Grænlendingar bjartsýnir þrátt fyrir loftslagsbreytingar Heimir Már Pétursson og Árni Sæberg skrifa 15. október 2021 19:55 Stóru ísbjargi hefur verið komið fyrir utan Hörpu til áminningar um afleiðingar loftlagsbreytinganna með brjáðnun jökla og hafíss. Stöð 2/Egill Ný ríkisstjórn Grænlands horfir til grænna lausna og ætlar ekki að veita leyfi til olíu- og gasvinnslu. Gífurleg uppbygging innviða eins og flugvalla, hafna og vega á sér stað á Grænlandi sem kynnt hefur verið á Hringborði norðurslóða í Hörpu. Grænlendingar og fulltrúar nýrrar ríkisstórnar Grænlands hafa verið áberandi á Hringboðri norðurslóða í Hörpu. Grænland er auðugt af náttúruauðlindum en sjávarafurðir hafa verið, eru og verða ein mikilvægasta útflutnngsvaran. Þar finnast þó allir helstu góðmálmar jarðarinnar og víst að þar má einnig finna bæði olíu og gas. Naaja Nathanielsen innviðaráðherra Grænlands tilkynnti hins vegar í gær að engin leyfi yrðu gefin út til olíu- og gasvinnslu enda í andstöðu við stefnu landsins í loftlagsmálum. “Það er allt að gerast á Grænlandi núna. Því miður er það ekki allt til góðs. Við sjáum loftslagsbreytingar á hverjum degi og við reynum að einbeita okkur að þeim um leið og við reynum að skapa viðskiptatækifæri. Við reynum að gera eitthvað gott úr því slæma sem á sér stað í heiminum núna,” segir Nathanielsen. Afleiðingar loftlagsbreytinganna séu augljósar á Grænlandi þar sem vilt dýr hafi breytt ferðum sínum og ísinn sé að þynnast sem ógni hefðbundu lífi veiðimannasamfélagsins. Samfélagsgerðin sé undir miklum þrýstingi. Nú horfi Grænlendingar mikið til grænna tæknilausna og ferðaþjónustan sæki í sig veðrið. Tveir stórir alþjóðaflugvellir í byggingu og ásamt alþjóðlegri útflutningshöfn þannig að inn- og útflutningur þurfi ekki að fara fram í gegnum Danmörku. “Þetta mun gera viðskipti á Grænlandi mun skilvirkari því við flytjum innviðina þangað sem fólkið býr og þangað sem viðskiptin eiga sér stað. Núna eru innviðirnir á mjög afskekktum stöðum svo við reyndum að flytja þá nær fólkinu sem við þjónum,” segir Nathanielsen. Mörg ríki sýna Grænlandi áhuga þessi misserin vegna legu landsins en Naaja segir Grænlendinga eiga góð samskipti við öll helstu ríki heims. Aukið jafnræði eigi eftir að skapast milli grænlenskra og danskra stjórnvalda. Ertu bjartsýn á framtíð Grænlands? “Ég er mjög bjartsýn á framtíð Grænlands og líka á framtíð Norðurlanda. Ég held að það sé margt frábært í gangi, ég held að við höfum lausnirnar fyrir morgundaginn og ég held að við séum mjög sterk sem ríki, sérstaklega þegar við stöndum saman svo ég sé tvímælalaust góða tíma fram undan,” segir Naaja Nathanielsen. Íslendingur í gullgreftri á Grænlandi Eins og áður sagði er Grænland ríkt af öllum helstu góðmálmum heims meðal annars af gulli. Eldur Ólafsson stofnandi og forstjóri AEX Gold fyrirtækisins segir frá gullgreftri fyrirtækisins á suður Grænlandi. Þar sé áætlað að hægt verði að vinna gull að verðmæti fimmtíu milljarðar íslenskra króna. Eldur Ólafsson er í forstjóri AEX Gold.Vísir/Egill Eldur segir fyrirtækið þegar eiga námu á Grænlandi sem sé tilbúin til vinnslu gulls. „Við höfum fullfjármagnað það verkefni í gegnum tvo markaði, bæði í Bretlandi og í Kanada. Upp undir hundrað milljónir dollara. Við höfum starfrækt okkur þarna undanfarin sjö ár og eigum ekki einungis gullleyfi heildur einnig það sem við köllum græna málma,“ segir Eldur. Hann segir að fyrirtækið nýti græna orku í öll sín verkefni til að knýja námurnar áfram. „Í námunni erum við með núverandi gullmagn upp á 250 þúsund únsur, það eru um fimmtíu milljarðar íslenskra króna. Við erum að reyna að stækka það í um og yfir tvær milljónir únsa. Þá segir hann jafnframt að leyfi fyrirtækisins til námugraftrar nái til annarra málma sem séu ívið stærri en gullgreftrarleyfið. „Þarna erum við búin að vera að vinna og djöflast síðustu sjö ár. Við horfum til þess að vinnsla hefjist innan 24 mánaða,“ Grænland Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Sér mikinn hag í þéttara samstarfi Íslands og Grænlands Málefni Grænlands hafa verið áberandi á Hringborði Norðurslóða á Arctic Circle ráðstefnunni, sem fer fram í Hörpu þessa dagana, og verða það áfram í dag. Gríðarleg uppbygging á sér stað á innviðum í Grænlandi þar sem Íslendingar koma nokkuð við sögu. 15. október 2021 14:50 „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Grænlendingar og fulltrúar nýrrar ríkisstórnar Grænlands hafa verið áberandi á Hringboðri norðurslóða í Hörpu. Grænland er auðugt af náttúruauðlindum en sjávarafurðir hafa verið, eru og verða ein mikilvægasta útflutnngsvaran. Þar finnast þó allir helstu góðmálmar jarðarinnar og víst að þar má einnig finna bæði olíu og gas. Naaja Nathanielsen innviðaráðherra Grænlands tilkynnti hins vegar í gær að engin leyfi yrðu gefin út til olíu- og gasvinnslu enda í andstöðu við stefnu landsins í loftlagsmálum. “Það er allt að gerast á Grænlandi núna. Því miður er það ekki allt til góðs. Við sjáum loftslagsbreytingar á hverjum degi og við reynum að einbeita okkur að þeim um leið og við reynum að skapa viðskiptatækifæri. Við reynum að gera eitthvað gott úr því slæma sem á sér stað í heiminum núna,” segir Nathanielsen. Afleiðingar loftlagsbreytinganna séu augljósar á Grænlandi þar sem vilt dýr hafi breytt ferðum sínum og ísinn sé að þynnast sem ógni hefðbundu lífi veiðimannasamfélagsins. Samfélagsgerðin sé undir miklum þrýstingi. Nú horfi Grænlendingar mikið til grænna tæknilausna og ferðaþjónustan sæki í sig veðrið. Tveir stórir alþjóðaflugvellir í byggingu og ásamt alþjóðlegri útflutningshöfn þannig að inn- og útflutningur þurfi ekki að fara fram í gegnum Danmörku. “Þetta mun gera viðskipti á Grænlandi mun skilvirkari því við flytjum innviðina þangað sem fólkið býr og þangað sem viðskiptin eiga sér stað. Núna eru innviðirnir á mjög afskekktum stöðum svo við reyndum að flytja þá nær fólkinu sem við þjónum,” segir Nathanielsen. Mörg ríki sýna Grænlandi áhuga þessi misserin vegna legu landsins en Naaja segir Grænlendinga eiga góð samskipti við öll helstu ríki heims. Aukið jafnræði eigi eftir að skapast milli grænlenskra og danskra stjórnvalda. Ertu bjartsýn á framtíð Grænlands? “Ég er mjög bjartsýn á framtíð Grænlands og líka á framtíð Norðurlanda. Ég held að það sé margt frábært í gangi, ég held að við höfum lausnirnar fyrir morgundaginn og ég held að við séum mjög sterk sem ríki, sérstaklega þegar við stöndum saman svo ég sé tvímælalaust góða tíma fram undan,” segir Naaja Nathanielsen. Íslendingur í gullgreftri á Grænlandi Eins og áður sagði er Grænland ríkt af öllum helstu góðmálmum heims meðal annars af gulli. Eldur Ólafsson stofnandi og forstjóri AEX Gold fyrirtækisins segir frá gullgreftri fyrirtækisins á suður Grænlandi. Þar sé áætlað að hægt verði að vinna gull að verðmæti fimmtíu milljarðar íslenskra króna. Eldur Ólafsson er í forstjóri AEX Gold.Vísir/Egill Eldur segir fyrirtækið þegar eiga námu á Grænlandi sem sé tilbúin til vinnslu gulls. „Við höfum fullfjármagnað það verkefni í gegnum tvo markaði, bæði í Bretlandi og í Kanada. Upp undir hundrað milljónir dollara. Við höfum starfrækt okkur þarna undanfarin sjö ár og eigum ekki einungis gullleyfi heildur einnig það sem við köllum græna málma,“ segir Eldur. Hann segir að fyrirtækið nýti græna orku í öll sín verkefni til að knýja námurnar áfram. „Í námunni erum við með núverandi gullmagn upp á 250 þúsund únsur, það eru um fimmtíu milljarðar íslenskra króna. Við erum að reyna að stækka það í um og yfir tvær milljónir únsa. Þá segir hann jafnframt að leyfi fyrirtækisins til námugraftrar nái til annarra málma sem séu ívið stærri en gullgreftrarleyfið. „Þarna erum við búin að vera að vinna og djöflast síðustu sjö ár. Við horfum til þess að vinnsla hefjist innan 24 mánaða,“
Grænland Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Sér mikinn hag í þéttara samstarfi Íslands og Grænlands Málefni Grænlands hafa verið áberandi á Hringborði Norðurslóða á Arctic Circle ráðstefnunni, sem fer fram í Hörpu þessa dagana, og verða það áfram í dag. Gríðarleg uppbygging á sér stað á innviðum í Grænlandi þar sem Íslendingar koma nokkuð við sögu. 15. október 2021 14:50 „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Sér mikinn hag í þéttara samstarfi Íslands og Grænlands Málefni Grænlands hafa verið áberandi á Hringborði Norðurslóða á Arctic Circle ráðstefnunni, sem fer fram í Hörpu þessa dagana, og verða það áfram í dag. Gríðarleg uppbygging á sér stað á innviðum í Grænlandi þar sem Íslendingar koma nokkuð við sögu. 15. október 2021 14:50
„Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20