Bogmaðurinn vistaður á heilbrigðisstofnun Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2021 08:37 Íbúar í Kongsberg hafa lagt blóm og kerti í miðborginni til minningar um fórnarlömb árásarinnar. Vísir/EPA Ákvörðun var tekin í gær um að vista karlmann sem varð fimm manns að bana í Kongsberg í Noregi á heilbrigðisstofnun. Lögregla krefst fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir honum. Ann Irén Svane Mathiassen, lögfræðingur lögreglunnar, segir norska ríkisútvarpinu að ákvörðunin hafi verið tekin eftir að maðurinn var skoðaður. Vistun hans á heilbrigðisstofnun hafi engin áhrif á gæsluvarðhaldskröfu sem tekin var fyrir klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma. „Þetta hefur aðeins þýðingu fyrir hvar hann verður vistaður á meðan hann er í haldi,“ segir hún. Esper Andersen Bråthen, 37 ára gamall Dani sem var búsettur í Kongsberg, hefur játað að hafa myrt fimm manns á miðvikudagskvöld. Hann skaut meðal annars fólk með boga og örvum í verslun en braust einnig inn í íbúð og framdi morð þar. Lögreglan krefst fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir Bråthen og að hann verði látinn sæta bréfa- og heimsóknarbanni. Hann verði í einangrun og fjölmiðlabanni fyrstu tvær vikurnar. Ekkert bendir til þess að Bråthen hafi skipulagt árásina fyrir fram, að sögn lögreglu. Ekkert hafi heldur komið fram sem bendi til þess að eitthvað hafi gerst í versluninni sem hratt atburðarásinni af stað. Virtist ekki vita mikið um trúna þegar hann heimsótti moskuna Komið hefur fram að Bråthen snerist til íslamstrúar og höfðu lögreglu borist ábendingar um að hann hefði hneigst að öfgahyggju. Hann var með nokkra dóma á bakinu og var úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart tveimur nánum ættingjum eftir að hann hótaði öðrum þeirra lífláti í fyrra. Oussama Tlili, stjórnarformaður Íslamsks menningarseturs í Kongsberg, segir að Bråthen hafi heimsótt mosku í borginni nokkrum sinnum fyrir fjórum til fimm árum. Hann hafi ekki komið til að biðja og ekki virst vita mikið um trúna. „Hann vildi greina frá einhvers konar opinberun sem hann hafði fengið og vildi að ég hjálpaði honum að koma henni á framfæri. Ég útskýrði fyrir honum að ég gæti ekki hjálpað honum með það,“ segir Tlili við NRK. Bråthen hafi ekki verið ógnandi og ekki virst öfgasinnaður. Tlili segir að sér hafi virst að hann þyrfti mögulega á hjálp að halda. Hann hafi íhugað að láta lögreglu vita af honum en á endanum taldi hann sig ekki hafa neitt í höndunum til þess. Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Tengdar fréttir Ódæðismaðurinn í Kongsberg stakk lögreglu af meðan hún beið eftir hlífðarbúnaði Ole B. Sæverud, lögreglustjóri í Kongsberg í Noregi segir að ódæðismaðurinn sem myrti fimm manns í bænum hafi komist undan lögreglumönnunum sem fyrst urðu á vegi hans, á meðan þeir biðu eftir að fá hlífðarbúnað til þess að geta tekist betur á við árásarmanninn. 14. október 2021 23:31 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira
Ann Irén Svane Mathiassen, lögfræðingur lögreglunnar, segir norska ríkisútvarpinu að ákvörðunin hafi verið tekin eftir að maðurinn var skoðaður. Vistun hans á heilbrigðisstofnun hafi engin áhrif á gæsluvarðhaldskröfu sem tekin var fyrir klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma. „Þetta hefur aðeins þýðingu fyrir hvar hann verður vistaður á meðan hann er í haldi,“ segir hún. Esper Andersen Bråthen, 37 ára gamall Dani sem var búsettur í Kongsberg, hefur játað að hafa myrt fimm manns á miðvikudagskvöld. Hann skaut meðal annars fólk með boga og örvum í verslun en braust einnig inn í íbúð og framdi morð þar. Lögreglan krefst fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir Bråthen og að hann verði látinn sæta bréfa- og heimsóknarbanni. Hann verði í einangrun og fjölmiðlabanni fyrstu tvær vikurnar. Ekkert bendir til þess að Bråthen hafi skipulagt árásina fyrir fram, að sögn lögreglu. Ekkert hafi heldur komið fram sem bendi til þess að eitthvað hafi gerst í versluninni sem hratt atburðarásinni af stað. Virtist ekki vita mikið um trúna þegar hann heimsótti moskuna Komið hefur fram að Bråthen snerist til íslamstrúar og höfðu lögreglu borist ábendingar um að hann hefði hneigst að öfgahyggju. Hann var með nokkra dóma á bakinu og var úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart tveimur nánum ættingjum eftir að hann hótaði öðrum þeirra lífláti í fyrra. Oussama Tlili, stjórnarformaður Íslamsks menningarseturs í Kongsberg, segir að Bråthen hafi heimsótt mosku í borginni nokkrum sinnum fyrir fjórum til fimm árum. Hann hafi ekki komið til að biðja og ekki virst vita mikið um trúna. „Hann vildi greina frá einhvers konar opinberun sem hann hafði fengið og vildi að ég hjálpaði honum að koma henni á framfæri. Ég útskýrði fyrir honum að ég gæti ekki hjálpað honum með það,“ segir Tlili við NRK. Bråthen hafi ekki verið ógnandi og ekki virst öfgasinnaður. Tlili segir að sér hafi virst að hann þyrfti mögulega á hjálp að halda. Hann hafi íhugað að láta lögreglu vita af honum en á endanum taldi hann sig ekki hafa neitt í höndunum til þess.
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Tengdar fréttir Ódæðismaðurinn í Kongsberg stakk lögreglu af meðan hún beið eftir hlífðarbúnaði Ole B. Sæverud, lögreglustjóri í Kongsberg í Noregi segir að ódæðismaðurinn sem myrti fimm manns í bænum hafi komist undan lögreglumönnunum sem fyrst urðu á vegi hans, á meðan þeir biðu eftir að fá hlífðarbúnað til þess að geta tekist betur á við árásarmanninn. 14. október 2021 23:31 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira
Ódæðismaðurinn í Kongsberg stakk lögreglu af meðan hún beið eftir hlífðarbúnaði Ole B. Sæverud, lögreglustjóri í Kongsberg í Noregi segir að ódæðismaðurinn sem myrti fimm manns í bænum hafi komist undan lögreglumönnunum sem fyrst urðu á vegi hans, á meðan þeir biðu eftir að fá hlífðarbúnað til þess að geta tekist betur á við árásarmanninn. 14. október 2021 23:31