Sveigjanleg þjónusta fyrir fatlað fólk Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 18. október 2021 07:31 Velferðarstefna Reykjavikur er í innleiðingu og ein af lykiláherslum hennar er að þjónusta skuli vera eins einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og kostur er. Lögð er áhersla á virðingu fyrir ólíkum einstaklingum og þörfum, sjálfræði og valdeflingu allra til að taka þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Í þessum anda eru einmitt nýjar reglur um stoð og stuðningsþjónustu við fatlað fólk auk þess sem við tökum að sjálfsögðu mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í honum segir meðal annars að skapa eigi fötluðu fólki skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Samvinna Helsta breytingin með nýjum reglum felst í því að við leggjum til hliðar gátlista sem gefa umsækjendum stig sem svo ákveða fjölda klukkustunda í stuðning og leggjum í staðin ríka áherslu á samvinnu við umsækjanda um það hvers konar stuðning hann þurfi á að halda. Þessi nálgun er talin geta mætt stuðningsþörfum umsækjenda betur og veitt meiri sveigjanleika og styðja þannig við sjálfstætt og innihaldsríkt líf fatlaðs fólks, á heimili og í tómstundum. Einnig er lögð áhersla á að einfalda alla umsýslu varðandi bæði nýjar umsóknir og samþykktar umsóknir með stafrænum lausnum. Eyðum óvissu Í allri baraáttu fyrir auknu fjármagni er það hindrun að það fjármagn sem sveitarfélögum var lofað við yfirfærslu ábyrgðar á þjónustu við fatlað fólk til sveitarfélaga hefur ekki skilað sér að fullu. Það hamlar framþróun og þarna þarf einfaldlega að leysa málin. Ég skora á nýtt þing og nýja ríkisstjórn að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja að sveitarfélög geti sannarlega staðið undir valdeflandi þjónustu sem gerir fötluðu fólki kleift að geta tekið þátt samfélaginu á eigin forsendum, tekið ákvarðanir og borið ábyrgð í eigin lífi rétt eins og við öll viljum. Framtíðin Ljóst er að meta þarf framtíðarfjárþörf vegna stuðnings- og stoðþjónustu. Samhliða samþykkt reglnanna í Reykjavík var fjárheimild velferðarsviðs aukin um 100 milljónir, meðal annars til að vinna á biðlistum og til að bæta við þjónustu á næturna. Mikið held ég samfélag okkar yrði betra ef við sameinuðumst um að setja sjálfsögð réttindi fólks í forgang. Ekki bara betra fyrir það fatlaða fólk sem þá fengi sjálfsagða þjónustu og þeirra nánustu, heldur okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Félagsmál Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Velferðarstefna Reykjavikur er í innleiðingu og ein af lykiláherslum hennar er að þjónusta skuli vera eins einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og kostur er. Lögð er áhersla á virðingu fyrir ólíkum einstaklingum og þörfum, sjálfræði og valdeflingu allra til að taka þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Í þessum anda eru einmitt nýjar reglur um stoð og stuðningsþjónustu við fatlað fólk auk þess sem við tökum að sjálfsögðu mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í honum segir meðal annars að skapa eigi fötluðu fólki skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Samvinna Helsta breytingin með nýjum reglum felst í því að við leggjum til hliðar gátlista sem gefa umsækjendum stig sem svo ákveða fjölda klukkustunda í stuðning og leggjum í staðin ríka áherslu á samvinnu við umsækjanda um það hvers konar stuðning hann þurfi á að halda. Þessi nálgun er talin geta mætt stuðningsþörfum umsækjenda betur og veitt meiri sveigjanleika og styðja þannig við sjálfstætt og innihaldsríkt líf fatlaðs fólks, á heimili og í tómstundum. Einnig er lögð áhersla á að einfalda alla umsýslu varðandi bæði nýjar umsóknir og samþykktar umsóknir með stafrænum lausnum. Eyðum óvissu Í allri baraáttu fyrir auknu fjármagni er það hindrun að það fjármagn sem sveitarfélögum var lofað við yfirfærslu ábyrgðar á þjónustu við fatlað fólk til sveitarfélaga hefur ekki skilað sér að fullu. Það hamlar framþróun og þarna þarf einfaldlega að leysa málin. Ég skora á nýtt þing og nýja ríkisstjórn að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja að sveitarfélög geti sannarlega staðið undir valdeflandi þjónustu sem gerir fötluðu fólki kleift að geta tekið þátt samfélaginu á eigin forsendum, tekið ákvarðanir og borið ábyrgð í eigin lífi rétt eins og við öll viljum. Framtíðin Ljóst er að meta þarf framtíðarfjárþörf vegna stuðnings- og stoðþjónustu. Samhliða samþykkt reglnanna í Reykjavík var fjárheimild velferðarsviðs aukin um 100 milljónir, meðal annars til að vinna á biðlistum og til að bæta við þjónustu á næturna. Mikið held ég samfélag okkar yrði betra ef við sameinuðumst um að setja sjálfsögð réttindi fólks í forgang. Ekki bara betra fyrir það fatlaða fólk sem þá fengi sjálfsagða þjónustu og þeirra nánustu, heldur okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun