Græningjar samþykkja að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2021 08:23 Annalena Baerbock er annar leiðtoga Græningja og var kanslaraefni flokksins í nýafstöðnum kosningum. Við hlið hennar er Olaf Scholz, kanslaraefni Jafnaðarmanna. Allt bendir til að Scholz muni taka við kanslaraembættinu af Angelu Merkel á næstu vikum. EPA Mikill meirihluti þýskra Græningja samþykkti í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Jafnaðarmenn (SPD) og Frjálslynda demókrata (FDP). Græningjar þurftu, flokkslögum samkvæmt, að boða til aukaflokksþings til að greiða atkvæði um hvort að flokkurinn ætti að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Græningjar urðu þriðji stærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar í landinu þann 26. september síðastliðinn. Jafnaðarmenn, með Olaf Scholz sem kanslaraefni, varð stærsti flokkurinn, en Kristilegir demókratar (CDU/CSU), flokkur Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, urðu næststærstir og misstu mikinn fjölda þingsæta. Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálslyndir demókratar áttu í könnunarviðræðum síðustu vikuna til að kanna hvort að grundvöllur væri fyrir því að ráðast í formlegar viðræður um myndun nýrrar stjórnar. DW segir frá því að flokkarnir ætli sér að grípa til umfangsmikilla aðgerða til að tryggja að Þýskaland geti staðið við þær skuldbindingar sem kveðið sé á um í Parísarsáttmálanum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá ætli flokkarnir að flýta því til ársins 2030, í stað 2038, að í áföngum hætta í notkun kola. Jafnaðarmenn samþykktu formlega fyrir sitt leyti síðasta föstudag að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður á meðan reiknað sé með að fulltrúar FDP geri slíkt hið sama síðar í dag. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Taka næsta skref til stjórnarmyndunar í Þýskalandi Sósíaldemókratar (SDP), Græningjar og Frjálslyndir Demókratar (FDP) tilkynntu fyrir stundu að samkomulag hafi tekist um málefnasamning fyrir formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. 15. október 2021 11:44 Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. 13. október 2021 10:29 Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Græningjar þurftu, flokkslögum samkvæmt, að boða til aukaflokksþings til að greiða atkvæði um hvort að flokkurinn ætti að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Græningjar urðu þriðji stærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar í landinu þann 26. september síðastliðinn. Jafnaðarmenn, með Olaf Scholz sem kanslaraefni, varð stærsti flokkurinn, en Kristilegir demókratar (CDU/CSU), flokkur Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, urðu næststærstir og misstu mikinn fjölda þingsæta. Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálslyndir demókratar áttu í könnunarviðræðum síðustu vikuna til að kanna hvort að grundvöllur væri fyrir því að ráðast í formlegar viðræður um myndun nýrrar stjórnar. DW segir frá því að flokkarnir ætli sér að grípa til umfangsmikilla aðgerða til að tryggja að Þýskaland geti staðið við þær skuldbindingar sem kveðið sé á um í Parísarsáttmálanum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá ætli flokkarnir að flýta því til ársins 2030, í stað 2038, að í áföngum hætta í notkun kola. Jafnaðarmenn samþykktu formlega fyrir sitt leyti síðasta föstudag að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður á meðan reiknað sé með að fulltrúar FDP geri slíkt hið sama síðar í dag.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Taka næsta skref til stjórnarmyndunar í Þýskalandi Sósíaldemókratar (SDP), Græningjar og Frjálslyndir Demókratar (FDP) tilkynntu fyrir stundu að samkomulag hafi tekist um málefnasamning fyrir formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. 15. október 2021 11:44 Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. 13. október 2021 10:29 Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Taka næsta skref til stjórnarmyndunar í Þýskalandi Sósíaldemókratar (SDP), Græningjar og Frjálslyndir Demókratar (FDP) tilkynntu fyrir stundu að samkomulag hafi tekist um málefnasamning fyrir formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. 15. október 2021 11:44
Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. 13. október 2021 10:29
Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01