Gates hafi verið ráðlagt að láta af óviðeigandi tölvupóstsamskiptum Árni Sæberg skrifar 18. október 2021 21:56 Bill Gates er sagður hafa átt í kynferðislegum samskiptum við starfsmann Microsoft. Getty Images Yfirmenn hjá Microsoft eru sagðir hafa ráðlagt Bill Gates að hætta kynferðislegum tölvupóstsamskiptum við kvenkyns starfsmann fyrirtækisins árið 2008. Árið 2020 tilkynnti Bill Gates að hann myndi segja sig úr stjórn tæknirisans Microsoft í þeim tilgangi að einbeita sér að góðgerðarstarfsemi sinni. Hann hafði áður látið af daglegum störfum innan fyrirtækisins árið 2018. Fljótlega eftir afsögnina greindi Wall Street Journal frá því að Gates hefði í raun hætt vegna þess að rannsókn væri hafin innan fyrirtækisins á meintu ástarsambandi hans við verkfræðing sem starfaði hjá Microsoft. New York Times hafði áður greint frá því að Gates hefði verið þekktur fyrir að reyna við konur sem störfuðu hjá Microsoft og góðgerðastofnun þeirra Melindu Gates, þáverandi konu hans. Hjónin skildu fyrr á þessu ári. Samskiptin hafi verið kynferðislegs eðlis Í nýlegri grein Wall Street Journal segir að stjórnendur Microsoft hafi komist á snoðir um óviðeigandi tölvupóstsamskipti milli Gates og kvenkyns starfsmanns fyrirtækisins árið 2008, rúmum áratug áður en hann sagði sig frá stjórninni og skildi við eiginkonu sína. Gates er sagður hafa stigið í vænginn við konuna og átt í kynferðislegum samskiptum við hana í tölvupósti. Þá segir að stjórnendurnir Brad Smith, þáverandi yfirlögmaður, og Lisa Brummel, þáverandi mannauðsstjóri, hafi ráðlagt Gates að láta af samskiptunum. Hann hafi fallist á að þau væru ekki skynsamleg og samþykkt að binda enda á þau. Talsmaður Microsoft vísar fréttaflutningnum til föðurhúsanna í samtali við The Guardian. „Þessar fullyrðingar eru falskir, endurnýttir orðrómar frá heimildarmönnum sem hafa enga beina vitneskju, og í sumum tilvika hagsmunaárekstra,“ segir talsmaðurinn. Bandaríkin Microsoft Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Árið 2020 tilkynnti Bill Gates að hann myndi segja sig úr stjórn tæknirisans Microsoft í þeim tilgangi að einbeita sér að góðgerðarstarfsemi sinni. Hann hafði áður látið af daglegum störfum innan fyrirtækisins árið 2018. Fljótlega eftir afsögnina greindi Wall Street Journal frá því að Gates hefði í raun hætt vegna þess að rannsókn væri hafin innan fyrirtækisins á meintu ástarsambandi hans við verkfræðing sem starfaði hjá Microsoft. New York Times hafði áður greint frá því að Gates hefði verið þekktur fyrir að reyna við konur sem störfuðu hjá Microsoft og góðgerðastofnun þeirra Melindu Gates, þáverandi konu hans. Hjónin skildu fyrr á þessu ári. Samskiptin hafi verið kynferðislegs eðlis Í nýlegri grein Wall Street Journal segir að stjórnendur Microsoft hafi komist á snoðir um óviðeigandi tölvupóstsamskipti milli Gates og kvenkyns starfsmanns fyrirtækisins árið 2008, rúmum áratug áður en hann sagði sig frá stjórninni og skildi við eiginkonu sína. Gates er sagður hafa stigið í vænginn við konuna og átt í kynferðislegum samskiptum við hana í tölvupósti. Þá segir að stjórnendurnir Brad Smith, þáverandi yfirlögmaður, og Lisa Brummel, þáverandi mannauðsstjóri, hafi ráðlagt Gates að láta af samskiptunum. Hann hafi fallist á að þau væru ekki skynsamleg og samþykkt að binda enda á þau. Talsmaður Microsoft vísar fréttaflutningnum til föðurhúsanna í samtali við The Guardian. „Þessar fullyrðingar eru falskir, endurnýttir orðrómar frá heimildarmönnum sem hafa enga beina vitneskju, og í sumum tilvika hagsmunaárekstra,“ segir talsmaðurinn.
Bandaríkin Microsoft Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira