Stjórnarmyndunarviðræður ganga hættulega hægt Andrés Ingi Jónsson skrifar 18. október 2021 12:00 Formenn stjórnarflokkanna telja, einhverra hluta vegna, að stjórnarmyndunarviðræður þeirra gangi vel. Samt eru viðræðurnar nú þegar búnar að taka þrjár vikur - og virðast enn eiga nokkuð í land. Þetta er lengri tími en þurfti í allar stjórnarmyndunarviðræðurnar fyrir fjórum árum - þar sem þó var verið að semja frá grunni, en ekki bara um áframhald samstarfs eins og nú. Árið 2017 voru flokksráð búin að samþykkja stjórnarsáttmála 19 dögum eftir að óformlegar viðræður formanna hófust. Þessi rosalegi hægagangur endurspeglar augljósa núningspunkta á milli stjórnarflokkanna, núningspunkta sem var margvarað við í kosningabaráttunni. Fyrstu vikurnar eftir kosningar virðast hafa snúist um að leysa úr ágreiningi stjórnarflokkanna um stór mál sem strönduðu á síðasta kjörtímabili. Þarna er ekki rætt um framtíðarsýn, heldur horft stíft í baksýnisspegilinn. Gamall áróður í grænum álpappír Grænu málin - náttúruvernd, loftslagið og orkan - eru augljóslega ásteytingarsteinn á milli stjórnarflokkanna. Þetta var öllum augljóst fyrir kosningar. Grænu málin hafa alltaf verið erfið á milli stjórnarflokkanna, en eru orðin mun flóknari eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók upp á því að vefja gömlu stóriðjustefnunni sinni í grænan álpappír. Áfram vill flokkurinn botnvirkja náttúru Íslands, en núna undir því yfirskini að það sé í þágu orkuskipta. Sú græna ríkisstjórn sem við þurfum á þessum tímapunkti verður nefnilega aldrei til á milli þeirra þriggja flokka sem ræða málin makindalega í ráðherrabústaðnum í dag. Ungir umhverfissinnar sýndu það svart á hvítu: Tveir af þessum þremur flokkum fengu algjöra falleinkunn fyrir sýn sína á umhverfismál. Og þær tafir sem einkenna stjórnarmyndunarviðræðurnar kunna að reynast dýrkeyptar. Þingið situr og bíður - loftslagið sett í frost Það var alltaf ljóst að kosningar að hausti myndu þrengja að þingstörfunum. Fyrir áramót bíður Alþingis, eins og venjulega, það stóra verkefni að samþykkja fjárlög. Þau setja rammann um rekstur ríkisins allt næsta ár, setja stefnuna fyrir samfélagið. Hver vika sem formenn stjórnarflokkar taka sér í að togast á um áframhaldandi stjórnarsamstarf er vika sem þinginu er haldið frá störfum - fórna sjö daga vinnu við fjárlög og annað sem þarf að klára fyrir áramót. En það er fleira sem situr á hakanum vegna stjórnarmyndunarviðræðna. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram eftir um tvær vikur og mikilvægi hennar verður seint ofmetið. „Síðasta tækifærið til að tækla loftslagsbreytingar,” eins og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, sagði á Hringborði norðurslóða á dögunum. Á COP26 er ætlast til að ríki heims mæti, taki stöðuna fimm árum eftir samþykkt Parísarsáttmálans og auki metnað sinn í loftslagsmálum. Það sé nauðsynlegt ef við ætlum að auka líkurnar á að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun Jarðar innan við 1,5°C. Allt stefnir hins vegar í að Ísland mæti með rækilega úreld markmið. Metnaður í skiptum fyrir atkvæði Í byrjun árs tilkynnti umhverfisráðherra uppfærð markmið til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Fyrir utan þann trassaskap að það gerðist heilu ári á eftir áætlun þá var ekki um að ræða sjálfstæð markmið fyrir Ísland, heldur ætlaði ríkisstjórnin að skýla sér á bakvið sameiginleg markmið Evrópusambandsins. Þó að samstarf við ESB í loftslagsmálum skipti miklu máli, þá verður Ísland að hafa sjálfstæðan metnað og ganga lengra. Við þingmenn tókumst á um metnað í loftslagsmálum á þingfundi í vor. Stjórnarliðar voru ósammála okkur um að Ísland þyrfti sjálfstætt losunarmarkmið en aðeins nokkrum vikum síðar, eða í kosningabaráttunni sjálfri, skiptu Vinstri græn um takt. Það var ekki fyrr en tilgangurinn var að sækja sér atkvæði sem umhverfisráðherra tók undir kröfuna um að Ísland ætti að lögfesta sjálfstætt markmið um samdrátt í losun - þó að stjórnarliðar hafi síðast í júní fellt tillögu Pírata þess efnis í þingsal. Skemmtileg tilviljun.En nú er hætt við að þessi aukni metnaður sem Vinstri græn fundu í kosningabaráttunni týnist í stjórnarmyndunarviðræðum. Í stað þess að láta málefnin ráða för og mynda ríkisstjórn með flokkunum sem eiga mesta málefnalega samleið með þeim vilja Vinstri græn frekar mynda ríkisstjórn með loftslagsskussum. Og hvernig sem fer, þá eru hverfandi líkur á að umhverfisráðherra mæti með eitthvað nýtt á loftslagsráðstefnuna í nóvember - ráðstefnuna sem munu skipta öllu fyrir framhald baráttunnar við loftslagsbreytingar. Þannig missir Ísland mikilvægt tækifæri úr höndunum. Tækifæri til að sýna metnaðarfulla og skýra stefnu á alþjóðavísu, vera þannig fyrirmynd og hvetja alþjóðasamfélagið áfram. Stíga þau stóru grænu skref sem nauðsynleg eru innan lands og utan. Vera land grænu tækifæranna. Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna telja, einhverra hluta vegna, að stjórnarmyndunarviðræður þeirra gangi vel. Samt eru viðræðurnar nú þegar búnar að taka þrjár vikur - og virðast enn eiga nokkuð í land. Þetta er lengri tími en þurfti í allar stjórnarmyndunarviðræðurnar fyrir fjórum árum - þar sem þó var verið að semja frá grunni, en ekki bara um áframhald samstarfs eins og nú. Árið 2017 voru flokksráð búin að samþykkja stjórnarsáttmála 19 dögum eftir að óformlegar viðræður formanna hófust. Þessi rosalegi hægagangur endurspeglar augljósa núningspunkta á milli stjórnarflokkanna, núningspunkta sem var margvarað við í kosningabaráttunni. Fyrstu vikurnar eftir kosningar virðast hafa snúist um að leysa úr ágreiningi stjórnarflokkanna um stór mál sem strönduðu á síðasta kjörtímabili. Þarna er ekki rætt um framtíðarsýn, heldur horft stíft í baksýnisspegilinn. Gamall áróður í grænum álpappír Grænu málin - náttúruvernd, loftslagið og orkan - eru augljóslega ásteytingarsteinn á milli stjórnarflokkanna. Þetta var öllum augljóst fyrir kosningar. Grænu málin hafa alltaf verið erfið á milli stjórnarflokkanna, en eru orðin mun flóknari eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók upp á því að vefja gömlu stóriðjustefnunni sinni í grænan álpappír. Áfram vill flokkurinn botnvirkja náttúru Íslands, en núna undir því yfirskini að það sé í þágu orkuskipta. Sú græna ríkisstjórn sem við þurfum á þessum tímapunkti verður nefnilega aldrei til á milli þeirra þriggja flokka sem ræða málin makindalega í ráðherrabústaðnum í dag. Ungir umhverfissinnar sýndu það svart á hvítu: Tveir af þessum þremur flokkum fengu algjöra falleinkunn fyrir sýn sína á umhverfismál. Og þær tafir sem einkenna stjórnarmyndunarviðræðurnar kunna að reynast dýrkeyptar. Þingið situr og bíður - loftslagið sett í frost Það var alltaf ljóst að kosningar að hausti myndu þrengja að þingstörfunum. Fyrir áramót bíður Alþingis, eins og venjulega, það stóra verkefni að samþykkja fjárlög. Þau setja rammann um rekstur ríkisins allt næsta ár, setja stefnuna fyrir samfélagið. Hver vika sem formenn stjórnarflokkar taka sér í að togast á um áframhaldandi stjórnarsamstarf er vika sem þinginu er haldið frá störfum - fórna sjö daga vinnu við fjárlög og annað sem þarf að klára fyrir áramót. En það er fleira sem situr á hakanum vegna stjórnarmyndunarviðræðna. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram eftir um tvær vikur og mikilvægi hennar verður seint ofmetið. „Síðasta tækifærið til að tækla loftslagsbreytingar,” eins og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, sagði á Hringborði norðurslóða á dögunum. Á COP26 er ætlast til að ríki heims mæti, taki stöðuna fimm árum eftir samþykkt Parísarsáttmálans og auki metnað sinn í loftslagsmálum. Það sé nauðsynlegt ef við ætlum að auka líkurnar á að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun Jarðar innan við 1,5°C. Allt stefnir hins vegar í að Ísland mæti með rækilega úreld markmið. Metnaður í skiptum fyrir atkvæði Í byrjun árs tilkynnti umhverfisráðherra uppfærð markmið til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Fyrir utan þann trassaskap að það gerðist heilu ári á eftir áætlun þá var ekki um að ræða sjálfstæð markmið fyrir Ísland, heldur ætlaði ríkisstjórnin að skýla sér á bakvið sameiginleg markmið Evrópusambandsins. Þó að samstarf við ESB í loftslagsmálum skipti miklu máli, þá verður Ísland að hafa sjálfstæðan metnað og ganga lengra. Við þingmenn tókumst á um metnað í loftslagsmálum á þingfundi í vor. Stjórnarliðar voru ósammála okkur um að Ísland þyrfti sjálfstætt losunarmarkmið en aðeins nokkrum vikum síðar, eða í kosningabaráttunni sjálfri, skiptu Vinstri græn um takt. Það var ekki fyrr en tilgangurinn var að sækja sér atkvæði sem umhverfisráðherra tók undir kröfuna um að Ísland ætti að lögfesta sjálfstætt markmið um samdrátt í losun - þó að stjórnarliðar hafi síðast í júní fellt tillögu Pírata þess efnis í þingsal. Skemmtileg tilviljun.En nú er hætt við að þessi aukni metnaður sem Vinstri græn fundu í kosningabaráttunni týnist í stjórnarmyndunarviðræðum. Í stað þess að láta málefnin ráða för og mynda ríkisstjórn með flokkunum sem eiga mesta málefnalega samleið með þeim vilja Vinstri græn frekar mynda ríkisstjórn með loftslagsskussum. Og hvernig sem fer, þá eru hverfandi líkur á að umhverfisráðherra mæti með eitthvað nýtt á loftslagsráðstefnuna í nóvember - ráðstefnuna sem munu skipta öllu fyrir framhald baráttunnar við loftslagsbreytingar. Þannig missir Ísland mikilvægt tækifæri úr höndunum. Tækifæri til að sýna metnaðarfulla og skýra stefnu á alþjóðavísu, vera þannig fyrirmynd og hvetja alþjóðasamfélagið áfram. Stíga þau stóru grænu skref sem nauðsynleg eru innan lands og utan. Vera land grænu tækifæranna. Höfundur er þingmaður Pírata
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun