borgarstjóra] og félaga að koma hingað niður í Laugardal og kíkja í heimsókn til okkar, og taka röltið í Laugarnesskóla og Langholtsskóla og fara yfir stöðu mála. Sýna þeim svart á hvítu hversu léleg aðstaðan er og hversu brýnt þetta mál er fyrir okkur íbúana í hverfinu,“ sagði Jón Arnór sem kíkti á æfingu með Gaupa í Laugarnesskóla, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Gaupi hitti Jón Arnór og Odd í íþróttasal Laugarnesskóla Ármenningar og Þróttarar hafa lengi glímt við aðstöðuleysi en steininn tók úr þegar Laugardalshöllinni var lokað vegna vatnsskemmda. Iðkendur Ármanns æfa í smáum íþróttasölum Laugarnesskóla og Langholtsskóla, og þau sem eldri eru hafa þurft að sækja æfingar út fyrir Laugardal í íþróttahús Kennaraháskólans. Þegar Jón Arnór og vinir hans ákváðu að æfa körfubolta á sínum tíma urðu þeir að sækja æfingar hjá KR til að komast í viðunandi aðstöðu. Börnin hans Jóns eru nú í sömu stöðu og hann var á sínum tíma og Jón er líkt og margir orðinn langeygður eftir nýju, almennilegu íþróttahúsi í Laugardal. Börnin vilji stunda íþróttir en aðstaða ekki fyrir hendi „Síðan 1992, þegar ég byrja, þá er nánast sama staða ef ekki verri. Ármann er hér í hverfinu orðinn það stórt félag að aðstaðan er ekki boðleg. Það er stór ástæða fyrir því að ég fór í KR á sínum tíma og sama er að gerast fyrir mín börn. Ég er bara hérna sem íbúi þessa hverfis og faðir barna sem að stunda íþróttir með Þrótti og Ármanni, og vil vekja athygli á þessari hrikalega lélegu íþróttaaðstöðu sem við höfum í hverfinu. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir okkur foreldra. Börnin vilja stunda íþróttir, þau þurfa einhvers staðar að vera, og það er ekki aðstaða fyrir þau. Þetta er ákall til borgarinnar um að gera eitthvað í þessum málum,“ segir Jón. Hann segir það synd að horfa þurfi á eftir krökkum úr hverfinu í önnur félög og að byggja þurfi upp alvöru íþróttaaðstöðu sem sameini hverfin í kringum Laugardalinn. „Það er búið að skipa einhverja starfshópa, nokkra held ég, síðan árið 2017 til að fara yfir þessi mál en það er bara því miður ekkert að frétta. Við horfum á Laugardalinn sem einhverja íþróttaparadís en staðreyndin er sú að krakkarnir geta hvergi æft. Þróttur og Ármann glíma við neyðartilfelli og við þurfum að bæta úr þessu ekki seinna en á morgun,“ segir Jón. Þjálfarinn Oddur Jóhannsson á sinn þátt í að körfuknattleiksdeild Ármanns er ein sú stærsta á landinu, þrátt fyrir aðstöðuleysið.Stöð 2 „Ekki hægt að spila eðlilegan körfubolta“ Oddur Jóhannsson, þjálfari Ármanns, tekur í sama streng: „Þetta er eiginlega ekki boðlegt. Allt of lítil hús og allt of margir iðkendur miðað við þessa stærð. Þetta er mjög erfitt. Við höfum mikla reynslu af þessu því þetta hefur verið svona um árabil en vandinn er alltaf að aukast. Þetta krefst gífurlegs skipulags en við erum gífurlega takmörkuð út af þessum þrengslum. Það er ekki hægt að spila eðlilegan körfubolta nema að mjög takmörkuðu leyti,“ segir Oddur og bætir við: „Við erum orðnir langþreyttir. Vandamálið er að vaxa. Það er lúxusvandamál því deildin okkar er alltaf að stækka og okkur gengur mjög vel í yngri flokkunum, og krökkunum fjölgar hratt þrátt fyrir aðstöðuleysið, en eftir því sem þau eldast og þeim fjölgar þá þrengir að okkur og vandamálið stækkar og stækkar.“ Körfubolti Reykjavík Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sjá meira
„Þetta er brýnt efni og úr þessu þarf að bæta ekki seinna en á morgun. Ég vil skora á Dag B. [Eggertsson, borgarstjóra] og félaga að koma hingað niður í Laugardal og kíkja í heimsókn til okkar, og taka röltið í Laugarnesskóla og Langholtsskóla og fara yfir stöðu mála. Sýna þeim svart á hvítu hversu léleg aðstaðan er og hversu brýnt þetta mál er fyrir okkur íbúana í hverfinu,“ sagði Jón Arnór sem kíkti á æfingu með Gaupa í Laugarnesskóla, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Gaupi hitti Jón Arnór og Odd í íþróttasal Laugarnesskóla Ármenningar og Þróttarar hafa lengi glímt við aðstöðuleysi en steininn tók úr þegar Laugardalshöllinni var lokað vegna vatnsskemmda. Iðkendur Ármanns æfa í smáum íþróttasölum Laugarnesskóla og Langholtsskóla, og þau sem eldri eru hafa þurft að sækja æfingar út fyrir Laugardal í íþróttahús Kennaraháskólans. Þegar Jón Arnór og vinir hans ákváðu að æfa körfubolta á sínum tíma urðu þeir að sækja æfingar hjá KR til að komast í viðunandi aðstöðu. Börnin hans Jóns eru nú í sömu stöðu og hann var á sínum tíma og Jón er líkt og margir orðinn langeygður eftir nýju, almennilegu íþróttahúsi í Laugardal. Börnin vilji stunda íþróttir en aðstaða ekki fyrir hendi „Síðan 1992, þegar ég byrja, þá er nánast sama staða ef ekki verri. Ármann er hér í hverfinu orðinn það stórt félag að aðstaðan er ekki boðleg. Það er stór ástæða fyrir því að ég fór í KR á sínum tíma og sama er að gerast fyrir mín börn. Ég er bara hérna sem íbúi þessa hverfis og faðir barna sem að stunda íþróttir með Þrótti og Ármanni, og vil vekja athygli á þessari hrikalega lélegu íþróttaaðstöðu sem við höfum í hverfinu. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir okkur foreldra. Börnin vilja stunda íþróttir, þau þurfa einhvers staðar að vera, og það er ekki aðstaða fyrir þau. Þetta er ákall til borgarinnar um að gera eitthvað í þessum málum,“ segir Jón. Hann segir það synd að horfa þurfi á eftir krökkum úr hverfinu í önnur félög og að byggja þurfi upp alvöru íþróttaaðstöðu sem sameini hverfin í kringum Laugardalinn. „Það er búið að skipa einhverja starfshópa, nokkra held ég, síðan árið 2017 til að fara yfir þessi mál en það er bara því miður ekkert að frétta. Við horfum á Laugardalinn sem einhverja íþróttaparadís en staðreyndin er sú að krakkarnir geta hvergi æft. Þróttur og Ármann glíma við neyðartilfelli og við þurfum að bæta úr þessu ekki seinna en á morgun,“ segir Jón. Þjálfarinn Oddur Jóhannsson á sinn þátt í að körfuknattleiksdeild Ármanns er ein sú stærsta á landinu, þrátt fyrir aðstöðuleysið.Stöð 2 „Ekki hægt að spila eðlilegan körfubolta“ Oddur Jóhannsson, þjálfari Ármanns, tekur í sama streng: „Þetta er eiginlega ekki boðlegt. Allt of lítil hús og allt of margir iðkendur miðað við þessa stærð. Þetta er mjög erfitt. Við höfum mikla reynslu af þessu því þetta hefur verið svona um árabil en vandinn er alltaf að aukast. Þetta krefst gífurlegs skipulags en við erum gífurlega takmörkuð út af þessum þrengslum. Það er ekki hægt að spila eðlilegan körfubolta nema að mjög takmörkuðu leyti,“ segir Oddur og bætir við: „Við erum orðnir langþreyttir. Vandamálið er að vaxa. Það er lúxusvandamál því deildin okkar er alltaf að stækka og okkur gengur mjög vel í yngri flokkunum, og krökkunum fjölgar hratt þrátt fyrir aðstöðuleysið, en eftir því sem þau eldast og þeim fjölgar þá þrengir að okkur og vandamálið stækkar og stækkar.“
Körfubolti Reykjavík Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sjá meira