Skjóta geimfari af stað í tólf ára leiðangur Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2021 00:14 Áætlað er að Lucy nái til fyrsta smástirnisins árið 2025. NASA Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu í dag skjóta geimfarinu Lucy af stað í tólf ára leiðangur. Þetta er í fyrsta sinn sem geimfar er sent til Smástirnabeltisins svokallaða í þeim tilgangi að rannsaka þau og á Lucy að auka þekkingu vísindamanna á uppruna sólkerfisins. Nafn Lucy er tilvísun í nafnið sem steingervingar fornföður mannkynsins sem varpaði einstakri innsýn í þróun mannsins. Geimfarið á að gera það sama um þróun sólkerfisins, samkvæmt vef NASA. Smástirni þessi svífa um sólkerfið á svæðum sem kallast Lagrange-punktar. Í stuttu máli sagt eru lagrange-punktar svæði þar sem þyngdarkraftar jafnast út milli pláneta. Þessi svæði má finna víða í sólkerfinu sem smástirnabeltið er nærri Júpíter. Hér má sjá hvernig Lucy verður flogið fram og til baka um sólkerfið á næstu tólf árum.NASA Vitað er að smástirnin við Júpíter hafa verið þar mjög lengi og jafnvel frá því sólkerfið varð til. Lucy mun heimsækja og rannsaka sjö af þúsundum smástirna. Áætlað er að geimfarið nái til fyrsta smástirnisins árið 2025. Hér má sjá myndræna útskýringu NASA á Legrange-punktunum og ferðalagi Lucy. Eins og áður segir á Lucy að varpa ljósi á uppruna sólkerfisins en smástirnin sem geimfarið mun rannsaka eru talin vera úr sama efni og mynduðu Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þau séu nokkurs konar tímahylki frá því sólkerfið myndaðist fyrir rúmum fjórum milljörðum ára. Smástirnin eru ekki eins á litinn og útlit fyrir að þau séu úr mismunandi efnum. Það þykir vísbending um að þau hafi mögulega borist annars staðar úr sólkerfinu og orðið föst á sporbraut Júpíters. Lucy mun kortleggja yfirborð þeirra smástirna sem hún heimsækir og greina efnasamsetningu yfirborðs þeirra. Hún mun skoða hvort þar finnist ís, lífræn efni og málmar og áætla massa smástirnanna. Geimfarið verður einnig notað til að kanna hvort smástirnin sjálf séu með hringa eins og Júpíter eða aðra hluti á sporbraut. Áhugasamir morgunhanar munu geta fylgst með geimskotinu í beinni útsendingu hér að neðan. Áætlað er að skjóta Lucy af stað um klukkan hálf níu í fyrramálið frá Flórída. Notast verður við Atlas V 401 eldflaug United Launch Alliance til að koma Lucy af stað. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Sjá meira
Nafn Lucy er tilvísun í nafnið sem steingervingar fornföður mannkynsins sem varpaði einstakri innsýn í þróun mannsins. Geimfarið á að gera það sama um þróun sólkerfisins, samkvæmt vef NASA. Smástirni þessi svífa um sólkerfið á svæðum sem kallast Lagrange-punktar. Í stuttu máli sagt eru lagrange-punktar svæði þar sem þyngdarkraftar jafnast út milli pláneta. Þessi svæði má finna víða í sólkerfinu sem smástirnabeltið er nærri Júpíter. Hér má sjá hvernig Lucy verður flogið fram og til baka um sólkerfið á næstu tólf árum.NASA Vitað er að smástirnin við Júpíter hafa verið þar mjög lengi og jafnvel frá því sólkerfið varð til. Lucy mun heimsækja og rannsaka sjö af þúsundum smástirna. Áætlað er að geimfarið nái til fyrsta smástirnisins árið 2025. Hér má sjá myndræna útskýringu NASA á Legrange-punktunum og ferðalagi Lucy. Eins og áður segir á Lucy að varpa ljósi á uppruna sólkerfisins en smástirnin sem geimfarið mun rannsaka eru talin vera úr sama efni og mynduðu Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þau séu nokkurs konar tímahylki frá því sólkerfið myndaðist fyrir rúmum fjórum milljörðum ára. Smástirnin eru ekki eins á litinn og útlit fyrir að þau séu úr mismunandi efnum. Það þykir vísbending um að þau hafi mögulega borist annars staðar úr sólkerfinu og orðið föst á sporbraut Júpíters. Lucy mun kortleggja yfirborð þeirra smástirna sem hún heimsækir og greina efnasamsetningu yfirborðs þeirra. Hún mun skoða hvort þar finnist ís, lífræn efni og málmar og áætla massa smástirnanna. Geimfarið verður einnig notað til að kanna hvort smástirnin sjálf séu með hringa eins og Júpíter eða aðra hluti á sporbraut. Áhugasamir morgunhanar munu geta fylgst með geimskotinu í beinni útsendingu hér að neðan. Áætlað er að skjóta Lucy af stað um klukkan hálf níu í fyrramálið frá Flórída. Notast verður við Atlas V 401 eldflaug United Launch Alliance til að koma Lucy af stað.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Sjá meira