Segja fjórðung grunnskólakennara sýna einkenni kulnunar í starfi Árni Sæberg skrifar 16. október 2021 16:42 Guðbjörg Linda Rafnsdóttir (t.v.) og Hjördís Sigursteinsdóttir (t.h.) standa að rannsókninni. Tæplega fjórðungur grunnskólakennara mælist með kulnunareinkenni sem þeir ættu að gera eitthvað í. Þá ættu 3,6 prósent þeirra að leita sér tafarlaust hjálpar vegna kulnunar, samkvæmt nýjum niðurstöðum rannsóknar á málinu. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, flutti erindið Kulnun meðal grunnskólakennara á tímum COVID-19 á Menntakviku Háskóla íslands í gær. Erindið byggir á rannsókn sem þær Hjördís Sigursteinsdóttir, dósent við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, hafa unnið frá árinu 2010. Rannsóknin ber heitið Heilsa, líðan og starfstengd viðhorf starfsfólks íslenskra sveitarfélaga. Hún er framkvæmd með því að leggja spurningalista fyrir starfsfólk tuttugu sveitarfélaga sem hafa tvö þúsund íbúa eða fleiri. Spurningalistinn hefur verið lagður fyrir sex sinnum. Árið 2019 var spurningum um kulnun og streitu bætt við listann. „Það var eitthvað sem við sáum að væri svolítið mikið inni á vinnustöðum,“ segir Hjördís í samtali við fréttastofu. Kulnun í starfi var mæld með CBI-mælikvarðanum (Copenhagen Burnout Inventory) sem mælir að hve miklu leyti einstaklingar upplifa andlega og líkamlega þreytu og örmögnun gagnvart starfi sínu. Mikil aukning milli tveggja ára Í heildina voru 1729 grunnskólakennarar sem svöruðu öllum spurningunum um kulnun í starfi, 14,1 prósent karlar og 85,6 prósent konur. Niðurstöðurnar sýna að í fyrirlögninni 2019 mældust 33 prósent grunnskólakennaranna með engin merki um kulnun í starfi, 43,8 prósent með nokkur atriði sem einstaklingur ætti að vera meðvitaður um, 20,5 prósent grunnskólakennaranna mældust með kulnunareinkenni sem þeir ættu að gera eitthvað í og 2,7 prósent kennaranna mældust svo útbrunnir að þeir ættu að leita sér tafarlaust hjálpar til að breyta stöðu sinni. Fyrirlögnin 2021 sýnir hærra hlutfall grunnskólakennara sem mældist með kulnunareinkenni sem þeir ættu að gera eitthvað í, eða 23,6 prósent og einnig hærra hlutfall grunnskólakennara sem mældust svo útbrunnir að þeir ættu að leita sér tafarlaust hjálpar til að breyta stöðu sinni, eða 3,6 prósent. Ekki endilega faraldrinum að kenna Hjördís segir ekki öruggt að heimsfaraldur Covid-19 skýri þá miklu aukningu í kulnun meðal grunnskólakennara sem rannsóknin sýnir fram á. Mögulega sé um langtímaáhrif að ræða. „Svo er spurning hvort þetta sé orðið langvarandi, hvort þessi niðurskurður hjá sveitarfélögunum eftir hrunið, hvort það sé bara orðið normið. Hvort fólks sé bara orðið útkeyrt eftir langvarandi ástand. Eða hvort að Covid hafi haft áhrif á. Það verður fróðlegt að vita hvernig þetta verður 2023, þá örugglega tikkar meira inn Covid en 2021,“ segir Hjördís. Þá segir Hjördís hugsanlegt að Covid-19 muni hafa sömu langvarandi áhrif og efnahagshrunið árið 2008 enda hafi hún heyrt á sveitarfélögum að faraldurinn hafi haft mikil áhrif á efnahag þeirra. Hún bendir á að rekstur grunnskóla sé lögbundið verkefni sveitarfélaga. „Börnunum, þeim hættir ekkert að fjölga og þeim fækkar ekkert þótt það verði verra efnahagsástand,“ segir Hjördís. Þá valdi sparnaður í rekstri grunnskóla auknu álagi á kennara. Ekki bara hægt að horfa til einstaklingsbundinna úrræða Mikilvægt sé að skoða vel starfsumhverfi grunnskólakennara í því augnamiði að lagfæra þá þætti starfsumhverfinu sem hafa áhrif á kulnun grunnskólakennara í starfi og stuðla þannig að heilsusamlegra starfsumhverfi. „Oft er gjarnan horft á þessi einstaklingsbundnu úrræði, varðandi bæði kulnun og streitu, að maður eigi að hreyfa sig meira, borða heilbrigðara og allt þetta. Jú, jú, það er gott líka en þegar aðstæðurnar á vinnustaðnum breytast ekkert þá hefur það minni áhrif,“ segir Hjördís. Hún segir stjórnandur geta gert margt til að draga úr hættu á kulnun meðal starfsmanna og sumt kosti pening en annað ekki. Mikilvægt sé að huga að þeim atriðum en ekki bara einblína á einstaklingsbundin úrræði. Fólk hafi samband við næsta yfirmann finni það fyrir kulnun Hjördís segir það vera fyrsta skrefið í því að takast á við einkenni kulnunar að tala við næsta yfirmann eða vinnuveitanda. Mörg úrræði séu í boði hjá sveitarfélögunum og mannauðsdeildir geti hjálpað mikið. Þá styðji VIRK vel við bakið á þeim sem lenda svo illa í kulnun að þeir lendi út af vinnumarkaði um tíma. „En þá er svo spurningin, þegar þú kemur aftur inn á vinnustaðinn, inn í sömu starfsaðstæður, hvað gerist þá?“ segir Hjördís. Vinnumarkaður Háskólar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, flutti erindið Kulnun meðal grunnskólakennara á tímum COVID-19 á Menntakviku Háskóla íslands í gær. Erindið byggir á rannsókn sem þær Hjördís Sigursteinsdóttir, dósent við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, hafa unnið frá árinu 2010. Rannsóknin ber heitið Heilsa, líðan og starfstengd viðhorf starfsfólks íslenskra sveitarfélaga. Hún er framkvæmd með því að leggja spurningalista fyrir starfsfólk tuttugu sveitarfélaga sem hafa tvö þúsund íbúa eða fleiri. Spurningalistinn hefur verið lagður fyrir sex sinnum. Árið 2019 var spurningum um kulnun og streitu bætt við listann. „Það var eitthvað sem við sáum að væri svolítið mikið inni á vinnustöðum,“ segir Hjördís í samtali við fréttastofu. Kulnun í starfi var mæld með CBI-mælikvarðanum (Copenhagen Burnout Inventory) sem mælir að hve miklu leyti einstaklingar upplifa andlega og líkamlega þreytu og örmögnun gagnvart starfi sínu. Mikil aukning milli tveggja ára Í heildina voru 1729 grunnskólakennarar sem svöruðu öllum spurningunum um kulnun í starfi, 14,1 prósent karlar og 85,6 prósent konur. Niðurstöðurnar sýna að í fyrirlögninni 2019 mældust 33 prósent grunnskólakennaranna með engin merki um kulnun í starfi, 43,8 prósent með nokkur atriði sem einstaklingur ætti að vera meðvitaður um, 20,5 prósent grunnskólakennaranna mældust með kulnunareinkenni sem þeir ættu að gera eitthvað í og 2,7 prósent kennaranna mældust svo útbrunnir að þeir ættu að leita sér tafarlaust hjálpar til að breyta stöðu sinni. Fyrirlögnin 2021 sýnir hærra hlutfall grunnskólakennara sem mældist með kulnunareinkenni sem þeir ættu að gera eitthvað í, eða 23,6 prósent og einnig hærra hlutfall grunnskólakennara sem mældust svo útbrunnir að þeir ættu að leita sér tafarlaust hjálpar til að breyta stöðu sinni, eða 3,6 prósent. Ekki endilega faraldrinum að kenna Hjördís segir ekki öruggt að heimsfaraldur Covid-19 skýri þá miklu aukningu í kulnun meðal grunnskólakennara sem rannsóknin sýnir fram á. Mögulega sé um langtímaáhrif að ræða. „Svo er spurning hvort þetta sé orðið langvarandi, hvort þessi niðurskurður hjá sveitarfélögunum eftir hrunið, hvort það sé bara orðið normið. Hvort fólks sé bara orðið útkeyrt eftir langvarandi ástand. Eða hvort að Covid hafi haft áhrif á. Það verður fróðlegt að vita hvernig þetta verður 2023, þá örugglega tikkar meira inn Covid en 2021,“ segir Hjördís. Þá segir Hjördís hugsanlegt að Covid-19 muni hafa sömu langvarandi áhrif og efnahagshrunið árið 2008 enda hafi hún heyrt á sveitarfélögum að faraldurinn hafi haft mikil áhrif á efnahag þeirra. Hún bendir á að rekstur grunnskóla sé lögbundið verkefni sveitarfélaga. „Börnunum, þeim hættir ekkert að fjölga og þeim fækkar ekkert þótt það verði verra efnahagsástand,“ segir Hjördís. Þá valdi sparnaður í rekstri grunnskóla auknu álagi á kennara. Ekki bara hægt að horfa til einstaklingsbundinna úrræða Mikilvægt sé að skoða vel starfsumhverfi grunnskólakennara í því augnamiði að lagfæra þá þætti starfsumhverfinu sem hafa áhrif á kulnun grunnskólakennara í starfi og stuðla þannig að heilsusamlegra starfsumhverfi. „Oft er gjarnan horft á þessi einstaklingsbundnu úrræði, varðandi bæði kulnun og streitu, að maður eigi að hreyfa sig meira, borða heilbrigðara og allt þetta. Jú, jú, það er gott líka en þegar aðstæðurnar á vinnustaðnum breytast ekkert þá hefur það minni áhrif,“ segir Hjördís. Hún segir stjórnandur geta gert margt til að draga úr hættu á kulnun meðal starfsmanna og sumt kosti pening en annað ekki. Mikilvægt sé að huga að þeim atriðum en ekki bara einblína á einstaklingsbundin úrræði. Fólk hafi samband við næsta yfirmann finni það fyrir kulnun Hjördís segir það vera fyrsta skrefið í því að takast á við einkenni kulnunar að tala við næsta yfirmann eða vinnuveitanda. Mörg úrræði séu í boði hjá sveitarfélögunum og mannauðsdeildir geti hjálpað mikið. Þá styðji VIRK vel við bakið á þeim sem lenda svo illa í kulnun að þeir lendi út af vinnumarkaði um tíma. „En þá er svo spurningin, þegar þú kemur aftur inn á vinnustaðinn, inn í sömu starfsaðstæður, hvað gerist þá?“ segir Hjördís.
Vinnumarkaður Háskólar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira