Alfons og félagar endurheimtu toppsætið | Jafnt í Íslendingaslag Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. október 2021 18:52 Alfons Sampsted og félagar hans eru á toppi norsku deildarinnar. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Af þeim sex leikjum sem fram fóru í norska fótboltanum í dag voru Íslendingar í eldlínunni í fjórum þeirra. Alfons Sampsted spilaði allan leikinn í 2-1 sigri Bodø/Glimt þegar að liðið tók á móti Sarpsborg 08, en með sigrinum endurheimtu Alfons og félagar efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar af Molde. Liðið hefur 47 stig eftir 22 umferðir, þremur stigum meira en Molde í öðru sætinu. Valdimar Ingimundarson spilaði seinasta hálftímann fyrir Strømsgodset sem tapaði 1-0 fyrir Viking, en Valdimar og félagar sitja níunda sæti deildarinnar með 29 stig. Ari Leifsson og Patrik Sigurdur Gunnarsson tóku báðir út leikbann. Þá spilaði Vidar Ari Jónsson allar 90 mínúturnar fyrir Sandefjord er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Odd, en liðin eru hlið við hlið í tíunda og ellefta sæti. Viðar Örn Kjartansson og félagar hans í Vålerenga heimsóttu Hólmar Örn Eyjólfsson og félaga hans í Rosenborg í seinasta leik dagsins. Viðar og Hólmar voru báðir í byrjunarliði síns liðs í dag. Gestirnir í Vålerenga komust í 1-0 forystu á 20. mínútu, áður en heimamenn jöfnuðu metin fjórum mínútum síðar. Markus Henriksen nældi sér svo í sitt annað gula spjald, og þar með rautt, stuttu fyrir hálfleik og Hólmar og félagar þurftu því að spila allan seinni hálfleikinn manni færri. Þrátt fyrir það tóku þeir forystuna á 59. mínútu, áður en gestirnir jöfnuðu leikinnníu mínútum síðar og þar við sat. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira
Alfons Sampsted spilaði allan leikinn í 2-1 sigri Bodø/Glimt þegar að liðið tók á móti Sarpsborg 08, en með sigrinum endurheimtu Alfons og félagar efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar af Molde. Liðið hefur 47 stig eftir 22 umferðir, þremur stigum meira en Molde í öðru sætinu. Valdimar Ingimundarson spilaði seinasta hálftímann fyrir Strømsgodset sem tapaði 1-0 fyrir Viking, en Valdimar og félagar sitja níunda sæti deildarinnar með 29 stig. Ari Leifsson og Patrik Sigurdur Gunnarsson tóku báðir út leikbann. Þá spilaði Vidar Ari Jónsson allar 90 mínúturnar fyrir Sandefjord er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Odd, en liðin eru hlið við hlið í tíunda og ellefta sæti. Viðar Örn Kjartansson og félagar hans í Vålerenga heimsóttu Hólmar Örn Eyjólfsson og félaga hans í Rosenborg í seinasta leik dagsins. Viðar og Hólmar voru báðir í byrjunarliði síns liðs í dag. Gestirnir í Vålerenga komust í 1-0 forystu á 20. mínútu, áður en heimamenn jöfnuðu metin fjórum mínútum síðar. Markus Henriksen nældi sér svo í sitt annað gula spjald, og þar með rautt, stuttu fyrir hálfleik og Hólmar og félagar þurftu því að spila allan seinni hálfleikinn manni færri. Þrátt fyrir það tóku þeir forystuna á 59. mínútu, áður en gestirnir jöfnuðu leikinnníu mínútum síðar og þar við sat.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira