„Ég hélt að þetta væri grín“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2021 13:00 Lionel Messi hlustar á Mauricio Pochettino á leik PSG gegn Lyon í haust. Getty/Mehdi Taamallah Mauricio Pochettino hélt að það væri verið að grínast í sér þegar honum var tjáð að hann myndi mögulega stýra Lionel Messi í liði PSG í vetur. Pochettino fékk símtal frá Leonardo, íþróttastjóra PSG, þegar franska félagið komst á snoðir um það að mögulegt væri að klófesta Messi. Hann kom frítt til félagsins 10. ágúst eftir að Barcelona hafði lýst því yfir að félagið gæti ekki gert nýjan samning við Messi vegna alvarlegra fjárhagsörðugleika. Messi, sem sex sinnum hefur unnið Gullknöttinn sem besti leikmaður heims, hefur því leikið með PSG í vetur eftir að hafa allan sinn feril verið hjá Barcelona. „Leonardo hringdi í mig og sagði: „Það er möguleiki þarna. Myndir þú vilja nýta hann eða ekki?“ Það er gott að hann skyldi hringja í mig. Ég sagði við sjálfan mig: „Er þetta spurning?“ Ég hélt að þetta væri grín. Auðvitað,“ sagði Pochettino við ESPN. „Ég sagði við hann: „Þarf ég að fara og ná í hann? Á ég að keyra bílinn?“ Og þá byrjuðu samningaviðræðurnar. Eftir þetta hringdi Leonardo á hverju kvöldi og sagði mér frá stöðunni,“ sagði Pochettino. Héldu allir að Messi yrði áfram í Barcelona Messi, sem er 34 ára, vildi vera áfram hjá Barcelona og var búinn að samþykkja nýjan fimm ára samning við félagið. Ekki fékkst hins vegar leyfi fyrir þeim samningi enda hefði launakostnaður Barcelona einn og sér þá verið 10% hærri en tekjurnar. „Það reiknuðu allir með því að Messi yrði áfram í Barcelona. Mörg félög, ef ekki öll, dreymdi um að fá Messi þegar ljóst varð að hann færi á frjálsri sölu. En frá því að PSG sýndi áhuga þá vildi Leo koma hingað. Það gerðist allt mjög hratt. Við verðum að hrósa vinnunni hjá Leonardo, forseta félagsins og fulltrúum þess sem tókst á 2-3 dögum að klára samning við besta leikmann heims,“ sagði Pochettino. Hann var einnig spurður út í Kylian Mbappé en samningur hans við PSG rennur út næsta sumar. Pochettino sagði franska félagið að sjálfsögðu ætla að reyna sitt besta til að halda Mbappé hjá félaginu en Real Madrid sækir það stíft að fá hann í sínar raðir. Franski boltinn Tengdar fréttir Messi: Eins og dómarinn geri þetta vísvitandi Brasilíumenn geta farið að bóka flug á HM í Katar eftir enn einn sigurinn í undankeppninni í Suður-Ameríku í nótt. Lionel Messi skaut á brasilískan dómara eftir 1-0 sigur Argentínu á Perú. 15. október 2021 07:31 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjá meira
Pochettino fékk símtal frá Leonardo, íþróttastjóra PSG, þegar franska félagið komst á snoðir um það að mögulegt væri að klófesta Messi. Hann kom frítt til félagsins 10. ágúst eftir að Barcelona hafði lýst því yfir að félagið gæti ekki gert nýjan samning við Messi vegna alvarlegra fjárhagsörðugleika. Messi, sem sex sinnum hefur unnið Gullknöttinn sem besti leikmaður heims, hefur því leikið með PSG í vetur eftir að hafa allan sinn feril verið hjá Barcelona. „Leonardo hringdi í mig og sagði: „Það er möguleiki þarna. Myndir þú vilja nýta hann eða ekki?“ Það er gott að hann skyldi hringja í mig. Ég sagði við sjálfan mig: „Er þetta spurning?“ Ég hélt að þetta væri grín. Auðvitað,“ sagði Pochettino við ESPN. „Ég sagði við hann: „Þarf ég að fara og ná í hann? Á ég að keyra bílinn?“ Og þá byrjuðu samningaviðræðurnar. Eftir þetta hringdi Leonardo á hverju kvöldi og sagði mér frá stöðunni,“ sagði Pochettino. Héldu allir að Messi yrði áfram í Barcelona Messi, sem er 34 ára, vildi vera áfram hjá Barcelona og var búinn að samþykkja nýjan fimm ára samning við félagið. Ekki fékkst hins vegar leyfi fyrir þeim samningi enda hefði launakostnaður Barcelona einn og sér þá verið 10% hærri en tekjurnar. „Það reiknuðu allir með því að Messi yrði áfram í Barcelona. Mörg félög, ef ekki öll, dreymdi um að fá Messi þegar ljóst varð að hann færi á frjálsri sölu. En frá því að PSG sýndi áhuga þá vildi Leo koma hingað. Það gerðist allt mjög hratt. Við verðum að hrósa vinnunni hjá Leonardo, forseta félagsins og fulltrúum þess sem tókst á 2-3 dögum að klára samning við besta leikmann heims,“ sagði Pochettino. Hann var einnig spurður út í Kylian Mbappé en samningur hans við PSG rennur út næsta sumar. Pochettino sagði franska félagið að sjálfsögðu ætla að reyna sitt besta til að halda Mbappé hjá félaginu en Real Madrid sækir það stíft að fá hann í sínar raðir.
Franski boltinn Tengdar fréttir Messi: Eins og dómarinn geri þetta vísvitandi Brasilíumenn geta farið að bóka flug á HM í Katar eftir enn einn sigurinn í undankeppninni í Suður-Ameríku í nótt. Lionel Messi skaut á brasilískan dómara eftir 1-0 sigur Argentínu á Perú. 15. október 2021 07:31 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjá meira
Messi: Eins og dómarinn geri þetta vísvitandi Brasilíumenn geta farið að bóka flug á HM í Katar eftir enn einn sigurinn í undankeppninni í Suður-Ameríku í nótt. Lionel Messi skaut á brasilískan dómara eftir 1-0 sigur Argentínu á Perú. 15. október 2021 07:31